Erlent

Óánægð með störf Bush

Meira en helmingur Bandaríkjamanna er ósáttur við frammistöðu George W. Bush í embætti Bandaríkjaforseta samkvæmt nýrri skoðanakönnun AP-fréttastofunnar. Mest er óánægjan hjá fólki sem komið er yfir fimmtugt. 54 prósent aðspurðra sögðust ósátt við frammistöðu Bush en 45 sátt. Þeim fjölgar sem telja Bandaríkin á vitlausri braut, fyrir mánuði voru 51 prósent þeirrar skoðunar en nú er sú tala komin upp í 58 prósent. Eitt af því sem getur skýrt minnkandi ánægju með störf forsetans er mikil umræða að undanförnu um tillögur hans að breytingum á lífeyriskerfinu sem eru mjög umdeildar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×