Fleiri fréttir Skíðasvæði opin þrátt fyrir hlýju Skíðasvæðið í Tindastóli verður opið frá klukkan 12 til 17 síðdegis. Þar er logn og fjögurra stiga hiti en gott færi. Verið er að opna skíða- og snjóbrettasvæðið í Hlíðarfjalli og það verður opið sömuleiðis til fimm. Þar er 6 stiga hiti og blæs að sunnan, tveir til sex metrar á sekúndu. Skíðafærið er troðinn, blautur snjór. Opið er í Bláfjöllum til klukkan sex í kvöld og á Hengilssvæðinu til fimm en skíðasvæðið í Skálafelli er lokað. 20.2.2005 00:01 Vill eitt gagnaflutningsnet Flokksráð Vinstri - grænna hvetur til þess að grunnnet Landsímans, Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar verði sameinuð í eitt gagnaflutningsnet í eigu ríkis og sveitarfélaga. Fundurinn telur mikilvægt að slíkt fjarskiptanet þjóni öllum landsmönnum og verði aðgengilegt öllum aðilum í fjarskiptaþjónustu en einkavæðing Landsímans með grunnnetinu muni leiða af sér mismunun og offjárfestingu sem almenningur þurfi á endanum að borga. 20.2.2005 00:01 Atlantsolía opnar í Reykjavík Borgarstjóri opnar fyrstu bensínstöð Atlantsolíu í Reykjavík klukkan hálfþrjú í dag. Bensínstöðin er staðsett á Sprengisandi við enda Bústaðavegar á mótum Reykjanesbrautar. Bensínstöðin er sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín- og díselbíla. Fyrstu mánuðina mun starfsmaður leiðbeina nýjum viðskiptavinum við sjálfsafgreiðslu og notkun kortasjálfsala. 20.2.2005 00:01 Vill ekki lækna útlendinga Heimilislæknir nokkur í Harstad í Noregi hefur gefið heilbrigðisyfirvöldum í fylkinu ákveðin skilaboð um að hann vilji ekki hafa neitt með útlendinga að gera á læknastofu sinni. Þeir verði að leita annað með veikindi sín. Einnig þverneitar hann að meðhöndla konur með ófrjósemisvandamál og segist gjarnan vilja vera laus við kröfuharða sjúklinga. 20.2.2005 00:01 43 látnir í ferjuslysi Að minnsta kosti 43 létust þegar ferja sökk á fljótinu Buriganga í suðurhluta Bangladess. Ferjan var á leiðinni frá borginni Dhaka þegar hún lenti óveðri með fyrrgreindum afleiðingum. Talið er að um 200 manns hafi verið um borð og er um 150 enn saknað, en óttast er að fjölmargir hafi ekki komist frá borði áður en skipið sökk. 20.2.2005 00:01 Lokadagur Vetrarhátíðar í dag Lokadagur Vetrarhátíðar er í dag og margt í boði fyrir alla fjölskylduna. Nefna má Heimsdag barna í Hlíðaskóla, en þar verður hægt að taka þátt í listsmiðjum, leika á óvenjuleg hljóðfæri, prófa ævintýraspuna og dansa bæði hipphopp og taílenska dansa. 20.2.2005 00:01 Búist við dræmri kosningaþátttöku Spánverjar hófu í morgun að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins. Búist er við dræmri kosningaþátttöku en að stjórnarskráin verði samþykkt. 20.2.2005 00:01 Fundað um landnemabyggðir Ísraelska ríkisstjórnin situr nú á fundi til að ákveða hvort styðja eigi áætlanir Ariels Sharons forsætisráðherra um að loka landnemabyggðum gyðinga á Gaza-svæðinu, en það er eitt af mestu deilumálum Palestínumanna og Ísraela. 20.2.2005 00:01 Bílbeltaundanþága barn síns tíma Undanþága leigubílstjóra frá bílbeltaskyldu er barn síns tíma, segir talsmaður Umferðarstofu. Hjón, sem tóku leigubíl með níu ára syni sínum í gærkvöld, kröfðust þess að bílstjórinn setti á sig öryggisbelti enda fór bílstjórinn fram á það, eðlilega, að farþegar hans sætu spenntir. 20.2.2005 00:01 Horfið frá landnemabyggðum Ríkisstjórn Ísraels samþykkti á fundi sínum í dag áætlun um að Ísraelar hverfi frá landnemabyggðum á Gaza-svæðinu. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur barist fyrir stuðningi við þessa áætlun, en hún er ákaflega mikilvæg varðandi friðarhorfur fyrir botni Miðjarðarhafs, þar sem landnemabyggðirnar hafa verið þyrnir í augum Palestínumanna. 20.2.2005 00:01 Átök sjíta og súnníta á Indlandi Til átaka kom á milli sjíta og súnníta í héraðinu Uttar Pradesh í norðurhluta Indlands í dag með þeim afleiðingum að þrír létust og 13 særðust. Deilurnar milli trúarhópanna snerust um það hvaða leið ganga á vegum sjítanna ætti að fara, en þeir halda um Ashura-trúarhátíðina hátíðlega um þessar mundir eins og sjítar í öðrum löndum. 20.2.2005 00:01 Fleiri finnast látnir í Bangladess Nú hafa 74 fundist látnir og rúmlega 120 er enn saknað eftir að áætlunarferja með um 200 manns sökk á fljótinu Buriganga í suðurhluta Bangladess í dag. Ferjan var á leiðinni frá borginni Dhaka þegar hún lenti óveðri með þeim með afleiðingum að henni hvolfdi og í kjölfarið sökk hún. 20.2.2005 00:01 Fíll í dýragarði drepur mann Starfsmaður í dýragarðinum í Vínarborg í Austurríki lést í dag eftir að fíll í garðinum stakk hann á hol. Starfsmaðurinn var að sprauta vatni á fílinn þegar hann trylltist og rak aðra skögultönnina í gegnum maga mannsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dýr í garðinum verður manni að bana því fyrir þremur árum réðst jagúar á starfsmann og drap hann frammi fyrir gestum í garðinum. 20.2.2005 00:01 Sagðir ræða um frið Bandarískir erindrekar og yfirmenn í leyniþjónustu Bandaríkjanna eiga í leynilegum viðræðum við uppreisnarmenn súnníta í Írak til þess að reyna að binda enda á árásir þeirra í landinu. Frá þessu greinir tímaritið Time í dag og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum í Washington og Írak. 20.2.2005 00:01 Manntjón í snjóflóðum á Indlandi Mikið fannfergi í Kasmír-héraði á Indlandi hefur kostað 21 mann lífið og 28 er saknað, en þar hafa snjóflóð fallið á afskekkt þorp. Ekki hefur snjóað jafnmikið í héraðinu í nær tvo áratugi og hafa margir bæir í Himalajadalnum verið einangraðir í þrjá daga þar sem vegir eru lokaðir og víða er rafmagns- og símasambandslaust. 20.2.2005 00:01 Grunuðum ræningjum sleppt Karlmönnunnum tveimur sem lögregla handtók á miðnætti, grunaða um vopnað lyfjarán í Árbæjarapóteki í gær, hefur verið sleppt. Mennirnir, sem báðir hafa komið við sögu lögreglu áður, voru handteknir í heimahúsi og voru yfirheyrðir í dag en sleppt að þeim loknum og er málið er enn í rannsókn. 20.2.2005 00:01 Ísraelar hyggjast lengja múrinn Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti að lengja enn frekar aðskilnaðarmúr sinn á Vestubakkanum til þess að innlima Gush Etzion landnemabyggðirnar inn í Ísraelsríki. Þetta gerði hún um leið og ákveðið var að flytja gyðinga frá öllum landnemabyggðum á Gaza-svæðinu og litlum hluta byggða á Vesturbakkanum. 20.2.2005 00:01 Dræm þátttaka í þjóðaratkvæði Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu á Spáni um stjórnarskrá Evrópusambandsins virðist ætla að verða mjög dræm en samkvæmt Reuter-fréttastofunni hafði tæpur þriðjungur kosningabærra manna, 32,5 prósent, nýtt sér atkvæðisrétt sinn nú klukkan fimm. 20.2.2005 00:01 12 ára í níu ára fangelsi Tólf ára drengur í Ohio, Bryan Christopher Sturm, var á laugardag dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að hafa myrt bæði frænku sína og ömmu. </font /> 20.2.2005 00:01 Vilja yfirráð í Asíu Japanar eru eingöngu í samkrulli við Bandaríkjamenn með það að markmiði að ráða ríkjum í Asíu um alla framtíð að mati ríkisdagblaðs Norður-Kóreu sem vísar alfarið á bug að þörf sé á viðræðum um vopnaeign landsins. 20.2.2005 00:01 Á reki í gúmbát í sjö vikur Ástralska strandgæslan skýrði frá því um helgina að tekist hefði að bjarga þremur mönnum sem höfðu verið á reki í opnum gúmmíbát í alls sjö vikur. 20.2.2005 00:01 Gyðingar yfirgefa Gaza í júlí Ríkisstjórn Ísraels samþykkti á fundi í gær áætlun Ariels Sharon um brottflutning hermanna og gyðinga frá Gazasvæðinu og Vesturbakkanum. Brottflutningur mun hefjast í júlí næstkomandi 20.2.2005 00:01 Óttast árásir á hjálparstarfsmenn Allir þeir erlendu hjálparstarfsmenn sem að störfum eru í Indónesíu til aðstoðar þeim er urðu hvað verst úti eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi eru í alvarlegri hættu því líklegt er að íslamskir ofsatrúarmenn séu að skipuleggja hryðjuverkaárás á þá fljótlega. 20.2.2005 00:01 Sprenging í kannabisinnflutningi Mikil sprenging hefur orðið í innflutningi á kannabisefnum á Bretlandseyjum. Að sögn breskra dagblaða er ástæðan sú að lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum settu kókaín og heróín sem algjör forgangsmál í byrjun síðasta árs. 20.2.2005 00:01 Ábyrgð hjá fleirum á markaðnum Fasteignaheildsalar, auðvelt aðgengi að lánum fyrir almenning og lóðaskortur eru helstu ástæður stórhækkunar á fasteignaverði á suðvesturhorninu. </font /></b /> 20.2.2005 00:01 Vann 25 milljónir Vinningurinn í Lottóinu á laugardaginn síðasta var fimmfaldur. 20.2.2005 00:01 Tveir yfirheyrðir um rán og sleppt Tveggja sem rændu Árbæjarapótek klæddir samfestingum og með grímu er enn leitað. Tveir menn um tvítugt sem handteknir voru í íbúð í austurhluta Reykjavíkurborgar um miðnætti aðfaranótt sunnudags var sleppt um miðjan dag í gær. 20.2.2005 00:01 Lögreglufréttir Innbrot í Sandgerði Þremur myndavélum, vídeóupptökuvél, sérríflösku og peningaveski var stolið úr húsi við Klapparstíg í Sandgerði að morgni sunnudags. 20.2.2005 00:01 Slasast eftir ofsahraðakstur Karlmaður um þrítugt var fluttur á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahúss eftir bílveltu innanbæjar í Þorlákshöfn. Hann er ekki í lífshættu að sögn vakthafandi lækni. 20.2.2005 00:01 Átta með fíkniefni á Akureyri Átta menn innan við tvítugt voru teknir með fíkniefni í fórum sínum á Akureyri á laugardag. 20.2.2005 00:01 Læknar sviptir án kæru 243 kærur og kvartanir bárust til Landlæknisembættisins á síðasta ári. Þá voru tveir læknar sviptir lækningaleyfi, en ekki vegna einstakra mistaka. </font /></b /> 20.2.2005 00:01 Páfi ávarpaði lýðinn í dag Jóhannes Páll páfi annar virtist við ágæta heilsu þegar hann ávarpaði trúaða í dag í annað sinn eftir að hann útskrifaðist af sjúkrahúsi fyrir tíu dögum. Páfinn, sem er orðinn 84 ára, hélt stutta ræðu en talaði skýrri röddu. Hann þjáist af Parkinsonsveiki og er slæmur í mjöðm og hnjám. Hann var lagður inn á sjúkrahús vegna öndunarerfiðleika fyrir nokkrum vikum. 20.2.2005 00:01 Ernu farnast vel Frelsun Ernu tókst framar björtustu vonum. Össunni var sleppt við Álftavatn í gær og svo var fylgst með henni gegnum útvarpssendi. Hún var tiltölulega fljót að átta sig í náttúrunni og flaug svo styrkum vængjatökum út í Arnarhólma sem er gamalt arnarvígi. 20.2.2005 00:01 Yfirlýsingar skaða Landsvirkjun Yfirlýsingar iðnaðarráðherra um einkavæðingu Landsvirkjunar skaða fyrirtækið og grafa undan lánstrausti þess að mati Álfheiðar Ingadóttur, stjórnarmanns í Landsvirkjun. Borgin geti ekki verið áfram í ábyrgð fyrir sextíu milljörðum króna verði fyrirtækið einkavætt. Það rýri verðmæti fyrirtækisins að missa þessar ábyrgðir. 20.2.2005 00:01 Vonar að börn sjá ekki myndbandið Móðir ungs manns sem lést eftir líkamsárás í Hafnarstræti segist ekki skilja hvers vegna fólk dreifi myndum af árásinni á Netinu. Hún vonar að börn sjái ekki þessar myndir. 20.2.2005 00:01 Líkur á samþykkt stjórnarskrár Spánverjar greiddu í dag atkvæði um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins. Kosningaþátttaka var dræm en kannanir benda til að stjórnarskráin verði samþykkt. 20.2.2005 00:01 Herteknum svæðum skilað Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fyrirskipaði í dag að landnemabyggðum gyðinga á Gaza-svæðinu og á fjórum stöðum á Vesturbakkanum yrði lokað. Það yrði í fyrsta sinn í sögu Ísraels sem hertekin svæði Palestínumanna yrðu yfirgefin. 20.2.2005 00:01 Stjórnarskrá samþykkt á Spáni Yfirgnæfandi meirihluti Spánverja samþykkti stjórnarskrá Evrópusambandsins í kosningum sem fram fóru í landinu í gær samkvæmt útgönguspám. 20.2.2005 00:01 Haraldur hárfagri til Noregs Haraldur hárfagri og Gyða kona hans eru í Garðabæ en fara fljótlega til Noregs í góðra vina hópi. Ný útflutningsgrein er að verða til. 20.2.2005 00:01 Eldur í skipinu Valur Eldur kom upp við stakkageymslu á millidekki í skipinu Vali GK-185 í Sandgerðishöfn upp úr klukkan átta í gærkvöldi. 20.2.2005 00:01 Nýtt þorp á Reykjanesi Þorp hefur risið á Reykjanesi í tengslum við nýja virkjun Hitaveitu Suðurnesja. Þar búa um 40 manns að staðaldri en verða um 300 í sumar þegar framkvæmdir standa sem hæst. 20.2.2005 00:01 Heimurinn gleymi ekki fórnarlömbum Það er mikilvægt að heimurinn gleymi ekki fórnarlömbum hamfaranna í Suðaustur-Asíu og aðstoði þau áfram við að koma lífi sínu á réttan kjöl, segja tveir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna sem eru í heimsókn á flóðasvæðunum. 20.2.2005 00:01 Krefjast milljónatuga bóta Eigendur tveggja jarða í Reyðarfirði krefjast hárra bóta fyrir það land sem fer undir Fljótsdalslínur 3 og 4. Iðnaðarráðuneytið hefur heimilað eignarnám þriggja jarða. Sextán landeigendur höfðu áður samþykkt boðnar bótafjárhæðir. 20.2.2005 00:01 Einn fórst í bílsprengjutilræði Einn meðlimur íröksku öryggissveitanna fórst í morgun þegar bílsprengja sprakk í Bakúba-borg í norðurhluta Íraks. Tveir særðust. Árásir sem þessar eru orðnar nær daglegt brauð í Írak. Öfgahópar súnnímúslima í Írak réðu að minnsta kosti 27 sjítamúslima af dögum í gær og árásir súnníta fara vaxandi dag frá degi. 19.2.2005 00:01 Clinton og Bush eldri safna fé Tveir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna heimsóttu hamfarasvæðin í Suðaustur-Asíu í dag. Bill Clinton og George Bush eldri táruðust næstum þegar þeir ræddu við fréttamenn um taílensk börn sem misstu foreldra sína í flóðunum. Bush yngri valdi þá til að stýra fjáröflun til hjálpar fórnarlömbum hamfaranna. 19.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Skíðasvæði opin þrátt fyrir hlýju Skíðasvæðið í Tindastóli verður opið frá klukkan 12 til 17 síðdegis. Þar er logn og fjögurra stiga hiti en gott færi. Verið er að opna skíða- og snjóbrettasvæðið í Hlíðarfjalli og það verður opið sömuleiðis til fimm. Þar er 6 stiga hiti og blæs að sunnan, tveir til sex metrar á sekúndu. Skíðafærið er troðinn, blautur snjór. Opið er í Bláfjöllum til klukkan sex í kvöld og á Hengilssvæðinu til fimm en skíðasvæðið í Skálafelli er lokað. 20.2.2005 00:01
Vill eitt gagnaflutningsnet Flokksráð Vinstri - grænna hvetur til þess að grunnnet Landsímans, Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar verði sameinuð í eitt gagnaflutningsnet í eigu ríkis og sveitarfélaga. Fundurinn telur mikilvægt að slíkt fjarskiptanet þjóni öllum landsmönnum og verði aðgengilegt öllum aðilum í fjarskiptaþjónustu en einkavæðing Landsímans með grunnnetinu muni leiða af sér mismunun og offjárfestingu sem almenningur þurfi á endanum að borga. 20.2.2005 00:01
Atlantsolía opnar í Reykjavík Borgarstjóri opnar fyrstu bensínstöð Atlantsolíu í Reykjavík klukkan hálfþrjú í dag. Bensínstöðin er staðsett á Sprengisandi við enda Bústaðavegar á mótum Reykjanesbrautar. Bensínstöðin er sjálfsafgreiðslustöð fyrir bensín- og díselbíla. Fyrstu mánuðina mun starfsmaður leiðbeina nýjum viðskiptavinum við sjálfsafgreiðslu og notkun kortasjálfsala. 20.2.2005 00:01
Vill ekki lækna útlendinga Heimilislæknir nokkur í Harstad í Noregi hefur gefið heilbrigðisyfirvöldum í fylkinu ákveðin skilaboð um að hann vilji ekki hafa neitt með útlendinga að gera á læknastofu sinni. Þeir verði að leita annað með veikindi sín. Einnig þverneitar hann að meðhöndla konur með ófrjósemisvandamál og segist gjarnan vilja vera laus við kröfuharða sjúklinga. 20.2.2005 00:01
43 látnir í ferjuslysi Að minnsta kosti 43 létust þegar ferja sökk á fljótinu Buriganga í suðurhluta Bangladess. Ferjan var á leiðinni frá borginni Dhaka þegar hún lenti óveðri með fyrrgreindum afleiðingum. Talið er að um 200 manns hafi verið um borð og er um 150 enn saknað, en óttast er að fjölmargir hafi ekki komist frá borði áður en skipið sökk. 20.2.2005 00:01
Lokadagur Vetrarhátíðar í dag Lokadagur Vetrarhátíðar er í dag og margt í boði fyrir alla fjölskylduna. Nefna má Heimsdag barna í Hlíðaskóla, en þar verður hægt að taka þátt í listsmiðjum, leika á óvenjuleg hljóðfæri, prófa ævintýraspuna og dansa bæði hipphopp og taílenska dansa. 20.2.2005 00:01
Búist við dræmri kosningaþátttöku Spánverjar hófu í morgun að greiða atkvæði um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins. Búist er við dræmri kosningaþátttöku en að stjórnarskráin verði samþykkt. 20.2.2005 00:01
Fundað um landnemabyggðir Ísraelska ríkisstjórnin situr nú á fundi til að ákveða hvort styðja eigi áætlanir Ariels Sharons forsætisráðherra um að loka landnemabyggðum gyðinga á Gaza-svæðinu, en það er eitt af mestu deilumálum Palestínumanna og Ísraela. 20.2.2005 00:01
Bílbeltaundanþága barn síns tíma Undanþága leigubílstjóra frá bílbeltaskyldu er barn síns tíma, segir talsmaður Umferðarstofu. Hjón, sem tóku leigubíl með níu ára syni sínum í gærkvöld, kröfðust þess að bílstjórinn setti á sig öryggisbelti enda fór bílstjórinn fram á það, eðlilega, að farþegar hans sætu spenntir. 20.2.2005 00:01
Horfið frá landnemabyggðum Ríkisstjórn Ísraels samþykkti á fundi sínum í dag áætlun um að Ísraelar hverfi frá landnemabyggðum á Gaza-svæðinu. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur barist fyrir stuðningi við þessa áætlun, en hún er ákaflega mikilvæg varðandi friðarhorfur fyrir botni Miðjarðarhafs, þar sem landnemabyggðirnar hafa verið þyrnir í augum Palestínumanna. 20.2.2005 00:01
Átök sjíta og súnníta á Indlandi Til átaka kom á milli sjíta og súnníta í héraðinu Uttar Pradesh í norðurhluta Indlands í dag með þeim afleiðingum að þrír létust og 13 særðust. Deilurnar milli trúarhópanna snerust um það hvaða leið ganga á vegum sjítanna ætti að fara, en þeir halda um Ashura-trúarhátíðina hátíðlega um þessar mundir eins og sjítar í öðrum löndum. 20.2.2005 00:01
Fleiri finnast látnir í Bangladess Nú hafa 74 fundist látnir og rúmlega 120 er enn saknað eftir að áætlunarferja með um 200 manns sökk á fljótinu Buriganga í suðurhluta Bangladess í dag. Ferjan var á leiðinni frá borginni Dhaka þegar hún lenti óveðri með þeim með afleiðingum að henni hvolfdi og í kjölfarið sökk hún. 20.2.2005 00:01
Fíll í dýragarði drepur mann Starfsmaður í dýragarðinum í Vínarborg í Austurríki lést í dag eftir að fíll í garðinum stakk hann á hol. Starfsmaðurinn var að sprauta vatni á fílinn þegar hann trylltist og rak aðra skögultönnina í gegnum maga mannsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dýr í garðinum verður manni að bana því fyrir þremur árum réðst jagúar á starfsmann og drap hann frammi fyrir gestum í garðinum. 20.2.2005 00:01
Sagðir ræða um frið Bandarískir erindrekar og yfirmenn í leyniþjónustu Bandaríkjanna eiga í leynilegum viðræðum við uppreisnarmenn súnníta í Írak til þess að reyna að binda enda á árásir þeirra í landinu. Frá þessu greinir tímaritið Time í dag og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum í Washington og Írak. 20.2.2005 00:01
Manntjón í snjóflóðum á Indlandi Mikið fannfergi í Kasmír-héraði á Indlandi hefur kostað 21 mann lífið og 28 er saknað, en þar hafa snjóflóð fallið á afskekkt þorp. Ekki hefur snjóað jafnmikið í héraðinu í nær tvo áratugi og hafa margir bæir í Himalajadalnum verið einangraðir í þrjá daga þar sem vegir eru lokaðir og víða er rafmagns- og símasambandslaust. 20.2.2005 00:01
Grunuðum ræningjum sleppt Karlmönnunnum tveimur sem lögregla handtók á miðnætti, grunaða um vopnað lyfjarán í Árbæjarapóteki í gær, hefur verið sleppt. Mennirnir, sem báðir hafa komið við sögu lögreglu áður, voru handteknir í heimahúsi og voru yfirheyrðir í dag en sleppt að þeim loknum og er málið er enn í rannsókn. 20.2.2005 00:01
Ísraelar hyggjast lengja múrinn Ísraelska ríkisstjórnin samþykkti að lengja enn frekar aðskilnaðarmúr sinn á Vestubakkanum til þess að innlima Gush Etzion landnemabyggðirnar inn í Ísraelsríki. Þetta gerði hún um leið og ákveðið var að flytja gyðinga frá öllum landnemabyggðum á Gaza-svæðinu og litlum hluta byggða á Vesturbakkanum. 20.2.2005 00:01
Dræm þátttaka í þjóðaratkvæði Þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslu á Spáni um stjórnarskrá Evrópusambandsins virðist ætla að verða mjög dræm en samkvæmt Reuter-fréttastofunni hafði tæpur þriðjungur kosningabærra manna, 32,5 prósent, nýtt sér atkvæðisrétt sinn nú klukkan fimm. 20.2.2005 00:01
12 ára í níu ára fangelsi Tólf ára drengur í Ohio, Bryan Christopher Sturm, var á laugardag dæmdur í níu ára fangelsi fyrir að hafa myrt bæði frænku sína og ömmu. </font /> 20.2.2005 00:01
Vilja yfirráð í Asíu Japanar eru eingöngu í samkrulli við Bandaríkjamenn með það að markmiði að ráða ríkjum í Asíu um alla framtíð að mati ríkisdagblaðs Norður-Kóreu sem vísar alfarið á bug að þörf sé á viðræðum um vopnaeign landsins. 20.2.2005 00:01
Á reki í gúmbát í sjö vikur Ástralska strandgæslan skýrði frá því um helgina að tekist hefði að bjarga þremur mönnum sem höfðu verið á reki í opnum gúmmíbát í alls sjö vikur. 20.2.2005 00:01
Gyðingar yfirgefa Gaza í júlí Ríkisstjórn Ísraels samþykkti á fundi í gær áætlun Ariels Sharon um brottflutning hermanna og gyðinga frá Gazasvæðinu og Vesturbakkanum. Brottflutningur mun hefjast í júlí næstkomandi 20.2.2005 00:01
Óttast árásir á hjálparstarfsmenn Allir þeir erlendu hjálparstarfsmenn sem að störfum eru í Indónesíu til aðstoðar þeim er urðu hvað verst úti eftir flóðbylgjuna í Indlandshafi eru í alvarlegri hættu því líklegt er að íslamskir ofsatrúarmenn séu að skipuleggja hryðjuverkaárás á þá fljótlega. 20.2.2005 00:01
Sprenging í kannabisinnflutningi Mikil sprenging hefur orðið í innflutningi á kannabisefnum á Bretlandseyjum. Að sögn breskra dagblaða er ástæðan sú að lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum settu kókaín og heróín sem algjör forgangsmál í byrjun síðasta árs. 20.2.2005 00:01
Ábyrgð hjá fleirum á markaðnum Fasteignaheildsalar, auðvelt aðgengi að lánum fyrir almenning og lóðaskortur eru helstu ástæður stórhækkunar á fasteignaverði á suðvesturhorninu. </font /></b /> 20.2.2005 00:01
Tveir yfirheyrðir um rán og sleppt Tveggja sem rændu Árbæjarapótek klæddir samfestingum og með grímu er enn leitað. Tveir menn um tvítugt sem handteknir voru í íbúð í austurhluta Reykjavíkurborgar um miðnætti aðfaranótt sunnudags var sleppt um miðjan dag í gær. 20.2.2005 00:01
Lögreglufréttir Innbrot í Sandgerði Þremur myndavélum, vídeóupptökuvél, sérríflösku og peningaveski var stolið úr húsi við Klapparstíg í Sandgerði að morgni sunnudags. 20.2.2005 00:01
Slasast eftir ofsahraðakstur Karlmaður um þrítugt var fluttur á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahúss eftir bílveltu innanbæjar í Þorlákshöfn. Hann er ekki í lífshættu að sögn vakthafandi lækni. 20.2.2005 00:01
Átta með fíkniefni á Akureyri Átta menn innan við tvítugt voru teknir með fíkniefni í fórum sínum á Akureyri á laugardag. 20.2.2005 00:01
Læknar sviptir án kæru 243 kærur og kvartanir bárust til Landlæknisembættisins á síðasta ári. Þá voru tveir læknar sviptir lækningaleyfi, en ekki vegna einstakra mistaka. </font /></b /> 20.2.2005 00:01
Páfi ávarpaði lýðinn í dag Jóhannes Páll páfi annar virtist við ágæta heilsu þegar hann ávarpaði trúaða í dag í annað sinn eftir að hann útskrifaðist af sjúkrahúsi fyrir tíu dögum. Páfinn, sem er orðinn 84 ára, hélt stutta ræðu en talaði skýrri röddu. Hann þjáist af Parkinsonsveiki og er slæmur í mjöðm og hnjám. Hann var lagður inn á sjúkrahús vegna öndunarerfiðleika fyrir nokkrum vikum. 20.2.2005 00:01
Ernu farnast vel Frelsun Ernu tókst framar björtustu vonum. Össunni var sleppt við Álftavatn í gær og svo var fylgst með henni gegnum útvarpssendi. Hún var tiltölulega fljót að átta sig í náttúrunni og flaug svo styrkum vængjatökum út í Arnarhólma sem er gamalt arnarvígi. 20.2.2005 00:01
Yfirlýsingar skaða Landsvirkjun Yfirlýsingar iðnaðarráðherra um einkavæðingu Landsvirkjunar skaða fyrirtækið og grafa undan lánstrausti þess að mati Álfheiðar Ingadóttur, stjórnarmanns í Landsvirkjun. Borgin geti ekki verið áfram í ábyrgð fyrir sextíu milljörðum króna verði fyrirtækið einkavætt. Það rýri verðmæti fyrirtækisins að missa þessar ábyrgðir. 20.2.2005 00:01
Vonar að börn sjá ekki myndbandið Móðir ungs manns sem lést eftir líkamsárás í Hafnarstræti segist ekki skilja hvers vegna fólk dreifi myndum af árásinni á Netinu. Hún vonar að börn sjái ekki þessar myndir. 20.2.2005 00:01
Líkur á samþykkt stjórnarskrár Spánverjar greiddu í dag atkvæði um nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins. Kosningaþátttaka var dræm en kannanir benda til að stjórnarskráin verði samþykkt. 20.2.2005 00:01
Herteknum svæðum skilað Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fyrirskipaði í dag að landnemabyggðum gyðinga á Gaza-svæðinu og á fjórum stöðum á Vesturbakkanum yrði lokað. Það yrði í fyrsta sinn í sögu Ísraels sem hertekin svæði Palestínumanna yrðu yfirgefin. 20.2.2005 00:01
Stjórnarskrá samþykkt á Spáni Yfirgnæfandi meirihluti Spánverja samþykkti stjórnarskrá Evrópusambandsins í kosningum sem fram fóru í landinu í gær samkvæmt útgönguspám. 20.2.2005 00:01
Haraldur hárfagri til Noregs Haraldur hárfagri og Gyða kona hans eru í Garðabæ en fara fljótlega til Noregs í góðra vina hópi. Ný útflutningsgrein er að verða til. 20.2.2005 00:01
Eldur í skipinu Valur Eldur kom upp við stakkageymslu á millidekki í skipinu Vali GK-185 í Sandgerðishöfn upp úr klukkan átta í gærkvöldi. 20.2.2005 00:01
Nýtt þorp á Reykjanesi Þorp hefur risið á Reykjanesi í tengslum við nýja virkjun Hitaveitu Suðurnesja. Þar búa um 40 manns að staðaldri en verða um 300 í sumar þegar framkvæmdir standa sem hæst. 20.2.2005 00:01
Heimurinn gleymi ekki fórnarlömbum Það er mikilvægt að heimurinn gleymi ekki fórnarlömbum hamfaranna í Suðaustur-Asíu og aðstoði þau áfram við að koma lífi sínu á réttan kjöl, segja tveir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna sem eru í heimsókn á flóðasvæðunum. 20.2.2005 00:01
Krefjast milljónatuga bóta Eigendur tveggja jarða í Reyðarfirði krefjast hárra bóta fyrir það land sem fer undir Fljótsdalslínur 3 og 4. Iðnaðarráðuneytið hefur heimilað eignarnám þriggja jarða. Sextán landeigendur höfðu áður samþykkt boðnar bótafjárhæðir. 20.2.2005 00:01
Einn fórst í bílsprengjutilræði Einn meðlimur íröksku öryggissveitanna fórst í morgun þegar bílsprengja sprakk í Bakúba-borg í norðurhluta Íraks. Tveir særðust. Árásir sem þessar eru orðnar nær daglegt brauð í Írak. Öfgahópar súnnímúslima í Írak réðu að minnsta kosti 27 sjítamúslima af dögum í gær og árásir súnníta fara vaxandi dag frá degi. 19.2.2005 00:01
Clinton og Bush eldri safna fé Tveir fyrrverandi forsetar Bandaríkjanna heimsóttu hamfarasvæðin í Suðaustur-Asíu í dag. Bill Clinton og George Bush eldri táruðust næstum þegar þeir ræddu við fréttamenn um taílensk börn sem misstu foreldra sína í flóðunum. Bush yngri valdi þá til að stýra fjáröflun til hjálpar fórnarlömbum hamfaranna. 19.2.2005 00:01