Erlent

Sautján létust í jarðskjálftum

Sautján létust og á annað hundrað slösuðust þegar hrina öflugra jarðskjálfta reið yfir Aloreyju, austarlega í Indónesíu, og höfðu sjúkrahús vart undan við að gera að sárum fólks. Hundruð heimila eyðilögðust þegar skjálftarnir riðu yfir, en styrkleiki öflugasta skjálftans mældist 7,3 á Richterkvarða. Jarðskjálftanna varð einnig vart í Dili, höfuðborg Austur-Tímor, sem er í fimmtíu kílómetra fjarlægð frá Alor. Þar flýði fjöldi fólks heimili sín en enginn meiddist þar að því er best er vitað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×