Erlent

Strandborgir færðar inn í land

Ákveðið hefur verið að færa strandborgir á Indónesíu lengra inn á land til þess að koma í veg fyrir að harmleikurinn frá öðrum degi jóla endurtaki sig. Yfirmenn skipulagsmála á Indónesíu segja að komið verði upp hlutlausum svæðum á milli sjávar og byggðar til þess að koma í veg fyrir hugsanleg áhrif flóðbylgna. Líklegast verði að minnsta kosti tveir kílómetrar á milli sjávar og byggðar þegar búið verður að byggja strandlengjuna upp á nýjan leik.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×