Fleiri fréttir

Fær lögheimili í Bláskógabyggð

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að fimm manna fjölskylda skuli fá lögheimili í Bláskógabyggð. Fjölskyldan flutti þangað í vor en sveitarstjórnin vildi ekki samþykkja umsókn um lögheimili fyrst heimilið er á sumarhúsasvæði. Börnin fengu heldur ekki skólavist í Bláskógabyggð.

Sitja ekki við sama borð?

Um 200 nemendur, nýútskrifaðir úr grunnskóla, höfðu samband við menntamálaráðuneytið í haust vegna þess að þeir fengu ekki inngöngu í framhaldsskóla. Aðstoðaði ráðuneytið þá við að fá inngöngu í skóla og fengu þeir allir inni. Það sama gildir ekki um þá sem voru aftur að hefja framhaldsskólanám eftir hlé.

5 mánaða fangelsi fyrir fjársvik

Kona á fertugsaldri var dæmd til fimm mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir fjársvik. Hún sveik út vörur fyrir tæpar 260 þúsund krónur með kreditkorti í eigu fyrirtækis. Konan hefur hlotið átta dóma og margrofið skilorð.

ASÍ á móti lagasetningu

Alþýðusamband Íslands er algerlega á móti lagasetningu á kennaraverkfallið. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði í samtali við fréttastofu að það hafi sýnt sig að eftirmál lagasetninga á vinnudeilur séu verri en allir aðrir kostir. Þetta þekki sambandið vel í tengslum við kjaradeilu sjómanna.

Árásir á landnemabyggðirnar

Andlát Arafats virðist hafa hleypt nýju blóði í herskáa Palestínumenn sem gerðu í morgun árás á landnemabyggðir gyðinga. Ríkisstjórn Ísraels hefur lokað bæði Vesturbakkanum og Gasa til að reyna að koma í veg fyrir uppþot og óeirðir.

Harmar þrákelkni Vilhjálms

Þórólfur Árnason borgarstjóri segist harma það að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, sé ekki maður til að draga til baka eða neita ummælum sínum í DV í gær þar sem haft er eftir honum að það liggi beint við að ætla að borgarstjóri fái laun út kjörtímabilið, sem gætu verið 20 milljónir króna.

Fordómar hafa aukist

Fordómar gagnvart innflytjendum hafa aukist í íslensku samfélagi á undanförnum árum, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Alþjóðahúsið. Alþjóðahúsið hyggst kynna könnunina nánar á morgun og aðgerðir til að sporna gegn fordómum.

Lagasetning ekki tilkynnt í dag

Ekkert verður tilkynnt um lagasetningu á kennaraverkfallið í dag. Áður en tilkynnt verður um hugsanlegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna verkfallsins mun forsætisráðherra meðal annars ræða málið innan þingflokkanna, við fulltrúa ASÍ og Samtök atvinnulífsins.

Sérstök lög um heimilisofbeldi

Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram þingslályktunartillögu um að sett verði sérstök lög um heimilisofbeldi. Heimilisofbeldi er ekki skilgreint sérstaklega í íslenskri löggjöf, heldur helst dæmt eftir hegningarlögum um líkamsárásir.

Hitabeltisfiskar á Húsavík

Hitabeltisfiskar hafa fundist í baðlóninu sunnan Húsavíkur, grábláir með svörtum rákum og kallast fanga-siklíður. Náttúrustofa Norðausturlands segir að fiskarnir hafi náð að fjölga sér í lóninu og lifi ágætu lífi en kjörhiti þeirra er 24 gráður.

Margir ráðamenn við útför Arafats

Listinn yfir þá þjóðarleiðtoga og ráðamenn sem áætlað er að verði við útför Jassers Arafats á morgun er langur. Sextíu nöfn eru á honum eins og hann lítur út núna en enginn Íslendingur er þar á meðal. Danir, Svíar, Norðmenn og Finnar eiga hins vegar allir sinn fulltrúa, utanríkisráðherrar þjóðanna í öllum tilvikum nema að fyrir Svía mætir Göran Persson forsætisráðherra.

Flestir Bretar vilja reykingabann

Nær fjórir af hverjum fimm Bretum vilja banna reykingar á veitingastöðum og kaffihúsum samkvæmt nýrri skoðanakönnun breska dagblaðsins Daily Mirror og nær þrír af hverjum fimm vilja banna reykingar í öllum opinberum byggingum.

Þrír létust í rútuslysi

Þrír létust og 20 slösuðust þegar rúta með 36 ólöglega innflytjendur innanborðs fór út af brú og steyptist niður í á í norðvesturhluta Tyrklands. Sjö farþegar sem sluppu ómeiddir úr slysinu flýðu af vettvangi áður en lögregla kom en þeir slösuðu og sex til viðbótar sem ekki slösuðust voru handteknir þegar lögregla kom á vettvang.

Fagna dauða Arafats

"Dauði Jassers Arafat markar brotthvarf morðingja gyðinga, sem bar ábyrgð á því að valda sorg á þúsundum ísraelskra heimila," sögðu forystumenn Yesha, samtaka ísraelskra landtökumanna á landsvæðum Palestínumanna. Arafat var þeim enginn harmdauði heldur vakti andlát hans vonir landtökumanna um betri hag sinn.

Íshús Njarðvíkur gjaldþrota

Íshús Njarðvíkur ehf. hefur verið úrskurðað gjaldþrota að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Fyrir um tveimur árum stóð Íshús Njarðvíkur fyrir björgunaraðgerðum vegna fjölveiðiskipsins Guðrúnar Gísladóttur sem strandaði við Lófóten í Noregi. Björgunaraðgerðir tókust ekki og hvílir skipið enn á hafsbotni.

Arafat jarðsunginn í dag

Arafat lést í fyrrinótt eftir erfið veikindi. Útför hans verður gerð í tvennu lagi í dag, í Kaíró og Ramallah. Þjóðarleiðtogar minntust hans og lögðu áherslu á að koma á friði í Mið-Austurlöndum. Velja þarf eftirmann hans innan 60 daga. </font /></b />

Litháar fyrstir til að staðfesta

Litháar urðu fyrstir aðildarþjóða Evrópusambandsins til að staðfesta stjórnarskrá sambandsins sem forystumenn aðildarríkjanna 25 undirrituðu í Róm undir lok síðasta mánaðar.

Tapaði stórfé á að glæða eldinn

Seinheppinn Norðmaður varð 160 þúsund íslenskum krónum fátækari þegar hann kom þreyttur og drukkinn heim úr gleðskap og glæddi eld í arni sínum.

Gonzales í stað Ashcroft

George W. Bush Bandaríkjaforseti valdi einn helsta ráðgjafa sinn í stríðinu gegn hryðjuverkum til að taka við af embætti dómsmálaráðherra af John Ashcroft. Fyrir valinu varð Alberto Gonzales, samherji Bush frá því á ríkisstjóraárum forsetans frá Texas.

Sýknaður á grundvelli skófars

Hæstiréttur sýknaði í dag mann af ákæru fyrir að hafa stolið þrjú þúsund krónum í innbroti í verslun í Mjóddinni. Héraðsdómur hafði dæmt manninn í sex mánaða fangelsi en hann er síbrotamaður. Vafinn um sekt snerist um skófar.

Hæstiréttur lækkaði bæturnar

Hæstiréttur lækkaði í dag bætur til konu sem varð fyrir slysi er hún var farþegi í bifreið með ölvuðum ökumanni. Maðurinn andaðist í slysinu. Héraðsdómur dæmdi konunni eina og hálfa milljón í bætur en Hæstiréttur lækkaði bæturnar í rúma milljón.

Steinunn Valdís XVI

Steinunn Valdís Óskarsdóttir verður sextándi borgarstjóri Reykjavíkur. Hún er þriðja konan sem gegnir embættinu. Sjö lögfræðingar hafa verið borgarstjórar, fjórir verkfræðingar og senn tveir sagnfræðingar. </font /></b />

Málamiðlun allra málamiðlanna

Talsverður kurr er í Samfylkingunni yfir því með hverjum hætti kjör Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur bar að. "Það er óþolandi að Halldór Ásgrímsson skuli velja fyrir okkur borgarstjóra", segir einn helsti leiðtogi Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Nýsköpunarsjóður nánast auralaus

Nýsköpunarsjóður hefur ekki peninga til að fjárfesta í nýjum nýsköpunar eða sprotafyrirtækjum næstu ár. Forráðamenn hans hafa leitað til stjórnvalda og lífeyrissjóða í landinu. Innlend fyrirtæki og auðmenn áhættufjárfesta nær einungis erlendis. </font /></b />

Vilko ehf. aftur af stað

Forráðamenn fyrirtækisins Vilko ehf. á Blönduósi, sem eyðilagðist í eldsvoða í lok síðasta mánaðar, eru að hefja framleiðslu á nýjan leik.

Samstarf olíufélaganna leyfilegt

Olíufélögin mega hafa samstarf um dreifingu ef það er almenningi til hagsbóta. Forstjóri samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar segir að hafa þurfi gott eftirlit með slíku samstarfi. Hann segir afsagnir stjórnarmanna á vegum Olíufélagsins skref í rétta átt en eftir eigi að leggja mat á hvort nógu langt sé gengið. 

Þingsályktun um heimilisofbeldi

Þingályktun um setningu lagaákvæðis um heimilisofbeldi hefur verið lögð fram á Alþingi. "Markmiðið er að ná utan um þann verknað sem heimilisofbeldi er, í víðum skilningi," sagði Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður Samfylkingarinnar, sem er fyrsti flutningsmaður þingsályktunarinnar.

Sakar Vilhjálm um róg

Þórólfur Árnason, fráfarndi borgarstjóri sakaði Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, oddvita Sjálfstæðismanna um "róg" í bókun á borgarráðsfundi í gær. Á fundinum baðst Þórólfur formlega lausnar sem borgarstjóri.

Olíufélögin á móti olíugjaldinu

Olíufélögin, sem öll hafa styrkt stjórnmálaflokkana, börðust á sínum tíma hatrammri baráttu gegn því að olíugjaldið yrði tekið upp. Það hefði haft í för með sér aukna dísilvæðingu og þar af leiðandi minni viðskipti. Frumvarp um olíugjald var samþykkt á Alþingi 1997 en það svo afturkallað. 

Essó var leiðandi í hækkunum

Árið 1998 ákváðu olíufélögin að Essó yrði leiðandi í verðbreytingum á bensínmarkaði. Á sama tíma og fjölmiðlar fjölluðu um verðstríð á bensínmarkaði í maí árið 2001 skammaði forstjóri Essó forstjóra Olís fyrir að hækka ekki verð á bensíni.

Nýr möguleiki til endurfjármögnuna

Líklegt er að fólk sem er mjög skuldsett og hafði hugsað sér að taka 80 prósenta íbúðalán til að endurfjármagna hætti nú við það og ákveði einfaldlega að selja íbúðir sínar, að sögn Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Verðtryggingin er ekki slæm

Hin nýju 100 prósenta íbúðalán bankanna eru verðtryggð á Íslandi en ekki í nágrannalöndunum. Þar þekkist ekki verðtrygging í sama mæli og á Íslandi að sögn Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Olís segist ekki hafa hótað

Fráleitt er að halda því fram að Olís hafi hótað að setja Olgeir Jóhannesson, fyrrverandi eiganda smurverkstæðisins Smurs og dekks á Höfn í Hornafirði, á hausinn ef hann myndi kaupa smurolíur af umboðsmanni Irving á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóni Ólafi Halldórssyni, framkvæmdastjóra markaðssviðs stórnotenda hjá Olís.

600 uppreisnarmenn drepnir

Bandarískar herflugvélar og stórskotalið gerðu árásir á suðurhluta borgarinnar Falluja í gær. Þar er talið að meginkjarni íraskra uppreisnarmanna haldi sig og reynir bandaríski herinn að þrengja að þeim.

Norðmenn flýja Fílabeinsströndina

Norsk og dönsk stjórnvöld hafa boðist til að hjálpa ríkisborgurum landanna sem eru á Fílabeinsströndinni að fara frá landinu.

Hækkun leikskólagjalda samþykkt

Leikskólagjöld hækka um allt að 42 prósent um áramótin hjá fólki í sambúð þar sem annað foreldrið er í námi. Borgaryfirvöld samþykktu í gær að breyta gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur.

Kabúlflugvöllur úr okkar umsjá

Davíð Oddsson utanríkisráðherra ræddi stöðu og horfur í heiminum á Alþingi í gær. Margt bar þar á góma, til dæmis varnarsamstarfið við Bandaríkin, málefni íslensku friðargæslunnar og ástandið í Írak.

Lög sett á verkfallið

Lög verða sett á kennaraverkfallið og skipaður einhverskonar gerðardómur um kjör kennara, samkvæmt heimildum Stöðvar 2. Þing verður væntanlega kallað saman á morgun þar sem fjallað verður um lagafrumvarpið. Kennsla gæti því hafist á nýjan leik í grunnskólum landsins strax í byrjun næstu viku.

Tækifæri fyrir frið

Hver þjóðarleiðtoginn á fætur öðrum hefur í dag vottað palestínsku þjóðinni samúð sína vegna andláts Jassirs Arafats, sem lést í nótt. Íslensk stjórnvöld segja að fráfall Arafats geti boðað ný tækifæri fyrir frið.

Abbas kjörinn leiðtogi PLO

Mahmoud Abbas var í dag kjörinn leiðtogi Frelsissamtaka Palestínumanna, PLO. Abbas þykir hófsamur og samningalipur en óttast er að hann nái ekki sömu lýðhylli og Arafat og muni ekki hafa stjórn á öfgahópum Palestínumanna.

Segir ummælin ekki misvísandi

Félagsmálaráðuneytið vísar á bug að ummæli félagsmálaráðherra um skýrslu Ríkisendurskoðunnar um meðferðarheimilið á Torfastöðum séu misvísandi, eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær.

Árekstur á miðri brú

Árekstur varð á miðri brúnni yfir Tungnaá skammt frá Hrauneyjum í gærdag. Glerhált var og náðu ökumenn bílanna sem komu úr gagnstæðri átt ekki að stöðva áður en bílarnir lentu saman að sögn Lögreglunnar á Hvolsvelli.

Síbrotamaður í fangelsi

Hæstiréttur mildaði þriggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir síbrotamanni í tveggja og hálfs árs fangelsi. Maðurinn var sakfelldur fyrir hylmingu, níu þjófnaðarbrot, eina tilraun til þjófnaðar og umferðarlagabrot.

Sýknaður af innbroti

Hæstiréttur sýknaði síbrotamann af innbroti í verslun í Mjódd þar sem 3.000 þúsund krónum var stolið úr peningakassa verslunarinnar.

Hæstiréttur lækkar bætur

Hæstiréttur lækkaði slysabætur til ungrar konu, vegna miska sem hún hlaut í bílslysi árið 1998, vegna ölvunar ökumannsins. Ökumaðurinn, sem var kærasti konunnar, lést í slysinu. Áfengismagn í blóði hans reyndist vera 2,15 prómill.

Sjá næstu 50 fréttir