Innlent

Kaupa heilu blokkirnar

Ný stétt fasteignaheildsala hefur myndast upp á síðkastið. Fjárfestar hafa komið auga aukin tækifæri á húsnæðismarkaði og séð sér hag í því að kaupa húsnæði og selja á tímapunkti þar sem þeir telja sig fá mest fyrir snúð sinn. Byggingameistarinn slær þá af verðinu, fær hagkvæma fjármögnun og losnar við allt amstrið sem fylgir sölunni. Fjárfestirinn fær gróðann í eigin vasa. Agnar Agnarsson fasteignasali hefur sérhæft sig í viðskiptum við fasteignaheildsala. Hann segir að í mörgum tilfellum kaupa fjárfestarnir heilu blokkirnar af byggingameisturum. Allir sjái sér hag í þessu. "Fjárfestar semja við byggingameistara um að byggja heilu blokkirnar og kaupa af þeim aftur. Þeir fá íbúðirnar afhentar tilbúnar án gólfefna. Byggingameistarinn slær af verðinu því að það er hagræði fyrir hann að losna við alla söluvinnuna. Hann fær hagkvæmari fjármögnun og er laus við allt amstrið. Það er ekkert verið að grauta í breytingum sem oft tefja verkið og gerir íbúðirnar dýrari," segir Agnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×