Fleiri fréttir Ekki vilja allir heyra íslensku Njáll Eiðsson hefur lengi verið viðloðandi knattspyrnuna en hann er jafnframt grunnskólakennari og er því annt um ungviðið. Hann er þó ekki þeirrar skoðunar að íslenskri tungu sé sérstök hætta búin þótt fótboltalýsingar séu á ensku. 8.2.2005 00:01 Bætt fyrir skort á stærðahagkvæmni Sex sveitarfélög fá ekkert úthlutað úr útgjaldajöfnunarframlagi Jöfnunarsjóðs, þar sem meðaltekjur íbúa eru of háar. Kópavogur fær ekkert þar sem íbúar eru of margir. Miðað er við tekjur íbúa og stærðarhagkvæmni. 8.2.2005 00:01 Eið Smára á ensku eða íslensku? Þorri þingflokks sjálfstæðismanna hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á útvarpslögum svo útvarpa megi íþróttaviðburðum án þess að lýsing á íslensku fylgi með. Forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar er málinu hlynntur en formaður Íslenskrar málnefndar ekki. 8.2.2005 00:01 Osprey Marine kaupir Sléttbak Kanadíska útgerðarfyrirtækið Osprey Marine, sem er í eigu hjónanna Ron og Hetty Mann, hefur gert tilboð í togarann Sléttbak frá Akureyri. 8.2.2005 00:01 Tannburstun grennandi? Þeir sem eiga sér þá ósk heitasta að grennast en nenna hvorki að breyta um mataræði eða fara í líkamsrækt geta glaðst yfir nýjum rannsóknum sem gerðar voru á 14 þúsund manns í Japan. Þær benda nefnilega til þess að þeir sem bursti tennurnar eftir hverja máltíð séu grennri en annað fólk. 8.2.2005 00:01 Bærinn skiptir sér ekki af Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að bærinn fái forkaupsrétt ef aflaheimildir fylgi skipi, annars sé ekki um það að ræða. 8.2.2005 00:01 Tveggja enn saknað Fjórir skipverjar á flutningaskipinu Jökulfelli fórust þegar skipið sökk skammt frá Færeyjum í nótt. Fimm var bjargað. Tveggja er enn saknað en leit hefur verið hætt vegna veðurs. 8.2.2005 00:01 Tímasetning samgönguráðherra góð Sú ákvörðun Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra að bjóða út þann kafla Reykjanesbrautar frá Vogum að Njarðvík í einu lagi nú í vor hlýtur lof bæði hjá Suðurnesjamönnum en eins hjá forsvarsmönnum verktakafyrirtækja sem hyggjast margir bjóða í verkið. 8.2.2005 00:01 Stjórnin með rúmlega 50% Nú á sjöunda tímanum voru birtar fyrstu útgönguspár í dönsku þingkosningunum. Samkvæmt spá systurstöðvar Stöðvar 2, TV2 í Danmörku, hljóta stjórnarflokkarnir ríflega fimmtíu prósent atkvæða og jafnaðarmenn tapa töluverðu fylgi, eins og búist var við. 8.2.2005 00:01 Milljónum Máka átti að skila Milljónunum 35 sem veitt var til að ljúka barraeldi Máka á Sauðárkróki áttu að bjarga verðmætunum, segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fénu hafi átt að skila. 8.2.2005 00:01 Netöryggisdagurinn í þrátíu löndum Alþjóðlegi-netöryggisdagurinn var haldinn hátíðlegur í þrjátíu löndum í gær. Í Hlíðaskóla í Reykjavík tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra við kennsluefni fyrir grunnskólabörn um örugga og ábyrga netnotkun. 8.2.2005 00:01 Fljótust í kringum jörðina Hetja sneri heim til Bretlandseyja í dag þegar Ellen MacArthur kom til hafnar eftir 71 dags ferð umhverfis jörðina á tuttugu og þriggja metra löngum báti. Hún sló heimsmetið í siglingum af þessu tagi og var um sólarhring fljótari en sá sem síðast reyndi við metið. 8.2.2005 00:01 Tveggja enn saknað af Jökulfelli Fjórir hafa fundist látnir og tveggja manna er enn saknað eftir að fraktskipinu Jökulfelli hvolfdi skammt frá Færeyjum í fyrrakvöld. Leit var hætt klukkan hálf fjögur í gær vegna vonsku veðurs og myrkurs. Fimm skipverjanna var bjargað um borð í þyrlu sem tilheyrir danska eftirlitsskipinu Vædderen. Fimmmenningunum heilsaðist vel og gátu þeir gengið frá þyrlunni hjálparlaust. 8.2.2005 00:01 Rafmagnslaust í Garðabæ Háspennubilun hefur orðið með þeim afleiðingum að heilu hverfin í Garðabæ eru rafmagnslaus. Þessa gætir norðan lækjar í Móum og Flötum og eins er rafmagnslaust í íþróttamiðstöðinni Ásgarði. Leit að biluninni er hafin. 8.2.2005 00:01 Nýtt varðskip á næsta ári Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir björtustu vonir standa til þess að nýtt varðskip verði sjósett eftir eitt til eitt og hálft ár. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur falið Landhelgisgæslunni að kanna möguleika á nýjum skipa- og flugvélakosti miðað við þarfir Gæslunnar. 8.2.2005 00:01 Mannlaus björgunarbátur fannst Skipverjar á bátnum Benna Sæm fundu mannlausan björgunarbát út af Stafnnesi á Suðurnesjum í gærmorgunn. Ekki reyndist hafa verið á ferðum en björgunarbáturinn hafði fallið frá togaranum Sólbergi. 8.2.2005 00:01 Lýtalækningar á dýrum bannaðar Borgarfulltrúar í Hollywood hafa lagt fram tillögu þess efnis að banna lýtalækningar á heimilisdýrum. Samkvæmt tillögunni verður eigendum dýra bannað að fara með dýrin sín til dýralæknis til þess að láta laga útlit þeirra. 8.2.2005 00:01 Myrti fjórtán ára dóttur sína Móðir á fimmtugsaldri hefur verið ákærð fyrir að myrða fjórtán ára dóttur sína á heimili þeirra í New Jersey. Málið hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum því móðirin myrti dóttur sína með því að lemja hana með hamri og skóflu þegar hún var sofandi. 8.2.2005 00:01 Selma með forskot í Úkraínu Selma Björnsdóttir söngkona hefur verið valin flytjandi framlags Ríkisútvarpsins í Eurovision söngvakeppnina. 8.2.2005 00:01 Nauðgaði konu sinni Hart er deilt um hegningarlög í Arizona í Bandaríkjunum eftir nauðgunarmál sem kom upp í borginni Flagstaff. Samkvæmt núgildandi lögum er einungis hægt að fara fram á eins og hálfs árs fangelsisdóm yfir nauðgun ef sá sem nauðgar er giftur fórnarlambinu. 8.2.2005 00:01 Áhyggjur af lokun Sorpu Umhverfisráð Reykjavíkur samþykkti í gær einróma bókun þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna lokunar endurvinnslustöðvar Sorpu við Bæjarflöt í Grafarvogi. Um síðustu áramót var endurvinnslustöðinni lokað í sparnaðarskyni. 8.2.2005 00:01 Skarst í andliti og missti tennur Ferðaskrifstofa Íslands hefur verið sýknuð af sex milljóna króna skaðabótakröfu tæplegrar tvítugrar konu sem slasaðist í sumarfríi í Portúgal fyrir sex árum. Hún var þréttan ára þegar slysið varð. 8.2.2005 00:01 Tvöföldun Reykjanesbrautar fagnað Suðurnesjamenn fögnuðu yfirlýsingu samgönguráðherra á borgarafundi í Stapa í gærkvöld um að annar áfangi tvöföldunar Reykjanesbrautar yrði boðinn út í einu lagi í vor. Ekki er ólíklegt að þeim áfanga ljúki fyrir árslok næsta árs. 8.2.2005 00:01 Harkan sex var kjörorðið Harkan sex var kjörorðið, síðasta dag kosningabaráttunnar í Danmörku. Flokkarnir birtu heilsíðuauglýsingar í dagblöðum þar sem hræðsluáróðri var beitt á óákveðna kjósendur. Kjörstöðum verður lokað klukkan sjö að íslenskum tíma en samkvæmt fyrstu útgönguspám heldur stjórnin velli. 8.2.2005 00:01 Þrír íslenskir hermenn í Írak Ekki færri en þrír Íslendingar gegna nú hermennsku í Írak og sá fjórði er á leiðinni þangað. Átján ára piltur úr Vogum á Vatnsleysuströnd varð fyrir þeirri lífsreynslu á dögunum að eldflaug lenti við svefnskála hans en til allrar mildi sprakk hún ekki. 8.2.2005 00:01 Styrkir uppsetningu á Toscu Landsbanki Íslands styrkir uppsetningu Íslensku óperunnar á Toscu eftir Puccini. Samstarfssamningur þess efnis var kynntur síðdegis í dag. Verkið verður frumsýnt 11. febrúar. 8.2.2005 00:01 6% stjórnarmanna konur Konur skipa aðeins sjötta hvert sæti í stjórnum íslenskra lífeyrissjóða. Hlutfallið er enn lægra þegar kemur að stjórnum fyrirtækja í Kauphöll Íslands, en innan við sex prósent stjórnarmanna eru konur. 8.2.2005 00:01 Evrópa vinur Bandaríkjanna „Það er tímabært að binda enda á deilur fortíðar,“ sagði Condoleeza Rice í París í dag og kvað engan vafa lengur leika á því í Bandaríkjastjórn að Evrópa væri vinur en ekki andstæðingur. 8.2.2005 00:01 Bæta öryggi barna á Netinu Ísland er í hópi þrjátíu landa sem ætla að gera átak til að bæta öryggi barna á Netinu. Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er í dag. 8.2.2005 00:01 Ástarsorg getur verið lífshættuleg Ástarsorg getur verið lífsh<font size="2"></font>ættuleg að mati erlendra sérfræðinga. Sorg, sem Íslendingar hafa þekkt til svo öldum skiptir. 8.2.2005 00:01 Blair sama sinnis og Bush um Íran Íran styður hryðjuverkasamtök og stjórnvöld þar í landi verða að átta sig á því að það verður ekki liðið ef þau muni reyna að hindra friðarferlið í Mið-Austurlöndum. Þetta segir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. 8.2.2005 00:01 Stjórnin hélt velli Ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen hélt velli í þingkosningunum í Danmörku í gær. Fylgi Venstre, flokks Rasmussens, dalaði reyndar dálítið og missti hann fjögur þingsæti frá því í kosningunum 2001 og fékk 52 menn kjörna. 8.2.2005 00:01 Bögglaði fólksbíl undir sig Minnstu munaði að verr færi þegar skólabíll rann í fljúgandi hálku niður Eskihvamminn í Kópavogi í morgun, hafnaði á fólksbíl á mótum Fífuhvammsvegar og bögglaði fólksbílinn nánast undir sig. 7.2.2005 00:01 36 létust, flestir lögreglumenn Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns biðu bana suður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í gærkvöldi þegar uppreisnarmenn gerðu árás á lögreglustöð. Að sögn Al-Jazeera fréttastofunnar sem greinir frá atburðinum voru tuttugu og tveir hinna látnu írakskir hermenn og lögreglumenn en fjórtán uppreisnarmenn létust einnig í árásinni. 7.2.2005 00:01 60% nefndu Ingibjörgu Sólrúnu Sextíu prósent þeirra sem svöruðu í skoðanakönnun Frjálsar verslunar nefndu Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þegar spurt var hvern viðkomandi vildi sjá sem formann Samfylkingarinnar. Fjörutíu prósent nefndu Össur Skarphéðinsson. 7.2.2005 00:01 Gíslataka í Sviss Maður sem ekki er vitað deili á ruddist inn í spænskum ræðismannsskrifstofuna í Bern í Sviss í morgun og heldur þar einni eða tveimur manneskjum í gíslingu. Hann barði niður dyravörð áður en hann ruddist inn en dyravörðurinn er ekki alvarlega slasaður. Svissneska lögreglan hefur girt af svæði umhverfis ræðismannsskrifstofuna en þar eru sendiráð all margra ríkja. 7.2.2005 00:01 Fok í Grafarvogi Lögreglan í Reykjavík kallaði út björgunarsveitarmenn laust fyrir miðnætti til að hefta járnplötur sem voru að fjúka af þaki nýbyggingar í Grafarvogi. Verkið gekk vel og fljótlega upp úr miðnætti fór að lægja á ný, mun fyrr en búist var við. 7.2.2005 00:01 18 létust vegna gaseitrunar Átján manns fundust látnir á gistiheimili á austurhluta Spánar í gær. Gasleki kom upp á gistiheimilinu aðfararnótt sunnudags og er talið að hann hafi orðið fólkinu að aldurtila. Svo virðist sem gashitari sem kveikt var á hafi annað hvort lekið eða verið gallaður og gefið frá sér eitraðar gastegundir. 7.2.2005 00:01 Strandborgir færðar inn í land Ákveðið hefur verið að færa strandborgir á Indónesíu lengra inn á land til þess að koma í veg fyrir að harmleikurinn frá öðrum degi jóla endurtaki sig. Yfirmenn skipulagsmála á Indónesíu segja að komið verði upp hlutlausum svæðum á milli sjávar og byggðar til þess að koma í veg fyrir hugsanleg áhrif flóðbylgna. 7.2.2005 00:01 Kjartan Gunnarsson sæti eignarnámi Gunnar Eydal borgarlögmaður telur fullreynt að ná samningum við Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, um kaup 4 hektara spildu á Norðlingaholti og vill að borgin taki landið eignarnámi. Lokatilboð borgarlögmanns var 50 milljónir króna en Kjartan vill 133 milljónir. Kjartan segir sér mismunað og að borgin beiti hann afli. 7.2.2005 00:01 Níu stjórnendur sögðu upp Níu stjórnendur í fyrirtækinu P. Samúelssyni sem rekur Toyota-umboðið hér á landi sögðu í gær upp störfum sínum vegna óánægju yfir því að eigendur fyrirtækisins ákváðu að láta Emil Grímsson framkvæmdastjóra fara. Toyota-umboðið hefur verið eitt umsvifamesta bílaumboðið hér á landi um árabil og var síðsta ár besta rekstrarár þess frá upphafi. 7.2.2005 00:01 Hershöfðingi Saddams handtekinn Öryggissveitir í Írak hafa handsamað fyrrverandi hershöfðingja úr her Saddams Husseins sem sakaður er um að hafa fjármagnað starfsemi hryðjuverkamanna undanfarið. Hershöfðinginn var tekinn fastur í lok desember en ekki var tilkynnt um handtökuna fyrr en í gær. 7.2.2005 00:01 Reyna að halda í hermenn Bandaríkjamenn hafa gripið til margvíslegra aðgerða til þess að sporna við hugsanlegri manneklu í herliði sínu í kjölfar stríðsins í Írak. Stór hluti herliðsins í Írak hefur þegar lokið herskyldu sinni og hefur verið gripið til þess ráðs að bjóða hermönnum þúsund dollara skattfrjálsan kaupauka fyrir að framlengja veruna í Írak. 7.2.2005 00:01 Reykingabann á Kúbu Eitt af höfuðvígjum reykingamanna er nú fallið. Frá og með deginum í dag er bannað að reykja á ýmsum opinberum stöðum á Kúbu auk þess sem lagt hefur verið blátt bann við sígarettusjálfsölum og sölu tóbaks til ungmenna. 7.2.2005 00:01 Farþegum Express fjölgaði um 19% Farþegum Iceland Express fjölgaði um 19% í janúar síðastliðnum frá sama mánuði í fyrra. Alls flugu um þrettán þúsund farþegar með félaginu í síðasta mánuði. Að mestu eru það erlendir ferðamenn sem standa undir fjölgun farþega Iceland Express í janúarmánuði, einkum þó frá London Stansted. 7.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Ekki vilja allir heyra íslensku Njáll Eiðsson hefur lengi verið viðloðandi knattspyrnuna en hann er jafnframt grunnskólakennari og er því annt um ungviðið. Hann er þó ekki þeirrar skoðunar að íslenskri tungu sé sérstök hætta búin þótt fótboltalýsingar séu á ensku. 8.2.2005 00:01
Bætt fyrir skort á stærðahagkvæmni Sex sveitarfélög fá ekkert úthlutað úr útgjaldajöfnunarframlagi Jöfnunarsjóðs, þar sem meðaltekjur íbúa eru of háar. Kópavogur fær ekkert þar sem íbúar eru of margir. Miðað er við tekjur íbúa og stærðarhagkvæmni. 8.2.2005 00:01
Eið Smára á ensku eða íslensku? Þorri þingflokks sjálfstæðismanna hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á útvarpslögum svo útvarpa megi íþróttaviðburðum án þess að lýsing á íslensku fylgi með. Forstöðumaður Íslenskrar málstöðvar er málinu hlynntur en formaður Íslenskrar málnefndar ekki. 8.2.2005 00:01
Osprey Marine kaupir Sléttbak Kanadíska útgerðarfyrirtækið Osprey Marine, sem er í eigu hjónanna Ron og Hetty Mann, hefur gert tilboð í togarann Sléttbak frá Akureyri. 8.2.2005 00:01
Tannburstun grennandi? Þeir sem eiga sér þá ósk heitasta að grennast en nenna hvorki að breyta um mataræði eða fara í líkamsrækt geta glaðst yfir nýjum rannsóknum sem gerðar voru á 14 þúsund manns í Japan. Þær benda nefnilega til þess að þeir sem bursti tennurnar eftir hverja máltíð séu grennri en annað fólk. 8.2.2005 00:01
Bærinn skiptir sér ekki af Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, segir að bærinn fái forkaupsrétt ef aflaheimildir fylgi skipi, annars sé ekki um það að ræða. 8.2.2005 00:01
Tveggja enn saknað Fjórir skipverjar á flutningaskipinu Jökulfelli fórust þegar skipið sökk skammt frá Færeyjum í nótt. Fimm var bjargað. Tveggja er enn saknað en leit hefur verið hætt vegna veðurs. 8.2.2005 00:01
Tímasetning samgönguráðherra góð Sú ákvörðun Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra að bjóða út þann kafla Reykjanesbrautar frá Vogum að Njarðvík í einu lagi nú í vor hlýtur lof bæði hjá Suðurnesjamönnum en eins hjá forsvarsmönnum verktakafyrirtækja sem hyggjast margir bjóða í verkið. 8.2.2005 00:01
Stjórnin með rúmlega 50% Nú á sjöunda tímanum voru birtar fyrstu útgönguspár í dönsku þingkosningunum. Samkvæmt spá systurstöðvar Stöðvar 2, TV2 í Danmörku, hljóta stjórnarflokkarnir ríflega fimmtíu prósent atkvæða og jafnaðarmenn tapa töluverðu fylgi, eins og búist var við. 8.2.2005 00:01
Milljónum Máka átti að skila Milljónunum 35 sem veitt var til að ljúka barraeldi Máka á Sauðárkróki áttu að bjarga verðmætunum, segir Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Fénu hafi átt að skila. 8.2.2005 00:01
Netöryggisdagurinn í þrátíu löndum Alþjóðlegi-netöryggisdagurinn var haldinn hátíðlegur í þrjátíu löndum í gær. Í Hlíðaskóla í Reykjavík tók Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra við kennsluefni fyrir grunnskólabörn um örugga og ábyrga netnotkun. 8.2.2005 00:01
Fljótust í kringum jörðina Hetja sneri heim til Bretlandseyja í dag þegar Ellen MacArthur kom til hafnar eftir 71 dags ferð umhverfis jörðina á tuttugu og þriggja metra löngum báti. Hún sló heimsmetið í siglingum af þessu tagi og var um sólarhring fljótari en sá sem síðast reyndi við metið. 8.2.2005 00:01
Tveggja enn saknað af Jökulfelli Fjórir hafa fundist látnir og tveggja manna er enn saknað eftir að fraktskipinu Jökulfelli hvolfdi skammt frá Færeyjum í fyrrakvöld. Leit var hætt klukkan hálf fjögur í gær vegna vonsku veðurs og myrkurs. Fimm skipverjanna var bjargað um borð í þyrlu sem tilheyrir danska eftirlitsskipinu Vædderen. Fimmmenningunum heilsaðist vel og gátu þeir gengið frá þyrlunni hjálparlaust. 8.2.2005 00:01
Rafmagnslaust í Garðabæ Háspennubilun hefur orðið með þeim afleiðingum að heilu hverfin í Garðabæ eru rafmagnslaus. Þessa gætir norðan lækjar í Móum og Flötum og eins er rafmagnslaust í íþróttamiðstöðinni Ásgarði. Leit að biluninni er hafin. 8.2.2005 00:01
Nýtt varðskip á næsta ári Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir björtustu vonir standa til þess að nýtt varðskip verði sjósett eftir eitt til eitt og hálft ár. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur falið Landhelgisgæslunni að kanna möguleika á nýjum skipa- og flugvélakosti miðað við þarfir Gæslunnar. 8.2.2005 00:01
Mannlaus björgunarbátur fannst Skipverjar á bátnum Benna Sæm fundu mannlausan björgunarbát út af Stafnnesi á Suðurnesjum í gærmorgunn. Ekki reyndist hafa verið á ferðum en björgunarbáturinn hafði fallið frá togaranum Sólbergi. 8.2.2005 00:01
Lýtalækningar á dýrum bannaðar Borgarfulltrúar í Hollywood hafa lagt fram tillögu þess efnis að banna lýtalækningar á heimilisdýrum. Samkvæmt tillögunni verður eigendum dýra bannað að fara með dýrin sín til dýralæknis til þess að láta laga útlit þeirra. 8.2.2005 00:01
Myrti fjórtán ára dóttur sína Móðir á fimmtugsaldri hefur verið ákærð fyrir að myrða fjórtán ára dóttur sína á heimili þeirra í New Jersey. Málið hefur vakið mikinn óhug í Bandaríkjunum því móðirin myrti dóttur sína með því að lemja hana með hamri og skóflu þegar hún var sofandi. 8.2.2005 00:01
Selma með forskot í Úkraínu Selma Björnsdóttir söngkona hefur verið valin flytjandi framlags Ríkisútvarpsins í Eurovision söngvakeppnina. 8.2.2005 00:01
Nauðgaði konu sinni Hart er deilt um hegningarlög í Arizona í Bandaríkjunum eftir nauðgunarmál sem kom upp í borginni Flagstaff. Samkvæmt núgildandi lögum er einungis hægt að fara fram á eins og hálfs árs fangelsisdóm yfir nauðgun ef sá sem nauðgar er giftur fórnarlambinu. 8.2.2005 00:01
Áhyggjur af lokun Sorpu Umhverfisráð Reykjavíkur samþykkti í gær einróma bókun þar sem lýst er yfir áhyggjum vegna lokunar endurvinnslustöðvar Sorpu við Bæjarflöt í Grafarvogi. Um síðustu áramót var endurvinnslustöðinni lokað í sparnaðarskyni. 8.2.2005 00:01
Skarst í andliti og missti tennur Ferðaskrifstofa Íslands hefur verið sýknuð af sex milljóna króna skaðabótakröfu tæplegrar tvítugrar konu sem slasaðist í sumarfríi í Portúgal fyrir sex árum. Hún var þréttan ára þegar slysið varð. 8.2.2005 00:01
Tvöföldun Reykjanesbrautar fagnað Suðurnesjamenn fögnuðu yfirlýsingu samgönguráðherra á borgarafundi í Stapa í gærkvöld um að annar áfangi tvöföldunar Reykjanesbrautar yrði boðinn út í einu lagi í vor. Ekki er ólíklegt að þeim áfanga ljúki fyrir árslok næsta árs. 8.2.2005 00:01
Harkan sex var kjörorðið Harkan sex var kjörorðið, síðasta dag kosningabaráttunnar í Danmörku. Flokkarnir birtu heilsíðuauglýsingar í dagblöðum þar sem hræðsluáróðri var beitt á óákveðna kjósendur. Kjörstöðum verður lokað klukkan sjö að íslenskum tíma en samkvæmt fyrstu útgönguspám heldur stjórnin velli. 8.2.2005 00:01
Þrír íslenskir hermenn í Írak Ekki færri en þrír Íslendingar gegna nú hermennsku í Írak og sá fjórði er á leiðinni þangað. Átján ára piltur úr Vogum á Vatnsleysuströnd varð fyrir þeirri lífsreynslu á dögunum að eldflaug lenti við svefnskála hans en til allrar mildi sprakk hún ekki. 8.2.2005 00:01
Styrkir uppsetningu á Toscu Landsbanki Íslands styrkir uppsetningu Íslensku óperunnar á Toscu eftir Puccini. Samstarfssamningur þess efnis var kynntur síðdegis í dag. Verkið verður frumsýnt 11. febrúar. 8.2.2005 00:01
6% stjórnarmanna konur Konur skipa aðeins sjötta hvert sæti í stjórnum íslenskra lífeyrissjóða. Hlutfallið er enn lægra þegar kemur að stjórnum fyrirtækja í Kauphöll Íslands, en innan við sex prósent stjórnarmanna eru konur. 8.2.2005 00:01
Evrópa vinur Bandaríkjanna „Það er tímabært að binda enda á deilur fortíðar,“ sagði Condoleeza Rice í París í dag og kvað engan vafa lengur leika á því í Bandaríkjastjórn að Evrópa væri vinur en ekki andstæðingur. 8.2.2005 00:01
Bæta öryggi barna á Netinu Ísland er í hópi þrjátíu landa sem ætla að gera átak til að bæta öryggi barna á Netinu. Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er í dag. 8.2.2005 00:01
Ástarsorg getur verið lífshættuleg Ástarsorg getur verið lífsh<font size="2"></font>ættuleg að mati erlendra sérfræðinga. Sorg, sem Íslendingar hafa þekkt til svo öldum skiptir. 8.2.2005 00:01
Blair sama sinnis og Bush um Íran Íran styður hryðjuverkasamtök og stjórnvöld þar í landi verða að átta sig á því að það verður ekki liðið ef þau muni reyna að hindra friðarferlið í Mið-Austurlöndum. Þetta segir Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. 8.2.2005 00:01
Stjórnin hélt velli Ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen hélt velli í þingkosningunum í Danmörku í gær. Fylgi Venstre, flokks Rasmussens, dalaði reyndar dálítið og missti hann fjögur þingsæti frá því í kosningunum 2001 og fékk 52 menn kjörna. 8.2.2005 00:01
Bögglaði fólksbíl undir sig Minnstu munaði að verr færi þegar skólabíll rann í fljúgandi hálku niður Eskihvamminn í Kópavogi í morgun, hafnaði á fólksbíl á mótum Fífuhvammsvegar og bögglaði fólksbílinn nánast undir sig. 7.2.2005 00:01
36 létust, flestir lögreglumenn Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns biðu bana suður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í gærkvöldi þegar uppreisnarmenn gerðu árás á lögreglustöð. Að sögn Al-Jazeera fréttastofunnar sem greinir frá atburðinum voru tuttugu og tveir hinna látnu írakskir hermenn og lögreglumenn en fjórtán uppreisnarmenn létust einnig í árásinni. 7.2.2005 00:01
60% nefndu Ingibjörgu Sólrúnu Sextíu prósent þeirra sem svöruðu í skoðanakönnun Frjálsar verslunar nefndu Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þegar spurt var hvern viðkomandi vildi sjá sem formann Samfylkingarinnar. Fjörutíu prósent nefndu Össur Skarphéðinsson. 7.2.2005 00:01
Gíslataka í Sviss Maður sem ekki er vitað deili á ruddist inn í spænskum ræðismannsskrifstofuna í Bern í Sviss í morgun og heldur þar einni eða tveimur manneskjum í gíslingu. Hann barði niður dyravörð áður en hann ruddist inn en dyravörðurinn er ekki alvarlega slasaður. Svissneska lögreglan hefur girt af svæði umhverfis ræðismannsskrifstofuna en þar eru sendiráð all margra ríkja. 7.2.2005 00:01
Fok í Grafarvogi Lögreglan í Reykjavík kallaði út björgunarsveitarmenn laust fyrir miðnætti til að hefta járnplötur sem voru að fjúka af þaki nýbyggingar í Grafarvogi. Verkið gekk vel og fljótlega upp úr miðnætti fór að lægja á ný, mun fyrr en búist var við. 7.2.2005 00:01
18 létust vegna gaseitrunar Átján manns fundust látnir á gistiheimili á austurhluta Spánar í gær. Gasleki kom upp á gistiheimilinu aðfararnótt sunnudags og er talið að hann hafi orðið fólkinu að aldurtila. Svo virðist sem gashitari sem kveikt var á hafi annað hvort lekið eða verið gallaður og gefið frá sér eitraðar gastegundir. 7.2.2005 00:01
Strandborgir færðar inn í land Ákveðið hefur verið að færa strandborgir á Indónesíu lengra inn á land til þess að koma í veg fyrir að harmleikurinn frá öðrum degi jóla endurtaki sig. Yfirmenn skipulagsmála á Indónesíu segja að komið verði upp hlutlausum svæðum á milli sjávar og byggðar til þess að koma í veg fyrir hugsanleg áhrif flóðbylgna. 7.2.2005 00:01
Kjartan Gunnarsson sæti eignarnámi Gunnar Eydal borgarlögmaður telur fullreynt að ná samningum við Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, um kaup 4 hektara spildu á Norðlingaholti og vill að borgin taki landið eignarnámi. Lokatilboð borgarlögmanns var 50 milljónir króna en Kjartan vill 133 milljónir. Kjartan segir sér mismunað og að borgin beiti hann afli. 7.2.2005 00:01
Níu stjórnendur sögðu upp Níu stjórnendur í fyrirtækinu P. Samúelssyni sem rekur Toyota-umboðið hér á landi sögðu í gær upp störfum sínum vegna óánægju yfir því að eigendur fyrirtækisins ákváðu að láta Emil Grímsson framkvæmdastjóra fara. Toyota-umboðið hefur verið eitt umsvifamesta bílaumboðið hér á landi um árabil og var síðsta ár besta rekstrarár þess frá upphafi. 7.2.2005 00:01
Hershöfðingi Saddams handtekinn Öryggissveitir í Írak hafa handsamað fyrrverandi hershöfðingja úr her Saddams Husseins sem sakaður er um að hafa fjármagnað starfsemi hryðjuverkamanna undanfarið. Hershöfðinginn var tekinn fastur í lok desember en ekki var tilkynnt um handtökuna fyrr en í gær. 7.2.2005 00:01
Reyna að halda í hermenn Bandaríkjamenn hafa gripið til margvíslegra aðgerða til þess að sporna við hugsanlegri manneklu í herliði sínu í kjölfar stríðsins í Írak. Stór hluti herliðsins í Írak hefur þegar lokið herskyldu sinni og hefur verið gripið til þess ráðs að bjóða hermönnum þúsund dollara skattfrjálsan kaupauka fyrir að framlengja veruna í Írak. 7.2.2005 00:01
Reykingabann á Kúbu Eitt af höfuðvígjum reykingamanna er nú fallið. Frá og með deginum í dag er bannað að reykja á ýmsum opinberum stöðum á Kúbu auk þess sem lagt hefur verið blátt bann við sígarettusjálfsölum og sölu tóbaks til ungmenna. 7.2.2005 00:01
Farþegum Express fjölgaði um 19% Farþegum Iceland Express fjölgaði um 19% í janúar síðastliðnum frá sama mánuði í fyrra. Alls flugu um þrettán þúsund farþegar með félaginu í síðasta mánuði. Að mestu eru það erlendir ferðamenn sem standa undir fjölgun farþega Iceland Express í janúarmánuði, einkum þó frá London Stansted. 7.2.2005 00:01
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent