Fleiri fréttir

Páfi situr líklega áfram

Heimildarmenn innan Vatíkansins segja engin teikn á lofti um að Jóhannes Páll páfi ætli að stíga af stólinum alveg á næstunni. Páfi sneri í gærkvöldi aftur til Vatíkansins eftir tíu daga dvöl á sjúkrahúsi.

Sekur kynferðisbrotamaður sýknaður

Hæstiréttur klofnaði í gær í afstöðu sinni til þess hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar í héraðsdómi. Niðurstaðan er sú að karlmaður, sem þó er talinn sekur um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, er sýknaður.

Talstöðin talmeinastöð?

Hin nýja útvarpsstöð, Talstöðin, sem tók til starfa í morgun er hvergi skráð með síma. Fyrirtæki með sama nafn er til húsa í Kópavogi. Þar starfa nokkrir talmeinafræðingar.

Sjálfsmorðsárás fyrir utan mosku

Yfir tuttugu manns liggja í valnum eftir árásir öfgamanna í Írak í morgun. Sjálfsmorðssprengja sprakk fyrir utan mosku á háannatíma en föstudagar eru bænadagar múslíma. Þá gerðu byssumenn árás inn í bakarí. Báðar þessar árásir voru í Bagdad.

Þjóðahátíð í Perlunni

Þjóðahátíð Alþjóðahússins verður haldin í Perlunni þann 19. febrúar næstkomandi en markmiðið er að kynna fjölmenningarlegt samfélag á Íslandi og auka skilning milli fólks af ólíkum uppruna.

Dómur fyrir brot gegn stjúpdóttur

Rúmlega fertugur karlmaður var í dag dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að ítrekuð og svívirðileg kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni. Hann var einnig ákærður fyrir kynferðisofbeldi gegn stjúpsyni sínum en eindregin neitun hans stóð gegn orðum drengsins.

Landsþing hjá frjálslyndum

Frjálslyndi flokkurinn hefur boðað til landsþings 4.-5. mars á Kaffi Reykjavík. Búist er við að núverandi stjórn flokksins, Guðjón A. Kristjánsson formaður, Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður og Margrét Sverrisdóttir ritari, verði öll endurkjörin.

Lyfjarannsóknum hætt

Þrátt fyrir að milljónir offitusjúklinga víða um heim bíði með öndina í hálsinum eftir undrameðali gegn sjúkdómnum gengur afar illa að framleiða slíkt lyf og nú hafa tvö stór lyfjafyrirtæki hætt rannsóknum á lyfjum sem bjartsýni ríkti yfir.

Skyndihjálp ætti að vera skyldufag

"Ef ég hefði ekki tekið þetta skyndihjálparnámskeið hefði ég að líkindum frosið og ekki orðið að neinu gagni," segir Anton Gylfi Pálsson, sem hlaut nafnbótina Skyndihjálparmaður ársins við athöfn í Smáralind í gær.

Aldrei fleiri erlendir blaðamenn

Rúmlega 60 erlendir blaðamenn hafa tilkynnt komu sína hingað til lands vegna matarhátíðarinnar Food and fun hér á landi en hátíðin hefst þann 16. febrúar og stendur í fjóra daga.

Greiði SÍF 1,5 milljón

Vélsmiðja Orms og Víglundar í Hafnarfirði var í dag dæmd til að greiða SÍF alls rúmlega 1,5 milljón króna í bætur vegna málningarúða sem í tvígang barst frá vélsmiðjunni og lagðist yfir bifreiðar SÍF og starfsmanna fyrirtækisins.

Eimskip annast millilandaflutninga

Eimskip hefur tekið að sér að annast alla millilandaflutninga fyrir Samherja og var gengið frá samningi þess efnis í dag. Samherji er með starfsemi víða erlendis og rekur meðal annars útgerð í Þýskalandi, Bretlandi, Færeyjum og Póllandi.

Forsetinn á Talstöðinni

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var í gær gestur Sigurðar G. Tómassonar í morgunþættinum Góðan dag á Talstöðinni, nýrri útvarpsstöð í eigu 365 - ljósvakamiðla. Ólafur Ragnar sagði frá nýlegri Indlandsför sinni en hann flutti meðal annars setningarræðu á alþjóðlegri ráðstefnu um loftslagsbreytingar og sjálfbæra þróun.

Leigubílstjóri í 50 ár

Eftir rúmar tvær vikur er hálf öld liðin síðan Svanur Halldórsson bílstjóri á Hreyfli hóf leigubílaakstur. Tvítugur settist hann undir stýri og hefur svo að segja verið þar síðan. Fyrir tólf árum keypti hann sér stóran bíl sem farþegar óttuðust. Þeir héldu að startgjaldið væri hærra. </font /></b />

Hornfirsk hljómsveit í útlöndum

Sá einstæði atburður varð um helgina að Hornfirsk hljómsveit lék í útlöndum. Samkvæmt vefsíðunni horn.is er þetta í fyrsta sinn sem hljómsveit starfandi á Hornafirði er fengin til að spila erlendis.

Nýnasistar vanvirða minninguna

Yfirvöld í Þýskalandi áforma að setja enn frekari hömlur á samkomur og hægri öfgahópa í landinu en nú er. Tilefnið er að nýnasistar undirbúa nú fjöldasamkomu í næsta nágrenni við minnisvarða um helförina.

4 mánuðir fyrir stuld á DVD-diskum

Þrítugur maður var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið þremur DVD-diskasöfnum í verslun Hagkaupa. Maðurinn á að baki mikinn sakaferil því frá árinu 1992 hefur hann alls þrettán sinnum verið dæmdur til refsingar.

Starfsemi neyðarlínunnar í beinni

Starfsemi neyðarlínunnar fer alla jafna fram fyrir luktum dyrum en nú bregður svo við að allir geta fylgst með því hvað er að gerast þarna innandyra í gegnum tölvuna sína í beinni vefútsendingu (siminn.is/112). Þess verður þó vel gætt að trúnaðarupplýsingar birtist ekki í útsendingunni.

N-Kórea krafðist viðræðna

Norður-Kórea krafðist í dag tvíhliða viðræðna við Bandaríkin um kjarnorkuáætlun sína. Kóreumenn tilkynntu í gær að þeir hefðu þegar smíðað kjarnorkusprengjur sem væru tilbúnar til notkunar.

Sesar Arnar í tvær aðgerðir

Sesar Arnar Sanchez, íslenski hermaðurinn sem særðist í Írak fyrr í vikunni, mun að líkindum þurfa að gangast undir tvær aðgerðir á næstunni. Móðir hans segir líkur á að hann verði skorinn upp á auga og fæti.

Nýr vefur slær í gegn

Níu hundruð manns skoðuðu auglýsingar um lóðir á vef Hafnarfjarðar á fimmtudag. Alls skoðuðu 1.400 manns vefinn þann dag. Nýtt útlit prýðir vefinn og er hann drifinn af ecWeb-umsjónarkerfinu.

Sjötíu konur tilbúnar í stjórnir

Um sextíu konur í stjórnunar- og áhrifastöðum á Suðurnesjum bjóða sig fram í stjórnir lífeyrissjóða. Þær krefjast þess að konum verði fjölgað í stjórnum þeirra í samræmi við fjölda kvenna í viðkomandi sjóðum.

Nýfæddu barni fleygt út úr bíl

Nýfæddu barni var fleygt út úr bíl í Flórída í gærdag. Naflastrengurinn var enn á barninu og það var löðrandi í legvatni.

Háskólalistinn í oddastöðu

Háskólalistinn komst í oddastöðu í stúdentaráði Háskóla Íslands í kosningum á fimmtudag. Vaka, sem fyrir kosningarnar var með meirihluta í stúdentaráði, tapaði einum manni og fékk fjóra kjörna.

25 hús verði rifin

Reykjavíkurborg hefur heimilað að 25 hús við Laugaveg, byggð fyrir 1918, verði rifin. Þetta kemur fram í svari skipulags- og byggingarsviðs við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa Frjálslynda flokksins. Þar af hefur eitt hús, byggt árið 1892, þegar verið rifið. Húsin sem heimilt er að rífa eru á svæðinu frá Laugavegi 4 að Laugavegi 73.

Ráðherra líti sér nær

Fjármálaráðherra segir vínbirgja ekki láta lækkandi gengi skila sér í vöruverð. Heildsalar vísa gagnrýninni á bug og segja fáar vörur greiddar í dollurum. Vegna skattastefnu ráðherrans sé innkaupsverð lítill hluti af verði vínflösku.</font /></b />

Játaði fimm vopnuð rán

35 ára gamall maður hefur játað að hafa framið fimm vopnuð rán í Reykjavík á fjórum dögum. Hann var nú síðdegis úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. 

Palestínumenn hætti árásum

Forseti Palestínumanna krafðist þess í dag að herskáar hreyfingar Palestínumanna hættu strax öllum árásum á Ísraela. Forsetinn hefur rekið níu foringja úr öryggissveitum sínum.

Seint fyrnast fornar ástir

Karl Bretaprins hefur tilkynnt að hann ætli að kvænast unnustu sinni til margra ára, Camillu Parker Bowles, en hún verður þó aldrei drottning heldur mun hún fá titilinn eiginkona konungs. Almenningur virðist ánægður með ákvörðunina en stór hluti bresku þjóðarinnar er þó tregur til að fyrirgefa meðferðina á lafði Díönu. Því sigla skötuhjúin milli skers og báru með ráðahagnum.

Tvöfalt hærri fasteignaskattar

Íbúar í Reykjavík borga ríflega tvöfalt meira í fasteignaskatt nú en þeir gerðu þegar R-listinn tók við fyrir ellefu árum að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að eftir að hafa skoðað ársreikninga borgarinnar síðastliðin tólf ár hafi þessi sláandi tala komið í ljós.

Handtekinn vegna Bengtsson ránsins

Maður á fimmtugsaldri hefur verið handtekinn, grunaður um að eiga þátt í ráninu á Fabian Bengtsson. Annar maður sem handtekinn var í Austurríki grunaður um aðild að ráninu átti ekki þátt í því, að sögn austurrísku lögreglunnar, en reyndi að hafa peninga af fjölskyldu Bengtssons með því að látast vera einn mannræningjanna.

Óánægð með störf Bush

Meira en helmingur Bandaríkjamanna er ósáttur við frammistöðu George W. Bush í embætti Bandaríkjaforseta samkvæmt nýrri skoðanakönnun AP-fréttastofunnar. Mest er óánægjan hjá fólki sem komið er yfir fimmtugt.

Fresta leyfisveitingu vínbúðar

Bæjarstjórn Hveragerðis frestaði á síðasta fundi sínum að taka afstöðu til beiðni Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins um að reka vínbúð að Breiðumörk 1. Í bókun meirihluta bæjarstjórnar segir að afla verði frekari upplýsinga frá ÁTVR um rekstur vínbúðarinnar áður en hægt sé að veita leyfið og var bæjarstjóra falið að afla þeirra upplýsinga.

Rumsfeld hvetur Íraka

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna heimsótti í dag þjálfunarbúðir írakskra öryggissveita. Í ávarpi sem hann flutti við komuna sagði hann að Írakar yrðu sjálfir að taka við öryggismálum sínum eins fljótt og auðið yrði.

Nýbura kastað út úr bíl

Ungt barn liggur illa haldið á sjúkrahúsi í Norður-Lauderdale í Flórída eftir að hafa verið kastað út úr bíl. Læknar telja að barnið hafi aðeins verið klukkutíma gamalt þegar því var kastað úr bílnum og var fæðingarstrengurinn enn á sínum stað þegar barnið fannst.

Skipulagði hópsjálfsmorð

Maður á þrítugsaldri var handtekinn eftir að upp komst að hann hafði skipulagt hópsjálfsmorð sem átti að eiga sér stað heima hjá honum á Valentínusardag, 14. febrúar

92 kærðir í mútumáli

Sænskir saksóknarar hafa ákært 92 einstaklinga í hneykslismáli sem hefur umleikið áfengisverslun sænska ríkisins, Systembolaget. 77 starfsmenn Systembolaget hafa verið ákærðir fyrir að þiggja mútur og fimmtán starfsmenn þriggja birgja hafa verið ákærðir fyrir að greiða eða bjóða mútur.</font />

Bretar vilja að Karl giftist

Nær tveir af hverjum þremur Bretum eru sáttir við ákvörðun Karls prins um að kvænast Camillu Parker Bowles en vel innan við helmingur vill að hann verði næsti konungur Bretlands.

Skjálftavefsjá fyrir almenning

Veðurstofan hefur opnað nýjan og endurbættan vef um jarðskjálfta og eldgos. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra ræsti vefinn í dag en hann kallast „Skjálftavefsjá“. Með honum hyggst Veðurstofan auka enn möguleika almennings til að fylgjast með umbrotum í jarðskorpunni undir Íslandi og hafdjúpunum í kringum landið.

Afríku skortir ungt áræði

Vandamál afrískra ungmenna eru að þau hafa ekki atvinnu, eiga engar eignir og kjósa í flestum tilfellum ekki. Þeir sem vilja breytingar eiga erfitt uppdráttar og ekki heiglum hent að setja sig upp á móti stjórnvöldum. </font /></b />

Ráðherra varar fólk við

Helmingur af verðbólgu síðustu tólf mánaða er vegna hækkana á fasteignaverði. Fjármálaráðherra segir þessar hækkanir komnar til vegna breyttra aðstæðna á lánamarkaði og biður fólk að fara varlega í skuldsetningu þar sem óljóst er hvert stefnir.

Í framboð úr fangelsi

Borgarstjórinn í Mexíkóborg hótaði því að fara í forsetaframboð úr fangelsisklefa ef hann yrði dreginn fyrir dómstól og dæmdur í fangelsi.

Stærsti vandi íslensks réttarfars

Það fer eftir því hvernig Hæstiréttur er mannaður hvort dómurinn geti endurmetið sönnunargildi munnlegs framburðar úr héraðsdómi. Eiríkur Tómasson lagaprófessor segir að um sé að ræða stærsta vanda sem við er að etja í íslensku réttarfari.

12 ára gamalt námskeið lífsbjörg

Tólf ára gamalt skyndihjálparnámskeið varð manni í hjartastoppi til lífs. Maðurinn, sem sýndi rétt viðbrögð á neyðarstundu með hetjulegri framgöngu, var valinn skyndihjálparmaður ársins í dag. 

Deilt um úlfaveiðar í Noregi

Harðar deilur eru um það í Noregi hvort eigi að leyfa að skjóta úlfa. Borgarbúar vilja banna það en fólk til sveita segir að borgarbúarnir hafi ekkert vit á málinu.

Sjá næstu 50 fréttir