Innlent

25 hús verði rifin

Reykjavíkurborg hefur heimilað að 25 hús við Laugaveg, byggð fyrir 1918, verði rifin. Þetta kemur fram í svari skipulags- og byggingarsviðs við fyrirspurn Ólafs F. Magnússonar, borgarfulltrúa Frjálslynda flokksins. Þar af hefur eitt hús, byggt árið 1892, þegar verið rifið. Húsin sem heimilt er að rífa eru á svæðinu frá Laugavegi 4 að Laugavegi 73. Ólafur telur að borgaryfirvöld fari of mikinn í málinu og það hafi alltof mikla röskun á byggingarsögu og heildstæða götumynd Laugavegarins. "Því fer víðs fjarri að ég sé á móti því að eitthvað af þessum húsum verði rifin. Það er hins vegar alveg ljóst að það er alltof langt gengið og ljóst að nefndarmenn eru undir miklum þrýstingi um að rífa sem mest til að rýma fyrir nýju verslunarhúsnæði." Ólafur segir það rangt að verslanir beri sig endilega betur í nýrra húsnæði. "Það þarf ekki að ganga lengi á Laugaveginum til að sjá nýbyggingar sem eru bæði forljótar og standa auðar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×