Innlent

Launanefndin neitar samráði

Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, harmar lagasetningu á verkfall Kennarasambands Íslands. "Það hefur aldrei verið ósk viðræðunefndar sveitarfélaga að til lagasetningar komi. Ég hef hins vegar sagt oftar en einu sinni að ég skil vel að það sé reynt að létta þessari möru af þjóðinni. Ég skil nauðsyn þess að grípa til aðgerða til að koma börnum í skóla en það að setja lög á kjaradeilu er auðvitað ákveðin frestun á vandanum. Ég vorkenni okkur samningsaðilum ekkert að leysa okkar vanda. Við eigum auðvitað að gera það," segir hann. "Ég mótmæli harðlega og neita því algjörlega að launanefnd sveitarfélaga hafi nokkurn tímann eða á nokkru stigi málsins leitað eftir því við ríkisstjórnina að sett yrðu lög á kjaradeilu grunnskólakennara. Við höfum hvað eftir annað og ævinlega lýst því yfir að lagasetning sé okkur ekki að skapi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×