Erlent

Gíslataka í Sviss

Maður sem ekki er vitað deili á ruddist inn í spænskum ræðismannsskrifstofuna í Bern í Sviss í morgun og heldur þar einni eða tveimur manneskjum í gíslingu. Hann barði niður dyravörð áður en hann ruddist inn en dyravörðurinn er ekki alvarlega slasaður. Svissneska lögreglan hefur girt af svæði umhverfis ræðismannsskrifstofuna en þar eru sendiráð all margra ríkja. Ekkert er vitað hvað manninum gengur til, hvort hann er vopnaður eða hvort hann hefur sett fram einhverjar kröfur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×