Erlent

Páfi situr líklega áfram

Jóhannes Páll páfi II sneri í gærkvöldi aftur til Vatíkansins eftir tíu daga dvöl á sjúkrahúsi. Talsmaður Páfagarðs segir að páfi hafi náð sér að fullu og fastlega sé reiknað með því að hann geti haldið vikulegt ávarp sitt á sunnudaginn. Nú fer í hönd páskafasta hjá kaþólikkum og er búist við að páfinn noti næstu sex vikurnar til þess að hvíla sig og komi einungis fram opinberlega á sunnudögum. Þá geti hann einnig notað föstuna til þess að íhuga framtíð sína í starfi, þó að heimildarmenn innan Vatíkansins segi engin teikn á lofti um að hann ætli að stíga af páfastóli alveg á næstunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×