Myndband bin Ladens tvíeggjað sverð 31. október 2004 00:01 Í fjölmiðlum hér er aðalmálið nýja myndbandið frá Usama bin Laden. Á Fox news, sem heldur málstað Bush á lofti, er því nánast haldið fram blákalt að bin Laden hafi verið að hvetja Bandaríkjamenn til að kjósa Kerry. Þeir sem lesið hafa textann vita hins vegar að þetta er hæpin ályktun. Spunameistara repúblikana hafa hins vegar náð að snúa umræðunni á þennan veg í þeirri von að Bandaríkjamenn taki ákvörðun um að standa með forsetanum - það er látið líta út sem stuðningur við Kerry kunni að sýna veiklyndi gagnvart hryðjuverkamönnum. Þetta er þema sem menn forsetans vonast til að nái í gegn til kjósenda á síðsutu dögunum. Skoðanakannanir sýna að staða Bush er langt frá því að vera trygg. Hann mælist víðast með undir 50% stuðning en það er almennt talið boða vont fyrir sitjandi forseta. Kerry sækir á og hefur augljóslega höfðað málflutningi sínum á þann veg á síðustu dögum að sannfæra megi Bandaríkjamenn um að hann sé ekki síður til þess fallinn en Bush að heyja stríð á hendur hryðjuverkamönnum. Það er einnig mikið rætt um ýmis hugsanlega jaðartilvik sem kunna að koma upp í kosningunum og margir eiga von á því að langvinnar deilur í réttarsölum muni að fylgja í kjölfar kosninganna. Að minnsta kosti þykir mönnum ólíklegt að þeir muni vita endanlega niðurstöðu þegar þeir leggjast til hvílu að kvöldi kjördags. Reynslan frá þvi fyrir fjórum árum sýnir að ýmislegt getur komið upp. Flestir fréttaskýrendur telja það ekki boða gott að framboðin hafi ráðið til sín tugþúsundir lögmanna en sjálfir benda lögmennirnir á að ýmsa vankanta megi sníða af framkvæmd kosninga ef eftirlit af hálfu framboðanna er virkt. Í Boston fögnuðu menn í dag sigri heimaliðsins Red Sox í bandarísku hafnarboltadeildinni og telja það boða gott fyrir þriðjudaginn þegar heimamaðurinn Kerry getur unnið annan sögulegan sigur og sest í Hvíta húsið. Næstu dagar verða erfiðir fyrir frambjóðendur og þeim þeytt út um allar jarðir til að herða stuðningsmenn sína í trúnni. Í ýmsum fylkjum eru úrslitin nú þegar ráðin og því hafa herforingjar kosningabaráttanna lagt áherslu á að flytja hörðustu stuðningsmennina sína á þá staði þar sem þörfin er stærst. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Í fjölmiðlum hér er aðalmálið nýja myndbandið frá Usama bin Laden. Á Fox news, sem heldur málstað Bush á lofti, er því nánast haldið fram blákalt að bin Laden hafi verið að hvetja Bandaríkjamenn til að kjósa Kerry. Þeir sem lesið hafa textann vita hins vegar að þetta er hæpin ályktun. Spunameistara repúblikana hafa hins vegar náð að snúa umræðunni á þennan veg í þeirri von að Bandaríkjamenn taki ákvörðun um að standa með forsetanum - það er látið líta út sem stuðningur við Kerry kunni að sýna veiklyndi gagnvart hryðjuverkamönnum. Þetta er þema sem menn forsetans vonast til að nái í gegn til kjósenda á síðsutu dögunum. Skoðanakannanir sýna að staða Bush er langt frá því að vera trygg. Hann mælist víðast með undir 50% stuðning en það er almennt talið boða vont fyrir sitjandi forseta. Kerry sækir á og hefur augljóslega höfðað málflutningi sínum á þann veg á síðustu dögum að sannfæra megi Bandaríkjamenn um að hann sé ekki síður til þess fallinn en Bush að heyja stríð á hendur hryðjuverkamönnum. Það er einnig mikið rætt um ýmis hugsanlega jaðartilvik sem kunna að koma upp í kosningunum og margir eiga von á því að langvinnar deilur í réttarsölum muni að fylgja í kjölfar kosninganna. Að minnsta kosti þykir mönnum ólíklegt að þeir muni vita endanlega niðurstöðu þegar þeir leggjast til hvílu að kvöldi kjördags. Reynslan frá þvi fyrir fjórum árum sýnir að ýmislegt getur komið upp. Flestir fréttaskýrendur telja það ekki boða gott að framboðin hafi ráðið til sín tugþúsundir lögmanna en sjálfir benda lögmennirnir á að ýmsa vankanta megi sníða af framkvæmd kosninga ef eftirlit af hálfu framboðanna er virkt. Í Boston fögnuðu menn í dag sigri heimaliðsins Red Sox í bandarísku hafnarboltadeildinni og telja það boða gott fyrir þriðjudaginn þegar heimamaðurinn Kerry getur unnið annan sögulegan sigur og sest í Hvíta húsið. Næstu dagar verða erfiðir fyrir frambjóðendur og þeim þeytt út um allar jarðir til að herða stuðningsmenn sína í trúnni. Í ýmsum fylkjum eru úrslitin nú þegar ráðin og því hafa herforingjar kosningabaráttanna lagt áherslu á að flytja hörðustu stuðningsmennina sína á þá staði þar sem þörfin er stærst.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira