Erlent

Bretar vilja að Karl giftist

Nær tveir af hverjum þremur Bretum eru sáttir við ákvörðun Karls prins um að kvænast Camillu Parker Bowles en vel innan við helmingur vill að hann verði næsti konungur Bretlands. 65 prósent svarenda í skoðanakönnun The Daily Telegraph sögðust sáttir við brúðkaupið en 24 prósent voru því andvíg. Einungis 37 prósent sögðust vilja Karl sem næsta konung sinn en 41 prósent nefndi Vilhjálm, eldri son hans og Díönu prinsessu. Nítján prósent sögðust engan konung eða drottningu vilja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×