Innlent

Lokadagur Vetrarhátíðar í dag

Lokadagur Vetrarhátíðar er í dag og margt í boði fyrir alla fjölskylduna. Nefna má Heimsdag barna í Hlíðaskóla, en þar verður hægt að taka þátt í listsmiðjum, leika á óvenjuleg hljóðfæri, prófa ævintýraspuna og dansa bæði hipphopp og taílenska dansa. Einnig verður dagskrá á sviði allan daginn en þar koma fram kórar, dansarar, ljóðskáld, tónlistarfólk, allt fulltrúar æskunnar. Síðdegis verða veitt verðlaun í ljóðasamkeppni hátíðarinnar, Rithöfundasambandsins og Eddu - útgáfu. Af öðrum viðburðum Vetrarhátíðar má nefna opið hús á ýmsum stöðum í bænum eins og Söngskólanum í Reykjavík þar sem hægt verður að stjórna kórum, hlusta á söng og syngja með. Lokaatriði hátíðarinnar er svo Síðasta andvarpið í Perlunni þar sem ýmsir landsþekktir tónlistarmenn skapa nýstárlegan tónlistarheim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×