Erlent

Fljótust í kringum jörðina

Hetja sneri heim til Bretlandseyja í dag þegar Ellen MacArthur kom til hafnar eftir 71 dags ferð umhverfis jörðina á tuttugu og þriggja metra löngum báti. Hún sló heimsmetið í siglingum af þessu tagi og var um sólarhring fljótari en sá sem síðast reyndi við metið. Ferðalagið reyndi eðlilega á, enda var Ellen ein um borð á 42 þúsund kílómetra langri leið. Átta þúsund manns fögnuðu heimkomu hennar í dag og um leið var tilkynnt að hún yrði öðluð fyrir vikið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×