Fleiri fréttir Aðgerðir harðna í Írak Aðgerðir uppreisnarmanna í Írak eru að harðna og árásum að fjölga á nýjan leik eftir þingkosningarnar í landinu. Tuttugu og fimm hið minnsta hafa beðið bana í árásum í morgun og á fjórða tug í gærkvöldi. Á sama tíma blasir mannekla við í Bandaríkjaher. 7.2.2005 00:01 Tugþúsundum bolla sporðrennt í dag Búast má við að einhverjir tugir þúsunda af bollum renni ofan í landsmenn í dag. Bakarar landsins hafa staðið sveittir við ofna sína frá því fyrir helgi við að baka bollur, enda tóku margir forskot á sæluna og sporðrenndu nokkrum slíkum. 7.2.2005 00:01 Kippur kominn í kosningabaráttuna Fjörkippur er loksins hlaupinn í kosningabaráttuna í Danmörku en þar verður kosið til þings á morgun. Skoðanakannanir benda til þess að það dragi saman með stjórn og stjórnarandstöðu. Sighvatur Jónsson fylgist með kosningabaráttunni í Danmörku. 7.2.2005 00:01 Vilja semja við Írani Varnarmálaráðherra Ísraels sagði í dag að hann væri sammála Condoleezu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að fara eigi samningaleiðina til að fá Íran til þess að hætta við kjarnorkuáætlun sína en ekki að beita hervaldi. 7.2.2005 00:01 Taka við eftir 18 mánuði Innanríkisráðherrann í bráðabirgðastjórn Íraks sagði í dag að hann telji að Írakar verði færir um að sjá um eigin öryggismál eftir eitt og hálft ár. Fala Al-Nakíb lét þessi orð falla á öryggisráðsternu sem nú stendur yfir í Sádi-Arabíu. 7.2.2005 00:01 Ruglingslegar fréttir af gíslatöku Þrír menn sem réðust inn á ræðismannsskrifstofu Spánar í Bern í Sviss og tóku þar gísla virðast hafa sloppið úr umsátri svissnesku lögreglunnar. Fréttir af þessari innrás hafa verið vægast sagt ruglingslegar. 7.2.2005 00:01 Ormar og humrar finna ekki til Norskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að maðkar finni ekki til sársauka þegar þeir eru þræddir upp á öngla og að humrar finni ekki til sársauka þegar þeir eru soðnir lifandi. Vísindamennirnir segja að þessi dýr hafi mjög ófullkomið taugakerfi og engan heila til þess að lesa skilaboð um sársauka. 7.2.2005 00:01 Tvöföldun verði lokið hið fyrsta Borgarafundur verður haldinn í Stapanum í Reykjanesbæ í kvöld þar sem þess verður krafist að lokið verði við breikkun Reykjanesbrautar hið fyrsta. Fyrri áfanga við tvöföldun vegarins lauk í júlí síðastliðnum og síðari hlutinn er ekki á vegaáætlun fyrr en árið 2010. 7.2.2005 00:01 Þúsundir hvöttu Abbas Þúsundir Palestínumanna fóru út á götur Gaza-borgar í dag til þess að hvetja Mahmoud Abbas forseta til þess að tengja friðarviðræður við Ísraela frelsun palestínskra fanga. Um 8000 Palestínumenn eru í ísraelskum fangelsum. 7.2.2005 00:01 Sanna að það sé ekki neyðarástand Bresk mannréttindasamtök hafa leitað til mannréttindadómstóls Sameinuðu þjóðanna til þess að sanna að ekkert neyðarástand vegna hættu á hryðjuverkum ríki í Bretlandi. Bretar lýstu einir Evrópuþjóða yfir neyðarástandi eftir hryðjuverkaárásina á Bandaríkin árið 2001. 7.2.2005 00:01 Bráðaviðvörunarkerfi opnað Umhverfisráðherra mun á föstudaginn opna fyrir aðgengi almennings að bráðaviðvörunarkerfi Veðurstofunnar um jarðvá. Með bráðaviðvörun er átt við alhliða viðvörun og upplýsingar sem komið er á framfæri frá þeim tíma sem vart verður við að hamfarir séu að hefjast eða líkur eru á að þær séu yfirvofandi. 7.2.2005 00:01 Sýrlendingar bregðast illa við Sýrlendingar hafa brugðist illa við samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að þeir kalli hersveitir sínar heim frá nágrannaríkinu Líbanon. Fjórtán þúsund sýrlenskir hermenn eru í Líbanon og eru margir íbúar landsins ósáttir við dvöl þeirra sem þeir segja jafngilda hernámi. 7.2.2005 00:01 Páfi ákveður sjálfur afsögn Utanríkisráðherra Páfagarðs sagði í dag að aðeins Jóhannes Páll páfi sjálfur geti tekið ákvörðun um það hvort hann láti af embætti vegna heilsubrests. Páfar eru kjörnir til lífstíðar. 7.2.2005 00:01 Lækkuð í tign vegna leðjuslags Bandarísk herlögreglukona í Írak hefur verið lækkuð í tign eftir að hún tók þátt í leðjuslag í fangabúðum þar í landi. Hún þótti sýna ósæmilega hegðun og of mikið af líkama sínum. Engir írakskir fangar urðu vitni að leðjuslagnum. 7.2.2005 00:01 Taka Aðalstræti 10 í sína vörslu Reykjavíkurborg og Minjavernd hf. hafa gert með sér samning um að félagið taki húsið Aðalstræti 10 í vörslu til 35 ára. Markmið samningsins er að húsið verði endurbyggt á þann hátt sem því hæfir sem einu elsta húsi í Reykjavík. Þar með verður endurgerð húsa við Aðalstræti lokið. 7.2.2005 00:01 Stríðið um Smáralind Til stóð að halda Gettu betur í Smáralind en í síðustu viku slitnaði upp úr viðræðum um leigu á aðstöðunni. Keppnin hefst á morgun og hefur verið fundinn annar staður. 7.2.2005 00:01 Gíslatökumennirnir sluppu Mennirnir þrír sem tóku gísla á ræðismannsskrifstofu Spánar í morgun virðast hafa sloppið úr umsátri svissnesku lögreglunnar. Mennirnir, sem voru vopnaðir hnífum og byssu, virðast hafa lagt upp í þeim tilgangi að ræna skrifstofuna. 7.2.2005 00:01 Spenna á síðustu metrunum Þingkosningar eru haldnar í Danmörku í dag. Framan af höfðu stjórnarflokkarnir öruggan meirihluta í skoðanakönnunum. Síðustu tvo dagana birtust þó kannanir sem sýndu að dró í milli meðal stjórnar og stjórnarandstöðu. Um 20 prósent þjóðarinnar hafði í gær enn ekki ákveðið hvað ætti að kjósa. 7.2.2005 00:01 Franski faðirinn fékk sex mánuði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega fertugan franskan mann í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa numið tveggja ára dóttur sína brott af heimili sínu í Reykjavík og farið með hana til Frakklands. Refsingin er öll skilorðsbundin en verjandi mannsins reiknar með að áfrýja dóminum til Hæstaréttar. 7.2.2005 00:01 Forstöðumenn ráðnir Ráðið hefur verið í stöður þriggja verkefnisstjóra Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og var gerður samningur við þrjár stofnanir Háskólans á Akureyri um stjórnun þeirra verkefna. 7.2.2005 00:01 Dagar salkjöts og bauna Fólk velur heldur magrara saltkjöt en áður og saltminna, segir sölustjóri Sláturfélags Suðurlands. Sala hafi heldur aukist en dregist saman síðustu ár. 7.2.2005 00:01 Fleiri gista á hótelum Á sama tíma og erlendum ferðamönnum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp þrettán prósent milli áranna 2003 og 2004, fjölgaði gistinóttum á heilsárshótelum um tæp níu prósent. 7.2.2005 00:01 Vopnahlé eftir fjögurra ára stríð Ariel Sharon og Mahmoud Abbas lýsa í dag yfir formlegu vopnahléi í átökum Ísraela og Palestínumanna sem kostað hafa þúsundir manna og kvenna lífið síðustu fjögur árin. </font /></b /> 7.2.2005 00:01 Þrjátíu létust í árásum vígamanna Í það minnsta þrjátíu manns létust í árásum vígamanna í Írak í gær. Fimmtán létu lífið og sautján særðust í bílsprengjuárás í Baquba þegar bifreið var lagt fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar þar og hún sprengd í loft upp. Mörg fórnarlambanna voru menn sem sóttust eftir vinnu hjá lögreglunni. Árásin í Baquba var sú mannskæðasta í Írak í gær. 7.2.2005 00:01 Páfi lengur á sjúkrahúsi Sjúkrahúslega Jóhannesar Páls II páfa verður nokkrum dögum lengri en talið var í síðustu viku. "Læknar hans hafa ráðlagt honum að dvelja hér nokkra daga í viðbót," sagði Joaquin Navarro-Valls, talsmaður og samstarfsmaður páfa. 7.2.2005 00:01 Saksóttir fyrir hleranir Réttarhöld eru hafin yfir átta fyrrum yfirmönnum finnska farsímafélagsins Sonera sem gefið er að sök að hafa fyrirskipað að símtöl og tölvupóstskeyti starfsmanna fyrirtækisins skyldu rakin, slíkt brýtur í bága við finnsk lög sem heimila aðeins lögreglu að rekja fjarskipti fólks. 7.2.2005 00:01 Banna flakk andanna Víetnömsk yfirvöld hafa skipað þarlendum bændum að hafa eftirlit með öndum sem þeir ala og gæta þess að þær flakki ekki langt frá bóndabæjum þeirra. Þetta er gert til að sporna gegn útbreiðslu fuglaflensunnar. 7.2.2005 00:01 Skotbardagar flestar nætur Tóbakssmygl frá Rússlandi hefur aukist verulega eftir að Litháen varð aðili að Evrópusambandinu og er nú svo komið að flestar nætur kemur til skotbardaga milli tollvarða og smyglara. 7.2.2005 00:01 Átján létust eftir afmælisveislu Átján manns létu lífið á hóteli í Todolella þar sem þeir voru viðstaddir afmælisveislu. Einungis tveir veislugesta, annar þeirra afmælisbarnið, lifðu af. 7.2.2005 00:01 Gott að vera kominn aftur heim "Ég hef það gott og það er gott að vera heima hjá fjölskyldunni aftur," sagði Fabian Bengtsson í tilkynningu á heimasíðu fyrirtækisins Siba sem fjölskyldan á og hann stýrir. Bengtsson sem er sænskur auðmaður var í haldi mannræningja í sautján daga. 7.2.2005 00:01 Tvöföldunin boðin út á árinu? Búist er við að samgönguráðherra tilkynni á fundi í Njarðvík í kvöld að næsti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar verði boðinn út á þessu ári. 7.2.2005 00:01 Grunaður um íkveikju Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Kópavogi grunaður um að vera valdur að eldsvoða í einbýlishúsi við Kársnesbraut. Samkvæmt upplýsingum lögreglu kom eldur upp í húsinu um tvöleytið í dag en nágrannar höfðu gert slökkviliði viðvart. 7.2.2005 00:01 Uppsagnir á Hofsósi "Við erum að fara yfir þetta allt saman og kanna hvort þessar uppsagnir séu lögmætar og samkvæmt bókunum," segir Jón Karlsson, formaður stéttarfélagsins Öldunnar á Sauðárkróki. Fjórtán starfsmönnum fiskvinnslunnar Kolku á Hofsósi hefur verið sagt upp störfum og er það talsvert áfall fyrir ekki stærra bæjarfélag. 7.2.2005 00:01 Elsta húsið fær andlitslyftingu "Þetta samkomulag þýðir að Minjavernd tekur Aðalstræti 10 í sína vörslu næstu 35 árin og mun færa húsið í sitt upprunalega horf næstu mánuði," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri. Reykjavíkurborg hefur gert samning við Minjavernd um að lagfæra Aðalstræti 10 en það hús er það elsta í borginni. 7.2.2005 00:01 Vilja breytingar á útvarpslögum "Okkar mat er að ríkið eigi ekki að skipta sér af einkarekstri með neinum hætti og frumvarpið er í fullu samræmi við þá skoðun okkar," segir Hafsteinn Þ. Hauksson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. 7.2.2005 00:01 Halldór áhyggjulaus Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kippir sér ekki upp við það að skoðanakönnun sýni að hann sé sá stjórnmálamaður sem þjóðin ber minnst traust til. Hann segir að kannanir séu líka mismunandi vandaðar. 7.2.2005 00:01 Vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs Skjótt skipast veður í lofti fyrir botni Miðjarðarhafs. Leiðtogar Ísraels og Palestínu sem hittast á sögulegum leiðtogafundi á morgun hafa ákveðið að tilkynna um vopnahlé á milli stríðandi fylkinga. Þá hafa þeir líka þekkst heimboð Bush Bandaríkjaforseta um annan leiðtogafund í Washington í vor. 7.2.2005 00:01 Frumvarp til að leyfa enska þuli Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að ráðherrum undanskildum hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem gerir það að verkum að hægt verður að sýna frá íþróttaviðburðum án þess að nota íslenska þuli eða þýðingartexta. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins neitar því að flokkurinn sé að rétta Skjá einum hjálparhönd. 7.2.2005 00:01 Hafa áhyggjur af frumvarpi Verkalýðsforystan hefur áhyggjur af væntanlegu frumvarpi um útgáfu atvinnuleyfa til útlendinga. Hún óttast að sjónarmið vinnumarkaðarins munu ekki ráða för og frumvarpið sé til þess fallið að stuðla að skattsvikum.</font /></b /> 7.2.2005 00:01 Getur ekki mælt með vatninu Lýðheilsustöð getur ekki mælt með því að sett sé á markað fólasínbætt íslenskt sódavatn, þrátt fyrir að stöðin mæli með því á sama tíma að landsmenn auki neyslu á því vítamíni. Meðal röksemda er að vítamínbætt, erlent morgunkorn er talið metta þörf „barna“ á þessu tiltekna B-vítamíni. 7.2.2005 00:01 Danska stjórnin heldur meirihluta Aukin spenna er hlaupin í kosningabaráttuna í Danmörku, en þingkosningar fara þar fram á morgun. Bilið minnkar milli tveggja stærstu flokkanna en stjórnin heldur naumum meirihluta samkvæmt skoðanakönnunum. 7.2.2005 00:01 Kynmök við 287 skólasystkini Um 2000 Íslendingar smitast árlega af klamydíu. Ný stór bandarísk rannsókn um kynlífshegðan ungs fólks sýndi að námsmaður hafði haft kynmök - með óbeinum hætti - við 287 skólasystkini. Hann hefði því getað smitað þau öll af kynsjúkdómi. Smitsjúkdómalæknir minnir á að smokkurinn sé eina vörnin. 7.2.2005 00:01 Iceland fái ekki einkaleyfi Formaður Vinstri grænna og starfandi utanríkisráðherra leggjast báðir gegn því að verslunarkeðjan „Iceland“ fái einkaleyfi á orðinu Iceland í löndum Evrópusambandsins. Þeir eru hins vegar ósammála um hvort það gæti verið mönnum til framdráttar að skrá sig fyrir léninu steingrimurjod.is. 7.2.2005 00:01 Hafnar sprautuáætlun SÞ Breska dagblaðið <em>The Observer</em> skýrir frá því í dag að andstaða Bandaríkjastjórnar við sprautuáætlun Sameinuðu þjóðanna setji baráttu samtakanna gegn alnæmi í uppnám. Sameinuðu þjóðirnar hafa stutt að fíklum séu gefnar hreinar sprautur til að vinna gegn því að þeir smiti hver annan af alnæmi með því að skiptast á sprautum. 6.2.2005 00:01 Rólegt um allt land Nóttin fór að mestu leyti vel fram um land allt þrátt fyrir hefðbundið mánaðamótafyllirí eins og einn lögreglumaður orðaði það í samtali við fréttastofu. Lögreglan á Selfossi vill beina þeim tilmælum til ökumanna að taka tillit til aðstæðna en víða eru hálkublettir. 6.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Aðgerðir harðna í Írak Aðgerðir uppreisnarmanna í Írak eru að harðna og árásum að fjölga á nýjan leik eftir þingkosningarnar í landinu. Tuttugu og fimm hið minnsta hafa beðið bana í árásum í morgun og á fjórða tug í gærkvöldi. Á sama tíma blasir mannekla við í Bandaríkjaher. 7.2.2005 00:01
Tugþúsundum bolla sporðrennt í dag Búast má við að einhverjir tugir þúsunda af bollum renni ofan í landsmenn í dag. Bakarar landsins hafa staðið sveittir við ofna sína frá því fyrir helgi við að baka bollur, enda tóku margir forskot á sæluna og sporðrenndu nokkrum slíkum. 7.2.2005 00:01
Kippur kominn í kosningabaráttuna Fjörkippur er loksins hlaupinn í kosningabaráttuna í Danmörku en þar verður kosið til þings á morgun. Skoðanakannanir benda til þess að það dragi saman með stjórn og stjórnarandstöðu. Sighvatur Jónsson fylgist með kosningabaráttunni í Danmörku. 7.2.2005 00:01
Vilja semja við Írani Varnarmálaráðherra Ísraels sagði í dag að hann væri sammála Condoleezu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um að fara eigi samningaleiðina til að fá Íran til þess að hætta við kjarnorkuáætlun sína en ekki að beita hervaldi. 7.2.2005 00:01
Taka við eftir 18 mánuði Innanríkisráðherrann í bráðabirgðastjórn Íraks sagði í dag að hann telji að Írakar verði færir um að sjá um eigin öryggismál eftir eitt og hálft ár. Fala Al-Nakíb lét þessi orð falla á öryggisráðsternu sem nú stendur yfir í Sádi-Arabíu. 7.2.2005 00:01
Ruglingslegar fréttir af gíslatöku Þrír menn sem réðust inn á ræðismannsskrifstofu Spánar í Bern í Sviss og tóku þar gísla virðast hafa sloppið úr umsátri svissnesku lögreglunnar. Fréttir af þessari innrás hafa verið vægast sagt ruglingslegar. 7.2.2005 00:01
Ormar og humrar finna ekki til Norskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að maðkar finni ekki til sársauka þegar þeir eru þræddir upp á öngla og að humrar finni ekki til sársauka þegar þeir eru soðnir lifandi. Vísindamennirnir segja að þessi dýr hafi mjög ófullkomið taugakerfi og engan heila til þess að lesa skilaboð um sársauka. 7.2.2005 00:01
Tvöföldun verði lokið hið fyrsta Borgarafundur verður haldinn í Stapanum í Reykjanesbæ í kvöld þar sem þess verður krafist að lokið verði við breikkun Reykjanesbrautar hið fyrsta. Fyrri áfanga við tvöföldun vegarins lauk í júlí síðastliðnum og síðari hlutinn er ekki á vegaáætlun fyrr en árið 2010. 7.2.2005 00:01
Þúsundir hvöttu Abbas Þúsundir Palestínumanna fóru út á götur Gaza-borgar í dag til þess að hvetja Mahmoud Abbas forseta til þess að tengja friðarviðræður við Ísraela frelsun palestínskra fanga. Um 8000 Palestínumenn eru í ísraelskum fangelsum. 7.2.2005 00:01
Sanna að það sé ekki neyðarástand Bresk mannréttindasamtök hafa leitað til mannréttindadómstóls Sameinuðu þjóðanna til þess að sanna að ekkert neyðarástand vegna hættu á hryðjuverkum ríki í Bretlandi. Bretar lýstu einir Evrópuþjóða yfir neyðarástandi eftir hryðjuverkaárásina á Bandaríkin árið 2001. 7.2.2005 00:01
Bráðaviðvörunarkerfi opnað Umhverfisráðherra mun á föstudaginn opna fyrir aðgengi almennings að bráðaviðvörunarkerfi Veðurstofunnar um jarðvá. Með bráðaviðvörun er átt við alhliða viðvörun og upplýsingar sem komið er á framfæri frá þeim tíma sem vart verður við að hamfarir séu að hefjast eða líkur eru á að þær séu yfirvofandi. 7.2.2005 00:01
Sýrlendingar bregðast illa við Sýrlendingar hafa brugðist illa við samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að þeir kalli hersveitir sínar heim frá nágrannaríkinu Líbanon. Fjórtán þúsund sýrlenskir hermenn eru í Líbanon og eru margir íbúar landsins ósáttir við dvöl þeirra sem þeir segja jafngilda hernámi. 7.2.2005 00:01
Páfi ákveður sjálfur afsögn Utanríkisráðherra Páfagarðs sagði í dag að aðeins Jóhannes Páll páfi sjálfur geti tekið ákvörðun um það hvort hann láti af embætti vegna heilsubrests. Páfar eru kjörnir til lífstíðar. 7.2.2005 00:01
Lækkuð í tign vegna leðjuslags Bandarísk herlögreglukona í Írak hefur verið lækkuð í tign eftir að hún tók þátt í leðjuslag í fangabúðum þar í landi. Hún þótti sýna ósæmilega hegðun og of mikið af líkama sínum. Engir írakskir fangar urðu vitni að leðjuslagnum. 7.2.2005 00:01
Taka Aðalstræti 10 í sína vörslu Reykjavíkurborg og Minjavernd hf. hafa gert með sér samning um að félagið taki húsið Aðalstræti 10 í vörslu til 35 ára. Markmið samningsins er að húsið verði endurbyggt á þann hátt sem því hæfir sem einu elsta húsi í Reykjavík. Þar með verður endurgerð húsa við Aðalstræti lokið. 7.2.2005 00:01
Stríðið um Smáralind Til stóð að halda Gettu betur í Smáralind en í síðustu viku slitnaði upp úr viðræðum um leigu á aðstöðunni. Keppnin hefst á morgun og hefur verið fundinn annar staður. 7.2.2005 00:01
Gíslatökumennirnir sluppu Mennirnir þrír sem tóku gísla á ræðismannsskrifstofu Spánar í morgun virðast hafa sloppið úr umsátri svissnesku lögreglunnar. Mennirnir, sem voru vopnaðir hnífum og byssu, virðast hafa lagt upp í þeim tilgangi að ræna skrifstofuna. 7.2.2005 00:01
Spenna á síðustu metrunum Þingkosningar eru haldnar í Danmörku í dag. Framan af höfðu stjórnarflokkarnir öruggan meirihluta í skoðanakönnunum. Síðustu tvo dagana birtust þó kannanir sem sýndu að dró í milli meðal stjórnar og stjórnarandstöðu. Um 20 prósent þjóðarinnar hafði í gær enn ekki ákveðið hvað ætti að kjósa. 7.2.2005 00:01
Franski faðirinn fékk sex mánuði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmlega fertugan franskan mann í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa numið tveggja ára dóttur sína brott af heimili sínu í Reykjavík og farið með hana til Frakklands. Refsingin er öll skilorðsbundin en verjandi mannsins reiknar með að áfrýja dóminum til Hæstaréttar. 7.2.2005 00:01
Forstöðumenn ráðnir Ráðið hefur verið í stöður þriggja verkefnisstjóra Vaxtarsamnings Eyjafjarðar og var gerður samningur við þrjár stofnanir Háskólans á Akureyri um stjórnun þeirra verkefna. 7.2.2005 00:01
Dagar salkjöts og bauna Fólk velur heldur magrara saltkjöt en áður og saltminna, segir sölustjóri Sláturfélags Suðurlands. Sala hafi heldur aukist en dregist saman síðustu ár. 7.2.2005 00:01
Fleiri gista á hótelum Á sama tíma og erlendum ferðamönnum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp þrettán prósent milli áranna 2003 og 2004, fjölgaði gistinóttum á heilsárshótelum um tæp níu prósent. 7.2.2005 00:01
Vopnahlé eftir fjögurra ára stríð Ariel Sharon og Mahmoud Abbas lýsa í dag yfir formlegu vopnahléi í átökum Ísraela og Palestínumanna sem kostað hafa þúsundir manna og kvenna lífið síðustu fjögur árin. </font /></b /> 7.2.2005 00:01
Þrjátíu létust í árásum vígamanna Í það minnsta þrjátíu manns létust í árásum vígamanna í Írak í gær. Fimmtán létu lífið og sautján særðust í bílsprengjuárás í Baquba þegar bifreið var lagt fyrir utan höfuðstöðvar lögreglunnar þar og hún sprengd í loft upp. Mörg fórnarlambanna voru menn sem sóttust eftir vinnu hjá lögreglunni. Árásin í Baquba var sú mannskæðasta í Írak í gær. 7.2.2005 00:01
Páfi lengur á sjúkrahúsi Sjúkrahúslega Jóhannesar Páls II páfa verður nokkrum dögum lengri en talið var í síðustu viku. "Læknar hans hafa ráðlagt honum að dvelja hér nokkra daga í viðbót," sagði Joaquin Navarro-Valls, talsmaður og samstarfsmaður páfa. 7.2.2005 00:01
Saksóttir fyrir hleranir Réttarhöld eru hafin yfir átta fyrrum yfirmönnum finnska farsímafélagsins Sonera sem gefið er að sök að hafa fyrirskipað að símtöl og tölvupóstskeyti starfsmanna fyrirtækisins skyldu rakin, slíkt brýtur í bága við finnsk lög sem heimila aðeins lögreglu að rekja fjarskipti fólks. 7.2.2005 00:01
Banna flakk andanna Víetnömsk yfirvöld hafa skipað þarlendum bændum að hafa eftirlit með öndum sem þeir ala og gæta þess að þær flakki ekki langt frá bóndabæjum þeirra. Þetta er gert til að sporna gegn útbreiðslu fuglaflensunnar. 7.2.2005 00:01
Skotbardagar flestar nætur Tóbakssmygl frá Rússlandi hefur aukist verulega eftir að Litháen varð aðili að Evrópusambandinu og er nú svo komið að flestar nætur kemur til skotbardaga milli tollvarða og smyglara. 7.2.2005 00:01
Átján létust eftir afmælisveislu Átján manns létu lífið á hóteli í Todolella þar sem þeir voru viðstaddir afmælisveislu. Einungis tveir veislugesta, annar þeirra afmælisbarnið, lifðu af. 7.2.2005 00:01
Gott að vera kominn aftur heim "Ég hef það gott og það er gott að vera heima hjá fjölskyldunni aftur," sagði Fabian Bengtsson í tilkynningu á heimasíðu fyrirtækisins Siba sem fjölskyldan á og hann stýrir. Bengtsson sem er sænskur auðmaður var í haldi mannræningja í sautján daga. 7.2.2005 00:01
Tvöföldunin boðin út á árinu? Búist er við að samgönguráðherra tilkynni á fundi í Njarðvík í kvöld að næsti áfangi í tvöföldun Reykjanesbrautar verði boðinn út á þessu ári. 7.2.2005 00:01
Grunaður um íkveikju Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Kópavogi grunaður um að vera valdur að eldsvoða í einbýlishúsi við Kársnesbraut. Samkvæmt upplýsingum lögreglu kom eldur upp í húsinu um tvöleytið í dag en nágrannar höfðu gert slökkviliði viðvart. 7.2.2005 00:01
Uppsagnir á Hofsósi "Við erum að fara yfir þetta allt saman og kanna hvort þessar uppsagnir séu lögmætar og samkvæmt bókunum," segir Jón Karlsson, formaður stéttarfélagsins Öldunnar á Sauðárkróki. Fjórtán starfsmönnum fiskvinnslunnar Kolku á Hofsósi hefur verið sagt upp störfum og er það talsvert áfall fyrir ekki stærra bæjarfélag. 7.2.2005 00:01
Elsta húsið fær andlitslyftingu "Þetta samkomulag þýðir að Minjavernd tekur Aðalstræti 10 í sína vörslu næstu 35 árin og mun færa húsið í sitt upprunalega horf næstu mánuði," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri. Reykjavíkurborg hefur gert samning við Minjavernd um að lagfæra Aðalstræti 10 en það hús er það elsta í borginni. 7.2.2005 00:01
Vilja breytingar á útvarpslögum "Okkar mat er að ríkið eigi ekki að skipta sér af einkarekstri með neinum hætti og frumvarpið er í fullu samræmi við þá skoðun okkar," segir Hafsteinn Þ. Hauksson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. 7.2.2005 00:01
Halldór áhyggjulaus Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kippir sér ekki upp við það að skoðanakönnun sýni að hann sé sá stjórnmálamaður sem þjóðin ber minnst traust til. Hann segir að kannanir séu líka mismunandi vandaðar. 7.2.2005 00:01
Vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs Skjótt skipast veður í lofti fyrir botni Miðjarðarhafs. Leiðtogar Ísraels og Palestínu sem hittast á sögulegum leiðtogafundi á morgun hafa ákveðið að tilkynna um vopnahlé á milli stríðandi fylkinga. Þá hafa þeir líka þekkst heimboð Bush Bandaríkjaforseta um annan leiðtogafund í Washington í vor. 7.2.2005 00:01
Frumvarp til að leyfa enska þuli Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að ráðherrum undanskildum hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem gerir það að verkum að hægt verður að sýna frá íþróttaviðburðum án þess að nota íslenska þuli eða þýðingartexta. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins neitar því að flokkurinn sé að rétta Skjá einum hjálparhönd. 7.2.2005 00:01
Hafa áhyggjur af frumvarpi Verkalýðsforystan hefur áhyggjur af væntanlegu frumvarpi um útgáfu atvinnuleyfa til útlendinga. Hún óttast að sjónarmið vinnumarkaðarins munu ekki ráða för og frumvarpið sé til þess fallið að stuðla að skattsvikum.</font /></b /> 7.2.2005 00:01
Getur ekki mælt með vatninu Lýðheilsustöð getur ekki mælt með því að sett sé á markað fólasínbætt íslenskt sódavatn, þrátt fyrir að stöðin mæli með því á sama tíma að landsmenn auki neyslu á því vítamíni. Meðal röksemda er að vítamínbætt, erlent morgunkorn er talið metta þörf „barna“ á þessu tiltekna B-vítamíni. 7.2.2005 00:01
Danska stjórnin heldur meirihluta Aukin spenna er hlaupin í kosningabaráttuna í Danmörku, en þingkosningar fara þar fram á morgun. Bilið minnkar milli tveggja stærstu flokkanna en stjórnin heldur naumum meirihluta samkvæmt skoðanakönnunum. 7.2.2005 00:01
Kynmök við 287 skólasystkini Um 2000 Íslendingar smitast árlega af klamydíu. Ný stór bandarísk rannsókn um kynlífshegðan ungs fólks sýndi að námsmaður hafði haft kynmök - með óbeinum hætti - við 287 skólasystkini. Hann hefði því getað smitað þau öll af kynsjúkdómi. Smitsjúkdómalæknir minnir á að smokkurinn sé eina vörnin. 7.2.2005 00:01
Iceland fái ekki einkaleyfi Formaður Vinstri grænna og starfandi utanríkisráðherra leggjast báðir gegn því að verslunarkeðjan „Iceland“ fái einkaleyfi á orðinu Iceland í löndum Evrópusambandsins. Þeir eru hins vegar ósammála um hvort það gæti verið mönnum til framdráttar að skrá sig fyrir léninu steingrimurjod.is. 7.2.2005 00:01
Hafnar sprautuáætlun SÞ Breska dagblaðið <em>The Observer</em> skýrir frá því í dag að andstaða Bandaríkjastjórnar við sprautuáætlun Sameinuðu þjóðanna setji baráttu samtakanna gegn alnæmi í uppnám. Sameinuðu þjóðirnar hafa stutt að fíklum séu gefnar hreinar sprautur til að vinna gegn því að þeir smiti hver annan af alnæmi með því að skiptast á sprautum. 6.2.2005 00:01
Rólegt um allt land Nóttin fór að mestu leyti vel fram um land allt þrátt fyrir hefðbundið mánaðamótafyllirí eins og einn lögreglumaður orðaði það í samtali við fréttastofu. Lögreglan á Selfossi vill beina þeim tilmælum til ökumanna að taka tillit til aðstæðna en víða eru hálkublettir. 6.2.2005 00:01