Innlent

Selja hreingerningamenn á Netinu

„Mjög basískur sérstakur hreingerningamaður fyrir allur harður, fínn-æðóttur og ör-holóttur yfirborð.“ Íslenskan er snúið tungumál og ekki fyrir hvern sem er að snara erfiðum texta yfir á hið ástkæra, ylhýra. Sumir geta það hreinlega ekki, eins og til að mynda sá sem starfar fyrir Kleen Purgatis, hreingerningafyrirtæki sem bíður varning sinn til sölu á íslenskri heimasíðu sinni. Þar fæst meðal annars: „Nútímamaður, fosfat-frjáls þvottaefni fyrir þvottur af fínn þvottahús og litaður föt á 30, 40, og 60 gráða C. Bestur standa ekki á sama litur og dúkur.“ „Fyrir duglegur hreinn með blíður meðhöndlun af litur og dúkur. Hugsjón fyrir nota í stofnun. Innihalda neitun bleikiefni umboðsmaður eða sjón - verða bjartari.“ Bráðnauðsynlegt á hverju heimili - eða eitthvað í þá áttina. Eða þessi: „Bjartsýni og öflugur yfirborð hreingerningamaður með aðgát qualities.“ Fyrir þá sem eru engu nær skal tekið fram að það er sjálfvirkur þýðandi á Netinu sem snaraði textanum úr ensku fyrir fyrirtækið, með þessum frammúrskarandi árangri. Af því að við erum bjartsýn og frammúrskarandi basísk, en ekki súr, fær fyrirtækið punkt fyrir viðleitnina. Enda eru svona leiðbeiningar óborganlegar. Og ein innihaldslýsing að lokum: „Lágmark- froða multipurpose surfactant kerfi sem skjóta með vélbyssu eftirlátur skipuleg framsetning.“ Þeir sem vilja lesa meira geta smellt á slóðina: http://www.tabakexpo.de/kleenenglisch/otherlanguages.html


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×