Erlent

Deilt um úlfaveiðar í Noregi

Harðar deilur eru um það í Noregi hvort eigi að leyfa að skjóta úlfa. Borgarbúar vilja banna það en fólk til sveita segir að borgarbúarnir hafi ekkert vit á málinu. Náttúruverndarsamtökin World Wildelife Fund gengust fyrir skoðanakönnun um hvort eigi að leyfa að einhver fjöldi úlfa sé felldur á ári hverju. Á þessu ári var leyft að skjóta fimm úlfa. Samkvæmt könnuninni eru fimmtíu prósent frekar eða alveg á móti en þrjátíu prósent hlynnt eða mjög hlynnt. Þetta telja umhverfissamtökin mikinn sigur en fólk til sveita er ekki uppnæmt. Það segir að flestir svarenda séu borgarbúar sem hafi ekkert vit á málinu. Þeir myndu bregðast öðruvísi við ef þeir fengju úlfa inn í garðinn hjá sér. Mörg dæmi eru um það í Norður-Noregi að úlfar drepi bæði búfénað og gæludýr og í nokkur skipti hefur hurð skollið nærri hælum á börnum. Landsbyggðarmenn telja því að ekki sé um annað að ræða en að fella þá úlfa sem halda sig næst byggð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×