Fleiri fréttir

Sautján létust í jarðskjálftum

Sautján létust og á annað hundrað slösuðust þegar hrina öflugra jarðskjálfta reið yfir Aloreyju, austarlega í Indónesíu, og höfðu sjúkrahús vart undan við að gera að sárum fólks. Hundruð heimila eyðilögðust þegar skjálftarnir riðu yfir, en styrkleiki öflugasta skjálftans mældist 7,3 á Richterkvarða.

Tyrkir vilja miðla málum

"Tyrkland er reiðubúið, hvenær sem er, að miðla málum í friðarferlinu og mun halda áfram að vinna að þessum málum," sagði Recep Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, þegar hann bauð fram hjálp sína og lands síns við að koma á friði milli Ísraela og Palestínumanna.

Handtóku 29 í áhlaupi

Hollenskir lögreglumenn handtóku 29 manns þegar þeir gerðu áhlaup á þjálfunarbúðir Kúrdíska verkamannaflokksins sem er útlægur í Tyrklandi vegna vopnaðrar baráttu hans gegn stjórnvöldum.

200 milljarða framúrkeyrsla

Kostnaður við Ólympíuleikana í Aþenu fer minnst 200 milljarða króna fram úr kostnaðaráætlun og verður að lágmarki um 800 milljarðar króna, þriðjungi meira en stefnt var að. Í þessum tölum er þó ekki talinn með kostnaður vegna umfangsmikilla samgönguframkvæmda þar sem voru meðal annars byggð ný lestakerfi.

Stærstur hluti Falluja hertekinn

Bandarískar og íraskar hersveitir hafa náð 80 prósentum Falluja á sitt vald, að sögn yfirmanna Bandaríkjahers. Enn er þó barist hús úr húsi á þeim svæðum sem hermenn hafa náð á sitt vald. Þar er verið að leita uppi og fella þá vígamenn sem hafa falið sig þegar fremstu hersveitirnar hafa sótt fram.

Haldið föngnum vegna brota annarra

"Við viljum ekki vera gíslar," stóð á borða sem skipverjar á víetnömsku skipi breiddu yfir borðstokkinn. Þeim hefur verið haldið nauðugum í höfn í Tansaníu í fjóra mánuði vegna deilna sem þeir og fyrirtækið sem þeir vinna hjá eiga engan þátt í.

Vill sjá Berlusconi í fangelsi

Ítalskur saksóknari krafðist átta ára fangelsisdóms yfir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, og vildi að honum yrði bannað ævilangt að sækjast eftir opinberu embætti. Kröfuna setti Ilda Boccassini fram þegar réttað var í máli þar sem Berlusconi er ásakaður um að hafa mútað dómurum.

Fleiri farsímanúmer en fólk

Farsímanotkun í Tékklandi er svo útbreidd að í þarlendum símaskrám er að finna fleiri farsímanúmer en landsmenn í þjóðskránni. Fyrirtækin þrjú sem bjóða farsímaþjónustu eru nú með 10,24 milljónir farsímanúmer á skrá en landsmenn eru 10,21 milljón eða 30 þúsund færri en farsímanúmerin sem eru í notkun.

Þúsundir fylgdu Arafat til grafar

Mikið öngþveiti myndaðist í Ramallah þegar Jasser Arafat var borinn til grafar. Einungis ættingjar og framámenn áttu að vera viðstaddir greftrun hans við höfuðstöðvar sínar en meira en tíu þúsund manns brutu sér leið þangað inn til að votta fyrrum forseta sínum virðingu og kveðja hann í hinsta sinn.

Einstakt tækifæri

"Ég held að það sé sanngjarnt að segja að við eigum góða möguleika á að stofna palestínskt ríki og ég ætla að nota næstu fjögur árin til að eyða pólitískri inneign Bandaríkjanna í slíkt ríki. Ég tel það í þágu heimsins að sannarlega frjálst ríki þróist í Palestínu," sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti.

Vilja ekki aðra ólympíuleika

Norsk stjórnvöld neituðu í gær að styðja umsókn borgaryfirvalda í Tromsö um að fá að halda ólympíuleikana í vetraríþróttum árið 2014. Ráðherrar sögðu of dýrt að halda ólympíuleikana og að of stutt væri frá því að vetrarólympíuleikarnir voru haldnir í Lillehammer 1994 til að verjandi væri að ráðast í slíkt stórvirki.

Kennarar æfir

Megn óánægja er í röðum grunnskólakennara með frumvarp ríkisstjórnarinnar um að binda enda á verkfallið. Samninganefndir hafa mánuð til að semja, ella verður gerðardómi falið að ákveða launin. Formaður Kennarasambandsins segir að þetta sé svartur dagur og að menntamálaráðherra sé rúinn öllu trausti.

Andstaðan ósátt

Stjórnarandstaðan segir að ríkisstjórnin beri mikla ábyrgð á þeim ógöngum sem deila kennara og sveitarfélaga sé komin í. Lagafrumvarpið sem bannar verkfall kennara var rætt í rúmlega fimm klukkustundir á Alþingi í dag.

Þarf að setja lög

Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi segir að það sé ekki í verkahring Ríkisendurskoðunar að gera athugun á fjármálum flokkanna eða styrkjum til þeirra.

Á skrifborðsæfingu um hryðjuverk

Þrír fulltrúar Víkingasveitarinnar fylgdust með æfingu norrænna lögregluyfirvalda nýlega þar sem verið var að æfa og samhæfa viðbrögð og samstarf við árás hryðjuverkamanna á farþegaskip á siglingu milli landanna þar sem gert var ráð fyrir að hryðjuverkamennirnir væru með sprengju um borð.

Launanefndin neitar samráði

Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, harmar lagasetningu á verkfall Kennarasambands Íslands.

Kallar ekki á endurskoðun

Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, telur koma til greina að Ríkisendurskoðun skoði styrki til stjórnmálaflokka sem fá framlög á fjárlögum en hyggst þó ekki beita sér fyrir því.

Óánægja með dragnótina

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur samþykkt að fara þess á leit við sjávarútvegsráðuneytið að veiðar dragnótabáta yfir 15 metra stærð verði bannaðar í Norðfjarðarflóa, Norðfirði, Hellisfirði, Viðfirði, Sandvík, Vöðlavík, Reyðarfirði og Eskifirði.

Stóraukinn nautakjötsinnflutningur

Nautakjöt er flutt inn til landsins í mun meiri mæli en í fyrra, segir Landssamband kúabænda eftir að hafa kannað gögn frá Hagstofu Íslands.

Breytingar ekki fyrirhugaðar

Robert S. McCormick ofursti tók í gær við stöðu yfirmanns Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli af Noel G. Preston flotaforingja. Við athöfnina voru fluttar ræður en í þeim voru ekki boðaðar breytingar á starfsemi Varnarliðsins.

Auknir fordómar í garð útlendinga

Á fimm árum hafa viðhorf fólks breyst á þá leið að færri vilja hleypa fleira flóttafólki inn í landið og fleiri eru andsnúnari því að fólk sem hingað flytur haldi siðum sínum og venjum. Um leið telja þó fleiri að landinn hafi gott af erlendum áhrifum. </font /></b />

Fallist á nýjan Gjábakkaveg

Skipulagsstofnun hefur með úrskurði sínum fallist með skilyrðum á lagningu nýs Gjábakkavegar milli Þingvalla og Laugarvatns í Bláskógabyggð.

Sprunginn meirihluti í Eyjum

Meirihlutasamstarfi Vestmannaeyjalistans og Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Vestmannaeyja var slitið á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gærkvöld. Í bæjarstjórn eru þrír fulltrúar V-lista, þrír frá Sjálfstæðisflokki og einn frá Framsóknarflokki.

Dómur hvatning fyrir fórnarlömb

Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í einkamáli konu gegn þremur karlmönnum er einstæður hér á landi. Hann getur verið hvatning til fórnarlamba nauðgara um að leita réttar síns, þótt ákæruvaldið telji ekki næg efni til ákæru.

Á þriðja hundrað í útgöngubanni

Féð í Möðrudal á Möðrudalsöræfum er ekkert yfir sig ánægt þessa dagana. Það hefur verið sett í útgöngubann eftir eldgosið í Grímsvötnum og fær ekki að fara út fyrr en einhvern tíma eftir áramót.

140 heimilisofbeldismál á ári

Um 140 skýrt skilgreind heimilisofbeldismál eru greind á ári hverju á slysa- og bráðasviði Landspítalans. Tilraun stendur nú yfir á spítalanum með bráðamóttöku fyrir þolendur slíks ofbeldis. Tveimur milljónum var veitt til verkefnisins, en síðan ekki söguna meir.

Auralaus nýsköpunarsjóður

Nýsköpunarsjóður hefur ekki peninga til að fjárfesta í nýjum nýsköpunar- eða sprotafyrirtækjum næstu ár. Forráðamenn hans hafa leitað til stjórnvalda og lífeyrissjóða í landinu. Innlend fyrirtæki og auðmenn áhættufjárfesta nær einungis erlendis.

Átta sveitarfélög á Vestfjörðum eiga sér vart framtíð

Íbúar á Vestfjörðum ættu að vera 60 prósentum fleiri nú en þeir voru fyrir aldarfjórðungi ef þeim hefði fjölgað í samræmi við landsmeðaltal. Átta af ellefu sveitarfélögum Vestfjarða eiga sér enga framtíð ef þau eru skoðuð út frá kenningum tveggja bandarískra landfræðinga. </font /></b />

Esso hætti við upplýsingagjöf

Olíufélagið hefur veitt stjórnmálaflokkunum samtals 980 þúsund krónur í styrki á ári síðustu fimm árin. Þegar Fréttablaðið óskaði eftir frekari upplýsingum og sundurliðun á þessum styrkjum tók forstjóri Esso vel í þá beiðni en dró síðan í land og sagði ekki rétt að gefa frekari upplýsingar um styrkina.

Styrkir til flokka verði rannasakaðir

Helgi Hjörvar alþingismaður telur að flokkarnir eigi að fá Ríkisendurskoðun til að gera almenna athugun á styrkjum olíufélaganna til stjórnmálaflokkanna. Þannig verði trúnaður ekki brotinn. </font /></b />

Opinberir styrkir til flokkanna fóru í skuldir

Framsóknarflokkurinn greiddi niður skuldir sínar um 90 milljónir árin 1992 til 2000. Flokksstarfið var í lágmarki því allir peningar fóru í skuldirnar. </font /></b />

Við völd í skjóli styrkja

Stjórnmálaflokkarnir sitja við völd í skjóli styrkja frá olíufélögunum, tryggingafélögunum og kvótagreifunum, segir Sverrir Hermannsson, fyrrverandi ráðherra. </font /></b />

Arafat allur

Jasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, er allur, sjötíu og fimm ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi í París skömmu eftir miðnætti að íslenskum tíma en frá þessu var greint snemma í morgun. Flogið verður með lík Arafats til Kaíró síðar í dag þar sem opinber útför hans fer fram, og síðar verður hann jarðsettur í Ramallah.

Kaupa tískukeðjuna MK One

Baugur og Landsbankinn ætla að kaupa bresku tískukeðjuna MK One. Samkvæmt fréttaskeytum er kaupsamningurinn metinn á um fimmtíu og fimm milljónir punda, eða sem nemur 6,9 milljörðum króna. Baugur mun eiga um helming fyrirtækisins á móti nýjum stjórnendum og Landsbankanum.

Að mestu á valdi hersetuliðsins

Sprengjuregnið í borginni Fallujah í Írak hófst á ný snemma í morgun eftir nokkur hlé þar í nótt. Talsmenn Bandaríkjahers segja borgina að mestu á valdi hersetuliðsins en andspyrna er þó enn töluverð á nokkrum stöðum í borginni þar sem skæruliðar og hryðjuverkamenn halda sig.

Bush tilnefnir nýjan ráðherra

George Bush Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Alberto Gonzales, lögfræðiráðunaut í Hvíta húsinu, sem dómsmálaráðherraefni sitt í kjölfar þess að John Ashcroft tilkynnti um afsögn sína í gær. Gonzales er sonur fátækra innflytjenda og yrði fyrsti spænskumælandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.

Rannsókn beinist að hjólabúnaði

Rannsókn á flugatvikinu þegar flutningavél Atlanta hlekktist á í flugtaki í Sameinuðu arabísku furstadæmunum nýverið, beinist einkum að hjólabúnaði vélarinnar. Flugmenn hættu skyndilega við flugtak þegar vélin var komin á mikla ferð og stöðvaðist hún ekki fyrr en hún stakkst í sandinn utan flugbrautarinnar. Vélin, sem er Boeing 747 breiðþota, er að öllum líkindum ónýt.

Gátu selt fyrir 6 milljarða

Mun meiri eftirspurn var í hlutafjárútboði Flugleiða en framboð og voru fjárfestar reiðubúnir að kaupa nýtt hlutafé fyrir tæpa sex milljarða króna. Framboðið var hins vegar 3,8 milljarðar þannig að umframeftirspurn nam rösklega 56 prósentum.

Atlantsolía fjölgar stöðvum

Atlantsolía ráðgerir að reisa sex nýjar bensínstöðvar á næstu misserum en það rekur aðeins tvær afgreiðslur núna, aðra í Hafnarfirði og hina í Kópavogi. Fyrsta nýja stöðin tekur til starfa á Sprengisandi í Reykjavík upp úr áramótum og verður skóflustunga tekin að henni á næstu dögum.

Stjórnarskrá ESB staðfest

Stjórnarskrá Evrópusambandsins var staðfest á þjóðþinginu í Litháen í morgun. Litháar eru þar með fyrsta Evrópusambandsþjóðin til að samþykkja stjórnarskrána en hún þarfnast samþykkis annað hvort þjóðþinga allra aðildaþjóða eða staðfestingu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Cat Stevens fær friðarverðlaun

Söngvarinn Yusuf Islam, öðru nafni Cat Stevens, sem Bandaríkjastjórn telur að tengist hryðjuverkamönnum, fékk í dag afhent sérstök verðlaun á Ítalíu fyrir að leggja sitt af mörkum í baráttunni fyrir friði í heiminum. 

Vanunu handtekinn á ný

Lögreglan í Ísrael hefur enn og aftur handtekið kjarnorkusérfræðinginn Mordechai Vanunu sem nýlega var látinn laus eftir átján ára fangelsisdóm fyrir landráð. Hann lak á sínum tíma upplýsingum um kjarnorkuvopnaeign Ísraela sem varð til þess að umheimurinn varð þess áskynja að Ísrael væri orðið kjarnorkuríki.

Forseti sendi samúðarkveðjur

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi í morgun samúðarkveðjur til palestínsku þjóðarinnar vegna andláts Jassers Arafats, forseta heimastjórnarinnar. Þar sagði forsetinn að Arafat hefði markaði djúp spor í sögu Mið-Austurlanda og heimsins alls og barátta hans fyrir réttindum og sjálfstæði Palestínumanna verið þjóðinni leiðarljós í áratugi.

Ökumenn sýni aðgát

Kveikt verður á nýjum umferðarljósum á gatnamótum Stekkjarbakka og Hamrastekks í Reykjavík klukkan tvö á laugardaginn. Þangað til verða ljósin látin blikka á gulu ljósi og biður gatnamálastjóri ökumenn að sýna aðgát og tillitssemi á meðan.

Sakar Vilhjálm um róg

Í bókun sem Þórólfur Árnason, fráfarandi borgarstjóri, lagði fram á borgarráðsfundi sem hófst klukkan ellefu í morgun, sakar hann Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, oddvita sjálfstæðsimanna í borgarstjórn, um vísvitandi róg. Hann vitnar þar til þeirra ummæla Vilhjálms í DV að það liggi beint við að hann fái biðlaun upp á 20 milljónir króna út kjörtímabilið.

Sjá næstu 50 fréttir