Erlent

Vanunu handtekinn á ný

Lögreglan í Ísrael hefur enn og aftur handtekið kjarnorkusérfræðinginn Mordechai Vanunu sem nýlega var látinn laus eftir átján ára fangelsisdóm fyrir landráð. Hann lak á sínum tíma upplýsingum um kjarnorkuvopnaeign Ísraela sem varð til þess að umheimurinn varð þess áskynja að Ísrael væri orðið kjarnorkuríki. Vanunu var handtekin aftur í gær vegna gruns um að hann hefði enn á ný rætt ríkisleyndarmál Ísraelsríkis við utanaðkomandi aðila.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×