Erlent

Bush tilnefnir nýjan ráðherra

George Bush Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Alberto Gonzales, lögfræðiráðunaut í Hvíta húsinu, sem dómsmálaráðherraefni sitt í kjölfar þess að John Ashcroft tilkynnti um afsögn sína í gær. Gonzales er sonur fátækra innflytjenda og yrði fyrsti spænskumælandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann er höfundur skýrslu þar sem því er haldið fram að Genfarsáttmálinn um meðferð stríðsfanga sé úreltur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×