Erlent

Hótaði að myrða bæjarstjóra

Maður, sem var ósáttur við að fá ekki að byggja á landi sínu, ógnaði bæjarstjóranum í króatíska hafnarbænum Rijeka með hríðskotariffli og handsprengjum á bæjarstjórnarskrifstofum bæjarins. Maðurinn ósátti hótaði að myrða Vlatko Obersnel bæjarstjóra ef hann næmi ekki úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar sem bannaði að byggt yrði á landi sem hann hafði nýlega keypt. Maðurinn hélt bæjarstjóranum í gíslingu í stundarfjórðung áður en lögregla og öryggisverðir náðu að afvopna hann. Enginn meiddist meðan á þessu stóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×