Fleiri fréttir

Fischer óskar eftir hæli

Bobby Fisher, fyrrverandi heimsmeistari í skák hefur óskað eftir pólitísku hæli á Íslandi við sendiráð Íslands í Tókýó. Þá hefur hann jafnframt óskað eftir fyrirgreiðslu símleiðis hjá forstjóra Útlendingastofnunar. 

Flestir vilja Kristin í nefndir

Meirihluti þjóðarinnar er andvígur þeirri ákvörðun meirihluta þingflokks Framsóknarflokksins að neita Kristni H. Gunnarssyni alþingismanni um setu í nefndum Alþingis, samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið lét framkvæma á laugardag. Tæp átján prósent þeirra sem tóku afstöðu voru fylgjandi þessari ákvörðun, en rúmlega 82 prósent andvíg.

Kennarar aftur í verkfall

Launanefnd sveitarfélaga hafnaði fyrir stundu tillögu sem samninganefnd kennara lagði fram í kjölfar þess að miðlunartillaga sáttasemjara var kolfelld. "Hugmynd launanefndar sveitarélaga um nýja nálgun og frestun verkfalls var hafnað. Í stað þess lögðu fulltrúar KÍ fram tilboð sem þeir meta sjálfir á rúm 36% í kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin," sagði Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndar sveitarfélaga.

Telur skólastjóra hafa samþykkt

Ætla má að skólastjórnendur grunnskólanna hafi átt stóran hluta þeirra atkvæða sem greidd voru með miðlunartillögu ríkissáttasemjara, segir Sigfús Grétarsson, formaður samninganefndar Skólastjórafélags Íslands.

Forysta Iceland Express ósátt

Flugfélagið Iceland Express mótmælir harðlega vinnubrögðum Ferðamálaráðs sem flokkar flugfélagið sem ferðaskrifstofu á þátttökulista íslensku fyrirtækjanna á ferðakaupstefnunni World Travel market sem hófst í London í gær.

Verkfall kennara aftur hafið

Forysta kennara lagði heildstætt tilboð fyrir launanefnd sveitarfélaganna eftir að hafa hafnað hugmyndum þeirra til að fresta verkfalli kennara. Launanefndin hafnaði tilboðinu.

Skeljungur biðst afsökunar

Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, harmar þátt félagsins í þeim starfsháttum sem gagnrýndir eru í skýrslu Samkeppnisráðs um ólögmætt samráð olíufélaganna. Hann biður viðskiptavini Skeljungs jafnframt afsökunar.

Kerry einu prósenti yfir

John Kerry mælist nú með eins prósentustigs forskot á George Bush í forsetaslagnum í Bandaríkjunum, samkvæmt nýrri fylgiskönnun Reuters og Zogby sem birtist í morgun. Þegar allar kannanir eru teknar saman hefur Bush hins vegar enn forskot í kjörmannaráðinu með 263 kjörmenn á móti 248 kjörmönnum Kerrys.

Kristinn fær meiri stuðning

Enn fjölgar þeim Framsóknarfélögum sem lýsa stuðningi við Kristinn H. Gunnarsson alþingismann. Framsóknarfélag Stykkishólms hélt aðalfund í fyrrdag og samþykkti svohljóðandi ályktun þar sem skorað er á þingflokk Framsóknarflokksins að leysa þann ágreining sem ríki á milli þingmanna flokksins.

Enn vex Skeiðará

Hlaupið í Skeiðará er enn að vaxa og hefur rennsli árinnar þegar margfaldast frá því fyrradag. Vatnamælingamenn Orkustofnunar eru þessa stundina á Skeiðarárbrú að mæla rennslið og sagði Sverrir Elefsen nú skömmu fyrir fréttir að áin hefði vaxið töluvert frá því í gær. Mikill jökullitur er á ánni en hins vegar finnst engin jöklafýla.

Enn vex Skeiðará

Hlaupið í Skeiðará er enn að vaxa og hefur rennsli árinnar þegar margfaldast frá því fyrradag. Vatnamælingamenn Orkustofnunar eru þessa stundina á Skeiðarárbrú að mæla rennslið og sagði Sverrir Elefsen nú skömmu fyrir fréttir að áin hefði vaxið töluvert frá því í gær. Mikill jökullitur er á ánni en hins vegar finnst engin jöklafýla.

Hóta að drepa starfsmennina

Mannræningjar sem halda þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna í gíslingu í Afganistan segjast drepa þá verði öllum al-Qaeda- og talibana föngum Bandaríkjamanna ekki sleppt fyrir hádegi á miðvikudag. Talsmaður Hers Muslíma, sem er hreyfing mannræningjanna, segir að gíslarnir verði drepnir á þann hátt sem kæta mun Múslimi.

Japani tekinn af lífi

Enn einn gíslinn hefur verið tekinn af lífi í Írak. Lík 24 ára Japana fannst í Bagdad í gær. Hann var á bakpokaferðalagi og var talinn hafa tekið rútu frá Jórdaníu til Íraks í síðustu viku. Átta bandarískir hermenn létu lífið í árás í Írak gær en þetta er eitthvert mesta mannfall meðal bandaríska setuliðsins í langan tíma.

Mæðgur sluppu vel eftir veltu

Mæðgur sluppu ótrúlega vel þegar jeppi sem þær voru í valt á Dynjandisheiði í gær. Tilkynnt var um slysið laust fyrir klukkan 18 og fóru lögreglumenn frá Patreksfirði og Ísafirði á staðinn og sjúkrabíll frá Þingeyri. Mikil hálka var á slysstað og hafði jeppinn því verið á hægri ferð.

Með 200 grömm af hassi

Karlmaður er í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Ísafirði vegna gruns um aðild að fíkniefnamáli. Hann var handtekinn á pósthúsinu á Flateyri á miðvikudag þegar hann vitjaði póstsendingar, en fíkniefnafundur hafði fundið efnin. Um tvö hundruð grömm af hassi reyndust í pakkanum. Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út síðdegis á morgun.

5 líkamsárásir kærðar

Fimm líkamsárásir voru kærðar í miðborg Reykjavíkur í nótt. Um þrjúleytið var kallað á sjúkrabíl að skemmtistaðnum Prövdu í Austurstræti eftir átök dyravarðar og eins gesta staðarins. Dyravörðurinn hafði hent gestinum út af staðnum og réðst gesturinn þá á dyravörðinn og sparkaði og sló í hann, samkvæmt upplýsingum lögreglu.

Skemmdarverk á mælitækjum

Skemmdarverk hafa verið unnin á mælitækjum á Mýrdalssandi sem vakta Kötlu. Af þeim sökum fengu vísindamenn engar upplýsingar um rafleiðni í Múlakvísl í tólf daga. Leiðniskynjari í Múlakvísl hætti þann 19. október að senda upplýsingar en þær berast venjulega sjálfvirkt inn til Orkustofnunar.

Allt kapp lagt á kjörsókn

Svo mjótt er á mununum í forsetakosningunum í Bandaríkjunum að kosningaþátttakan er talin skipta sköpum. Flokkarnir leggja allt í sölurnar til að tryggja að fólk mæti á kjörstaði.

Krefjast þess að her fari á brott

Mannræningjar sem halda þremur starfsmönnum Sameinuðu þjóðanna í gíslingu í Afganistan krefjast þess að allur erlendur her í landinu hverfi á brott og Sameinuðu þjóðirnar hætti starfsemi sinni.

Meiri og margþættari brot

Skýrsla Samkeppnisráðs sýnir að brot olíufélaganna á samkeppnislögum voru bæði meiri og margþættari en áður var haldið, segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Hann segir málið sýna mikilvægi þess að efla samkeppnisyfirvöld. Hann segir tjónið sem viðskiptavinum hafi verið valdið sé mjög mikið vegna þess hve langan tíma brotin stóðu.

Skeiðará hefur margfaldast

Hlaupið í Skeiðará er enn að vaxa og hefur rennsli árinnar þegar margfaldast frá því fyrradag. Vatnamælingamenn Orkustofnunar eru þessa stundina á Skeiðarárbrú að mæla rennslið og sagði Sverrir Elefsen nú skömmu fyrir fréttir að áin hefði vaxið töluvert frá því í gær.

Cherie Blair á móti Bush?

Cherie Blair, eiginkona Tony Blair, hefur verið ásökuð fyrir að halda úti áróðri gegn George Bush í fyrirlestrum sem hún hefur haldið í Bandaríkjunum upp á síðkastið. Í fyrirlestrum sínum hefur Cherie meðal annars fagnað úrskurði Hæstaréttar Bandaríkjanna um að hafna beiðni Hvíta Hússins um að ekki mætti hleypa mannréttindasamtökum í fangelsið á Guantanamo flóa.

Styttist í árás á Fallujah

Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnarinnar í Írak, segir mjög styttast í allsherjarárás í borginn Fallujah. Allawi segir að ekki sé hægt að bíða lengur með að losa borgina undan heljargreipum hryðjuverkamanna og þar eð friðsamar viðræður hafi engu skilað hingað til, liði ekki á löngu uns gripið verði til annarra og harkalegri aðgerða.

Verða að hætta hótunum

Yfirvöld í Íran segja að sigurvegari forsetakosninganna í Bandaríkjunum verðin að láta af hótunum gegn Íran. Talsmaður Utanríkisráðuneytis Írans segir að Bandaríkjamenn ættu að reyna að læra af sögunni og átta sig á því í eitt skipti fyrir öll að hótanir og fordómar í garð Íran skili engu.

Japanar láta ekki hræða sig

Japanar ætla ekki að draga her sinn burt frá Írak þó að japanskur ferðamaður hafi verið afhöfðaður í Írak í gær. Koizumi, forsætisráðherra, Japan segir að ekki þýði að láta óttann við ómannlegar grimmdaraðgerðir hryðjuverkamanna yfirvinna baráttuna gegn hryðjuverkum.

Arafat segist vel stemmdur

Jasser Arafat segist vera í góðu standi eftir ferðina til Parísar, að sögn fjármálaráðherra Palestínu, sem fékk símtal frá Arafat fyrr í dag. Fyrstu rannsóknir á Arafat benda til þess að veikindin sem hrjái hann séu ekki lífshættuleg og þau megi lækna, þó að ekki liggi enn fyrir hvað það er nákvæmlega sem hrjáir leiðtogann aldna.

Allt í járnum

Mjög jafn er komið á með þeim John Kerry og George Bush samkvæmt flestum könnunum sem birst hafa í dag. Í könnun Í könnunum Reuters og Zogby og ABC og Washington post er fylgið hnífjafnt, en hins vegar sker könnun Newsweek sig nokkuð úr, því samkvæmt henni hefur Bush sex prósentustiga forskot.

Engar hótanir hafa borist

Þrátt fyrir óvænta innkomu Osama Bin Laden í kosningabaráttuna í gær, segir ráðherra Heimavarnarmála í Bandaríkjunum að engar hótanir hafi borist um hryðjuverk á kjördag. Hann hvetur því Bandaríkjamenn til þess að ganga ósmeykir til kjörklefa á þriðjudaginn.

Sjötíu þúsund króna leikfang

Það þykir ekki mikið að borga 69.900 krónur fyrir nýjan, upphækkaðan sportbíl sem kemst upp í hundraðið á augabragði, nema þá helst ef um fjarstýrðan leikfangabíl er að ræða.

Anna Pálína látin

Anna Pálína Árnadóttir söngkona og dagskrárgerðarmaður er látin, 41 árs að aldri. Anna Pálína var einkum kunn fyrir flutning sinn á norrænni vísnatónlist og barnalögum, en einnig voru íslensk sönglög, þjóðlög, sálmar og djasstónlist á efnisskrá hennar.

Stál í stál

Forsetaslagurinn í Bandaríkjunum er æsispennandi og ljóst að allt getur gerst á þriðjudag þegar gengið verður til kosninga. Fylgiskannanir Vestanhafs sýna að afar mjótt er á mununum hjá frambjóðendunum tveimur.

Sýknaður af broti á hvíldartíma

Hæstiréttur sýknaði mann fyrir að hafa brotið ákvæði um aksturs- og hvíldartíma ökumanna á þeim forsendum að refsiheimild skorti í lögum. Viku fyrr sakfelldi Héraðsdómur Norðurlands eystra annan ökumann fyrir samskonar brot og dæmdi hann til sektar.

Þurfti að gefa upp kennitölu

Það er andstætt lögum að krefjast kennitölu við venjuleg staðgreiðsluviðskipti, svo sem þegar fólk kaupir miða á tónleika. Eldri kona þurfti nýlega að gefa upp kennitölu til að fá að kaupa miða á tónleika í Salnum í Kópavogi. Persónuvernd hefur málið til umfjöllunar, en margar svipaðar kvartanir berast ár hvert.

Börnin aftur í skólann

Tugþúsundir barna mæta aftur til skóla á morgun að loknu kennaraverkfalli. Skóli hefst á morgun samkvæmt stundarskrá. Atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu ríkissáttasemjara á að vera lokið 8. nóvember. Fræðsluráð Reykjavíkur mælist til þess að þriggja daga vetrarfrí sem átti að hefjast á miðvikudag í flestum grunnskólum Reykjavíkur verði fellt niður.

Níu milljarða hækkun

Pétur Blöndal, alþingismaður, hafnar því að ríkið sé stikkfrí í kennaradeilunni og bendir á að ef kennarar samþykkja miðlunartillögu ríkissáttasemjara hækka lífeyrisskuldbindingar ríkisins um níu milljarða.

Vill ekki tjá sig um refsingar

Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir að samráð olíufélaganna verði ekki liðið en hún vill ekki tjá sig um hvernig refsa beri fyrir samráðið. Rannsókn samkeppnisyfirvalda á meintu samráði olíufélaganna hefur staðið lengi, enda skýrslan sem skilað var löng og ítarleg.

Þvinguðu fram hækkanir í Noregi

Íslensku olíufélögin þrjú þvinguðu norska olíufélagið Statoil til að hækka olíuverð til íslenskra skipa í Færeyjum svo þau hættu að kaupa olíu þar. Friðrik J. Argrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, segir ljóst að útgerðafélög hafi tapað miklum fjármunum á samráði olíufélaganna og að nauðsynlegt sé fyrir útgerðarfélögin að kanna bótarétt sinn.

Neytendur borga brúsann

Formaður Neytendasamtakanna segir að á endanum verði það neytendur sem borgi brúsann vegna samráðs olíufélaganna. Nauðsynlegt sé að láta reyna á bótarétt neytenda. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna segist hryggur yfir því að lesa skýrsluna, hvað brotaviljinn hafi verið einbeittur og hvað brotin hafa staðið lengi.

Myndband bin Ladens tvíeggjað sverð

Hér er aðalmálið nýja myndbandið frá Usama bin Laden. Á Fox news, sem heldur málstað Bush á lofti, er því nánast haldið fram blákalt að bin Laden hafi verið að hvetja Bandaríkjamenn til að kjósa Kerry.........

Eldisþorskur helmingur þorsks

Tilraunaeldi á þorski er nú í gangi á fimmtán stöðum víða um land. Á Tálknafirði sjá menn fyrir sér að eftir fimmtán ár verði eldisþorskur helmingur þess þorskafla sem þar verði unnið úr. Við erum á leið að eldiskvíum í Tálknafirði til að fylgjast með því þegar þorskur er fóðraður.

Afganistan er stríðssvæði

Yfirmaður upplýsingasviðs alþjóða rauða krossins segir samtökin líta á Kabúl og Afhanistan sem stríðssvæði og að íbúar þar geri engan greinarmun á friðargæsluliðum og hermönnum. Yves Daccord, yfirmaður upplýsingasviðs alþjóða rauða krossins, segir Afganistan allt stríðssvæði. Þar sé hættulegt að vera og starfsmenn rauða krossins fari mjög varlega.

Öryggið minnkar

Öryggisaðstæður í Kabúl í Afganistan hafa versnað til mikilla muna síðustu vikurnar og útlendingar í borginni eru slegnir. Mannræningjar sem halda þremur gíslum krefjast þess að allar erlendar hersveitir hverfi á brott. Að öðrum kosti verði gíslarnir myrtir.

Vill afsláttinn burt

Pétur Blöndal alþingismaður gagnrýnir þá ákvörðun fjármálaráðherra að hreyfa ekki við sjómannaafslættinum meðan núverandi samningar sjómanna og útvegsmanna eru í gildi. Hann vill afnema afsláttinn strax.

Flytja ferskan fisk með flugi

Fiskverkendur á Vestfjörðum flytja nú fiskinn úr landi í stórauknum mæli ferskan með flugi frá Keflavík þótt það kosti akstur yfir fjölda fjallvega og ferjusiglingu yfir Breiðafjörð.

Vill halda afslættinum

"Þetta er kjarasamningsatriði og við það verður að standa," segir Guðmundur Halllvarðsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Sjá næstu 50 fréttir