Erlent

Nauðgaði konu sinni

Hart er deilt um hegningarlög í Arizona í Bandaríkjunum eftir nauðgunarmál sem kom upp í borginni Flagstaff. Samkvæmt núgildandi lögum er einungis hægt að fara fram á eins og hálfs árs fangelsisdóm yfir nauðgun ef sá sem nauðgar er giftur fórnarlambinu. Annars er hægt að fara fram á fjórtán ára fangelsi. Málið sem vakið hefur deilurnar snýst um það að eiginmaður réðst inni til konu sinnar, en þau bjuggu ekki lengur saman, batt hana niður og nauðgaði. Saksóknarar segja málið sýna að núgildandi lög séu úr sér gengin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×