Innlent

Loðnuflotinn sunnan við land

Loðnuflotinn er nú úti af Ingólfshöfða og Meðallandssandi þar sem loðnan stefnir nú vestur með suðurströndinni. Hún hefur verið nokkuð dreifð síðustu dagana og veiðin verið heldur treg en hún jókst á ný í gær og fékk Víkingur AK til dæmis þúsund tonn í einu kasti í gær. Mikið kapp er nú í loðnusjómönnum því mikið er eftir af kvótanum og vertíðin stendur vart lengur en fram að páskum þegar loðnan hrygnir og drepst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×