Innlent

Sjötíu konur tilbúnar í stjórnir

Um sextíu konur í stjórnunar- og áhrifastöðum á Suðurnesjum bjóða sig fram í stjórnir lífeyrissjóða. Þær krefjast þess að konum verði fjölgað í stjórnum þeirra í samræmi við fjölda kvenna í viðkomandi sjóðum. Sex lögmenn í Reykjavík hafa einnig boðist til að taka að sér stjórnarsetu á næstu aðalfundum fyrirtækja. Það gera þær í kjölfar niðutrstöðu fjögurra félaga fagstétta kvenna sem sýndu að einungis tæp sex prósent kvenna eru í stjórnum skráðra hlutafélaga og nítján prósent í stjórnum lífeyrissjóða. Guðrún Birgisdóttir, ein lögmannanna og ritstjóri Lögmannablaðsins, segir þær ekki hafa gert sér grein fyrir hve slæmt ástandið væri. "Þetta snýst ekki um að konur eigi að hafa forgang fram yfir karla. Við erum algerlega á móti jákvæðri mismunun en ástandið er óþolandi og til skammar," segir Guðrún. Í yfirlýsingu kvennanna segir að þær skorist ekki undan þeirri ábyrgð sem fylgi stjórnarsetu verði til þeirra leitað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×