Erlent

36 létust, flestir lögreglumenn

Að minnsta kosti þrjátíu og sex manns biðu bana suður af Bagdad, höfuðborg Íraks, í gærkvöldi þegar uppreisnarmenn gerðu árás á lögreglustöð. Að sögn Al-Jazeera fréttastofunnar sem greinir frá atburðinum voru tuttugu og tveir hinna látnu írakskir hermenn og lögreglumenn en fjórtán uppreisnarmenn létust einnig í árásinni. Fyrr í gær létust tveir lögreglumenn og þrír slösuðust í fyrirsát uppreisnarmanna á sömu slóðum. Þá sprungu tvær sprengjur nærri alþjóðaflugvellinum í Bagdad í gær en ekki hefur verið gefið uppi hvort mannfall varð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×