Innlent

Þjóðleikhúsið hriplekt

"Það er misjafnt hvar lekur mest, þetta fer allt eftir veðri og vindum," segir Ásdís Þórhallsdóttir, umsjónarmaður Smíðaverkstæðis Þjóðleikhússins, en leikmynd á Smíðaverkstæðinu er á floti eftir talsverða úrkomu undanfarna daga. Ásdís segir vandamálið ekki nýtt af nálinni og að starfsfólk sé orðið langþreytt á þessum vinnuaðstæðum. "Við reynum að setja upp fötur en það er annars voðalega lítið hægt að gera nema bíða eftir að stytti upp. Húsið er bara hriplekt og það er sífellt að leka inn á nýjum stöðum." Þá segir Ásdís að það séu fleiri en starfsmenn Þjóðleikhússins sem verði varir við vandann. "Í verstu tilfellum höfum við þurft að senda manneskju út að sópa vatnselgnum frá sem safnast við húsið því það var byrjað að leka á áhorfendur." Ásdís segir að við slíkar aðstæður sé yfirleitt reynt að kítta í götin en það sé allur gangur á hversu lengi það haldi vatninu frá. Tinna Gunnlaugsdóttir hefur bent á bágt ástand hússins í fjölmiðlum og vill að stjórnvöld veiti fé til viðgerða á því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×