Erlent

Skipulagði hópsjálfsmorð

Maður á þrítugsaldri var handtekinn eftir að upp komst að hann hafði skipulagt hópsjálfsmorð sem átti að eiga sér stað heima hjá honum á Valentínusardag, 14. febrúar Lögregla gerði húsleit heima hjá Gerald Krein í Klamath Falls í Oregon eftir að henni barst ábending um uppátæki hans. Hann mun hafa notað tölvupóst sinn til að reyna að skipuleggja fjöldasjálfsmorð. Hann reyndi að fá 32 einstaklinga í Bandaríkjunum og Kanada til að taka þátt. Þeirra á meðal var kona sem ætlaði að fremja sjálfsmorð og myrða börnin sín tvö um leið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×