Annir vestra tefja varnarviðræður 15. febrúar 2005 00:01 Annir hjá forseta Bandaríkjanna og nýjum utanríkisráðherra hafa tafið varnarviðræðurnar við Ísland, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Óvíst er hvenær þær geta hafist að nýju. Davíð þakkar stjórnarandstöðunni að hafa hlíft sér svo að honum hafi tekist að ná 80 prósenta styrk eftir veikindi sín. Hann hvetur hana núna til að vaða í sig. Viðræður um framhald varnarsamstarfsins hafa verið í biðstöðu undanfarið en búist hafði verið við að þær yrðu teknar upp að nýju í janúar. Davíð segir að staðan hafi breyst þegar skipt hafi verið um utanríkisráðherra í Bandaríkjunum. Þá hafi skort á fyrirmæli til nefndarmanna frá Hvíta húsinu vegna þess að þar hafi menn verið að undirbúa innsetningarræðu George Bush og ræðu hans um stöðu mála. Þeir hafi því verið mjög uppteknir. Því sé ekki við íslensk stjórnvöld að sakast og tafirnar hafi ekki orðið vegna þess að hann hafi verið í burtu því hann hafi sagt að viðræðurnar hefðu getað farið fram við embættismenn hér á landi þótt hann væri í fríi. Spurður hvenær hann eigi von á því að viðræður verði teknar upp að nýju segir Davíð að ekki verði langt að bíða þess. Öruggast sé þó að nefna ekki tímasetningu til þess að hann verði ekki tekin upp á því prófi aftur. Davíð segir aðspurður að ekki hafi farið fram neinar formlegar viðræður á milli utanríkisráðuneyta landanna heldur aðeins rætt um hvenær hægt sé að hefja vinnuna. Það hafi verið rætt við bæði utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og Hvíta húsið. Óvissa ríkir einnig um framhald á framboði Íslendinga til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, en upplýsingar um mikinn kostnað við framboðið hafa vakið upp spurningar um hvort það sé þess virði. Davíð segir ákvörðunina um að leita eftir sæti í Öryggisráðinu hafa byggst á því að menn hafi viljað vera þjóð meðal þjóða og þegar kæmi að Íslendingum meðal Norðurlandaþjóðanna hlypu þeir ekki í burtu vegna þess að þeir væru of fámennir og veikburða. Hugmyndin hafi fyrst vaknað í tíð Geirs Hallgrímssonar í utanríkisráðuneytinu 1983-1986 og því hafi hún verið lengi í burðarliðnum. Rétt sé að framboðið kosti heilmikið og svokölluð kosningabarátta geti kostað á milli 200 og 500 milljónir króna. Þá kosti 200 milljónir hið minnsta halda uppi sæti þannig að Íslendingar ynnu og kæmust að. Davíð minnir á að Svíar hafi ekki komist að þegar þeir hafi reynt síðast ekki alls fyrir löngu. Þetta orki því allt tvímælis. Stjórnvöld séu að þreifa fyrir sér og ef þau telji að möguleikar Íslendinga séu ekki nægilega góðir þurfi þau að hugsa sinn gang. Endanleg ákvörðun um framboð hefur ekki verið tekin. Davíð Oddsson veiktist sem kunnugt er alvarlega í sumar þegar nokkur mein herjuðu á hann. Hann hefur verið í endurhæfingu og er nýkominn heim úr mánaðarleyfi í Bandaríkjunum og segist allur að hressast. Hann sé kominn með 80-90 prósenta styrk og hann verði að þakka stjórnarandstöðunni fyrir að vera góð við hann og fyrir að hafa ekki ráðist á hann. Nú telji hann að hún eigi að fara að gera það og hann bjóði henni upp í dans. Það má sem sagt búast við fjörugum dansi í þingsal strax á morgun þegar Davíð svarar fyrirspurnum frá þingmönnum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Annir hjá forseta Bandaríkjanna og nýjum utanríkisráðherra hafa tafið varnarviðræðurnar við Ísland, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Óvíst er hvenær þær geta hafist að nýju. Davíð þakkar stjórnarandstöðunni að hafa hlíft sér svo að honum hafi tekist að ná 80 prósenta styrk eftir veikindi sín. Hann hvetur hana núna til að vaða í sig. Viðræður um framhald varnarsamstarfsins hafa verið í biðstöðu undanfarið en búist hafði verið við að þær yrðu teknar upp að nýju í janúar. Davíð segir að staðan hafi breyst þegar skipt hafi verið um utanríkisráðherra í Bandaríkjunum. Þá hafi skort á fyrirmæli til nefndarmanna frá Hvíta húsinu vegna þess að þar hafi menn verið að undirbúa innsetningarræðu George Bush og ræðu hans um stöðu mála. Þeir hafi því verið mjög uppteknir. Því sé ekki við íslensk stjórnvöld að sakast og tafirnar hafi ekki orðið vegna þess að hann hafi verið í burtu því hann hafi sagt að viðræðurnar hefðu getað farið fram við embættismenn hér á landi þótt hann væri í fríi. Spurður hvenær hann eigi von á því að viðræður verði teknar upp að nýju segir Davíð að ekki verði langt að bíða þess. Öruggast sé þó að nefna ekki tímasetningu til þess að hann verði ekki tekin upp á því prófi aftur. Davíð segir aðspurður að ekki hafi farið fram neinar formlegar viðræður á milli utanríkisráðuneyta landanna heldur aðeins rætt um hvenær hægt sé að hefja vinnuna. Það hafi verið rætt við bæði utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og Hvíta húsið. Óvissa ríkir einnig um framhald á framboði Íslendinga til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, en upplýsingar um mikinn kostnað við framboðið hafa vakið upp spurningar um hvort það sé þess virði. Davíð segir ákvörðunina um að leita eftir sæti í Öryggisráðinu hafa byggst á því að menn hafi viljað vera þjóð meðal þjóða og þegar kæmi að Íslendingum meðal Norðurlandaþjóðanna hlypu þeir ekki í burtu vegna þess að þeir væru of fámennir og veikburða. Hugmyndin hafi fyrst vaknað í tíð Geirs Hallgrímssonar í utanríkisráðuneytinu 1983-1986 og því hafi hún verið lengi í burðarliðnum. Rétt sé að framboðið kosti heilmikið og svokölluð kosningabarátta geti kostað á milli 200 og 500 milljónir króna. Þá kosti 200 milljónir hið minnsta halda uppi sæti þannig að Íslendingar ynnu og kæmust að. Davíð minnir á að Svíar hafi ekki komist að þegar þeir hafi reynt síðast ekki alls fyrir löngu. Þetta orki því allt tvímælis. Stjórnvöld séu að þreifa fyrir sér og ef þau telji að möguleikar Íslendinga séu ekki nægilega góðir þurfi þau að hugsa sinn gang. Endanleg ákvörðun um framboð hefur ekki verið tekin. Davíð Oddsson veiktist sem kunnugt er alvarlega í sumar þegar nokkur mein herjuðu á hann. Hann hefur verið í endurhæfingu og er nýkominn heim úr mánaðarleyfi í Bandaríkjunum og segist allur að hressast. Hann sé kominn með 80-90 prósenta styrk og hann verði að þakka stjórnarandstöðunni fyrir að vera góð við hann og fyrir að hafa ekki ráðist á hann. Nú telji hann að hún eigi að fara að gera það og hann bjóði henni upp í dans. Það má sem sagt búast við fjörugum dansi í þingsal strax á morgun þegar Davíð svarar fyrirspurnum frá þingmönnum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira