Erlent

Lýtalækningar á dýrum bannaðar

Borgarfulltrúar í Hollywood hafa lagt fram tillögu þess efnis að banna lýtalækningar á heimilisdýrum. Samkvæmt tillögunni verður eigendum dýra bannað að fara með dýrin sín til dýralæknis til þess að láta laga útlit þeirra. Til dæmis verður bannað að stytta rófur þeirra, gera breytingar á eyrum og laga vígtennur svo lengi sem þessar breytingar hafa ekkert með heilsu dýranna að gera. Nú þegar eru í gildi lög víðsvegar um Evrópu sem banna lýtalækningar á dýrum en ef þessi tillaga verður samþykkt verður Hollywood eini staðurinn í Bandaríkjunum með slík lög.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×