Erlent

Vill sjá Berlusconi í fangelsi

Ítalskur saksóknari krafðist átta ára fangelsisdóms yfir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, og vildi að honum yrði bannað ævilangt að sækjast eftir opinberu embætti. Kröfuna setti Ilda Boccassini fram þegar réttað var í máli þar sem Berlusconi er ásakaður um að hafa mútað dómurum. Berlusconi var sjálfur ekki í réttarsal þegar fjallað var um meintar mútugreiðslur hans til að tryggja að hann en ekki keppinautur hans fengi að kaupa matvælafyrirtækið SME þegar það var einkavætt á níunda áratug síðustu aldar. Boccassini sagði Berlusconi hafa haft dómara á launaskrá til að verja hag sinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×