Innlent

Búa í hjólhýsum eða á loftum

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að upplýst hafi verið að fyrirtæki "geymi" erlenda verkamenn, sem komið hafa ólöglega til starfa á Íslandi, í hjólhýsum, ósamþykktu húsnæði í verksmiðjuhverfum, uppi á loftum yfir verkstæðum þar sem þeir hafa verið starfandi eða jafnvel á byggingarstað. "Þeim hefur verið boðið upp á ókræsilegt húsnæði á Kjalarnesi og við höfum sögur af því að þeim hafi verið boðið upp á þau býtti að sofa og dveljast á byggingavinnustöðum þar sem þeir eru starfandi á daginn. Þá er þetta eins og lýsingarnar af saumastofunum í Taílandi í gamla daga þar sem vélunum var ýtt út í horn og konurnar lögðust síðan á dýnur," segir hann. ASÍ hefur upplýsingar um að fyrirtækið Perlan, sem rekið er af sama aðila og áður rak Eystrasaltsviðskipti, flytji inn ólöglegt vinnuafl og bjóði upp á lélegt og jafnvel ólöglegt húsnæði. Forsvarsmaður fyrirtækisins hefur áður hlotið sektardóm fyrir að nýta ólöglegt erlent vinnuafl.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×