Innlent

Velti bíl út í tjörn á Akureyri

Ungur ökumaður, sem var einn í bíl sínum, komst í hann krappann norður á Akureyri í gærkvöldi þegar hann missti stjórn á bílnum á Drottningarbrautinni með þeim afleiðingum að bíllinn valt út í tjörnina ofan við veginn. Þar sökk bíllinn þar til aðeins sá í dekkin en ökumanni tókst að komast út úr honum og svamla í land. Hann var lítið meiddur en illa brugðið og bíllinn er líklega ónýtur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×