Innlent

Þarf að setja lög

Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi segir að það sé ekki í verkahring Ríkisendurskoðunar að gera athugun á fjármálum flokkanna eða styrkjum til þeirra. Ríkisendurskoðun geti í besta falli óskað eftir greinargerðum um það hvernig flokkarnir hafi ráðstafað styrkjum frá ríkinu. Hann telur hugsanlegt að ríkisendurskoðandi geti tekið ákvörðun um að skoða þessi mál en langlíklegast sé að breyta þurfi lögum um starfsskyldur Ríkisendurskoðunar til að stofnunin geti rannsakað styrki fyrirtækjanna, í þessu tilviki olíufélaganna, til flokkanna. "Við heyrum undir Alþingi. Ef Alþingi setur á okkur einhverjar starfsskyldur í lögum þá verðum við að framfylgja þeim. Ég hef ekkert velt þessu fyrir mér en ég myndi halda að Alþingi þyrfti að breyta lögunum, það er ekkert vit í öðru. Annars hef ég enga skoðun á þessu og vil ekki hafa neina. Þetta er umræða sem fer fram fyrir utan okkur," segir Sigurður Þórðarson ríkisendurskoðandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×