Erlent

Lyfjarannsóknum hætt

Þrátt fyrir að milljónir offitusjúklinga víða um heim bíði með öndina í hálsinum eftir undrameðali gegn sjúkdómnum gengur afar illa að framleiða slíkt lyf og nú hafa tvö stór lyfjafyrirtæki hætt rannsóknum á lyfjum sem bjartsýni ríkti yfir. Um er að ræða breska fyrirtækið GlaxoSmithKline sem hætt hefur þróun á svokölluðu 771 lyfi eftir áralanga þróun þar sem rannsóknir sýndu að enginn þátttakenda léttist sem neinu nam. Virðist vera afar erfitt að finna lyf sem léttir fólk með öruggum hætti, en þau lyf sem þegar fást hafa aukaverkanir sem þykja ekki eftirsóknaverðar. Hafandi í huga hversu gríðarlegur markaður er fyrir slík lyf verður þess þó vart lengi að bíða að gerðar verði nýjar rannsóknir enda ljóst að það fyrirtæki sem markaðssetur fyrst lyf sem virkar verður á sérlega grænni grein og þarf engu að kvíða fjárhagslega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×