Erlent

Nýfæddu barni fleygt út úr bíl

Nýfæddu barni var fleygt út úr bíl í Flórída í gærdag. Naflastrengurinn var enn á barninu og það var löðrandi í legvatni. Barnið er drengur og læknar telja að hann hafi verið innan við klukkustundar gamall þegar honum var kastað út úr bílnum á mikilli umferðargötu skammt frá Fort Lauderdale í Flórída. Kona sem bjargaði drengnum segir að hún hafi séð mann og konu rífast inni í bílnum, áður en hurðin farþegamegin opnaðist og honum var fleygt út. Drengurinn lenti á grasbletti um tvo metra frá bílnum, sem ók á brott á mikilli ferð. Drengurinn var hið bráðasta fluttur á sjúkrahús þar sem hann var tekinn til rannsóknar. Ekki hafa fundist neinir alvarlegir áverkar og vona læknar að hann nái sér að fullu. Foreldranna er nú leitað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×