Erlent

200 milljarða framúrkeyrsla

Kostnaður við Ólympíuleikana í Aþenu fer minnst 200 milljarða króna fram úr kostnaðaráætlun og verður að lágmarki um 800 milljarðar króna, þriðjungi meira en stefnt var að. Í þessum tölum er þó ekki talinn með kostnaður vegna umfangsmikilla samgönguframkvæmda þar sem voru meðal annars byggð ný lestakerfi. Hluti ástæðunnar fyrir þessari miklu framúrkeyrslu er að öryggiskostnaður jókst gríðarlega eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001. Sá kostnaður nam um 90 milljörðum króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×