Erlent

Sjíar völdu al-Jaafari

Ibrahim al-Jaafari, varaforseti Íraks, verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra landsins. Hann var í gær útnefndur forsætisráðherraefni Sameinaða íraska bandalagsins eftir að helsti keppinautur hans, Ahmed Chalabi, dró sig í hlé. Niðurstaðan fékkst eftir þriggja daga samningaviðræður. Til stóð að kosið yrði milli al-Jaafari og Chalabi í gær en þrýst var á þann síðarnefnda að draga sig í hlé. Sameinaða íraska bandalagið er með nauman þingmeirihluta en þarf stuðning flokks Kúrda til að tryggja al-Jaafari stól forsætisráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×