Innlent

Skjálftavefsjá fyrir almenning

Veðurstofan hefur opnað nýjan og endurbættan vef um jarðskjálfta og eldgos. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra ræsti vefinn í dag en hann kallast „Skjálftavefsjá“. Með honum hyggst Veðurstofan auka enn möguleika almennings til að fylgjast með umbrotum í jarðskorpunni undir Íslandi og hafdjúpunum í kringum landið. Vefurinn er liður í því langtímaverkefni að vísindamenn geti spáð fyrir um jarðskjálfta, eldgos og aðrar hamfarir og komið viðvörunum í tæka tíð til almennings.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×