Erlent

Stál í stál

Forsetaslagurinn í Bandaríkjunum er æsispennandi og ljóst að allt getur gerst á þriðjudag þegar gengið verður til kosninga. Fylgiskannanir Vestanhafs sýna að afar mjótt er á mununum hjá frambjóðendunum tveimur. Tvær stórar kannanir voru birtar í dag og samkvæmt annarri mælist Bush með eins prósentustigs meira fylgi en Kerry, en samkvæmt hinni eru frambjóðendurnir jafnir. Sá sem vinnur þarf stuðning 270 kjörmanna en hvorugur er komin með nægt fylgi til sigurs enda er enn óráðið hvar atkvæði 27 kjörmanna lenda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×