Innlent

Nýr vefur slær í gegn

Níu hundruð manns skoðuðu auglýsingar um lóðir á vef Hafnarfjarðar á fimmtudag. Alls skoðuðu 1.400 manns vefinn þann dag. Nýtt útlit prýðir vefinn og er hann drifinn af ecWeb-umsjónarkerfinu. Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Hafnarfjarðar, segir Hafnarfjörð fyrsta sveitarfélagið sem noti kerfið. Hugmyndin sé að auka þjónustu við íbúa. "Við stefnum á að í vor geti foreldrar til dæmis skoðað skuldastöðu sína gagnvart bænum vegna barna á leikskólum rétt eins og í heimabanka." Heimsóknir á eldri vefinn voru þrjú til sex hundruð á dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×