Tvöföldun Reykjanesbrautar fagnað 8. febrúar 2005 00:01 Suðurnesjamenn fögnuðu yfirlýsingu samgönguráðherra á borgarafundi í Stapa í gærkvöld um að annar áfangi tvöföldunar Reykjanesbrautar yrði boðinn út í einu lagi í vor. Ekki er ólíklegt að þeim áfanga ljúki fyrir árslok næsta árs. Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut hélt borgarafund númer tvö í gærkvöldi en sá fyrri var haldinn fyrir rétt rúmum fjórum árum og má segja að hafi verið upphafið að alvöru baráttu Suðurnesjamanna fyrir tvöföldun brautarinnar. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra var fyrsti ræðumaður kvöldsins og er óhætt að segja að hann hafi nánast „klárað“ fundinn á fyrstu mínútunum með splunkunýrri yfirlýsingu um að seinni áfangi tvöföldunar, 10,5 kílómetra langur kafli austan við Voga til Njarðvíkur, yrði boðinn út í einu lagi í vor. Ráðherra fékk afhenta skóflu á borgarafundinum árið 2001 og var hún notuð við fyrstu skóflustungu að fyrri áfanga tvöföldunarinnar. Og eftir yfirlýsinguna í gær sagði ráðherra: „Takið frá skófluna góðu. Það verður fljótlega þörf fyrir hana.“ Stuttu seinna var skóflan afhent Sturlu. Um 500 manns mættu á fundinn og kvað við mikill fögnuður eftir yfirlýsingu ráðherra. Þingmenn frá öllum flokkum fluttu stutt ávörp og voru allir sem einn mjög glaðir með ákvörðun ráðherra og studdu hana. Sturla segir að gert hafi verið ráð fyrir að taka breikkunina í fleiri áföngum en rétt sé að gera þetta með þessum hætti með hliðsjón af ástandinu á verktakamarkaði. Þá komi líka í ljós heildarverð verksins og í framhaldinu sé hægt að ákvarða framkvæmdatímann. Steinþór Jónsson, talsmaður áhugahópsins, segir að ekki hafi verið vitað fyrir fundinn að svona ákeðin afstaða væri fyrirliggjandi í málinu. Allir Suðurnesjamenn fagni hins vegar niðurstöðunni. Steinþór sér fyrir sér að verkið klárist á næsta ári. Fréttir Innlent Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Suðurnesjamenn fögnuðu yfirlýsingu samgönguráðherra á borgarafundi í Stapa í gærkvöld um að annar áfangi tvöföldunar Reykjanesbrautar yrði boðinn út í einu lagi í vor. Ekki er ólíklegt að þeim áfanga ljúki fyrir árslok næsta árs. Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut hélt borgarafund númer tvö í gærkvöldi en sá fyrri var haldinn fyrir rétt rúmum fjórum árum og má segja að hafi verið upphafið að alvöru baráttu Suðurnesjamanna fyrir tvöföldun brautarinnar. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra var fyrsti ræðumaður kvöldsins og er óhætt að segja að hann hafi nánast „klárað“ fundinn á fyrstu mínútunum með splunkunýrri yfirlýsingu um að seinni áfangi tvöföldunar, 10,5 kílómetra langur kafli austan við Voga til Njarðvíkur, yrði boðinn út í einu lagi í vor. Ráðherra fékk afhenta skóflu á borgarafundinum árið 2001 og var hún notuð við fyrstu skóflustungu að fyrri áfanga tvöföldunarinnar. Og eftir yfirlýsinguna í gær sagði ráðherra: „Takið frá skófluna góðu. Það verður fljótlega þörf fyrir hana.“ Stuttu seinna var skóflan afhent Sturlu. Um 500 manns mættu á fundinn og kvað við mikill fögnuður eftir yfirlýsingu ráðherra. Þingmenn frá öllum flokkum fluttu stutt ávörp og voru allir sem einn mjög glaðir með ákvörðun ráðherra og studdu hana. Sturla segir að gert hafi verið ráð fyrir að taka breikkunina í fleiri áföngum en rétt sé að gera þetta með þessum hætti með hliðsjón af ástandinu á verktakamarkaði. Þá komi líka í ljós heildarverð verksins og í framhaldinu sé hægt að ákvarða framkvæmdatímann. Steinþór Jónsson, talsmaður áhugahópsins, segir að ekki hafi verið vitað fyrir fundinn að svona ákeðin afstaða væri fyrirliggjandi í málinu. Allir Suðurnesjamenn fagni hins vegar niðurstöðunni. Steinþór sér fyrir sér að verkið klárist á næsta ári.
Fréttir Innlent Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira