Innlent

Þjóðahátíð í Perlunni

Þjóðahátíð Alþjóðahússins verður haldin í Perlunni þann 19. febrúar næstkomandi en markmiðið er að kynna fjölmenningarlegt samfélag á Íslandi og auka skilning milli fólks af ólíkum uppruna. Þetta er í annað sinn sem þjóðahátíðin fer fram í Reykjavík en á síðasta ári lögðu hátt í tíu þúsund manns leið sína á hátíðina. Fulltrúar 22 þjóða taka þátt í hátíðarhöldunum með skemmtiatriðum og einnig verður haldin heimildamyndahátíð í kjallara Perlunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×