Innlent

Slapp naumlega undan hnullungi

Hann er ekki feigur, hann Snorri Vignisson gröfumaður sem er að vinna við að rífa niður síðustu minjarnar um gömlu bæjarútgerðina í Hafnarfirði. Nú í kvöld var hafist handa við að rífa niður framhlið aðalbyggingarinnar og í hamaganginum datt stór hnullungur á gröfu Snorra þannig að gler splundraðist. Snorri segir sér óneitanlega hafa brugðið en hann meiddist sem betur fer ekkert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×