Erlent

Verða að hætta hótunum

Yfirvöld í Íran segja að sigurvegari forsetakosninganna í Bandaríkjunum verðin að láta af hótunum gegn Íran. Talsmaður Utanríkisráðuneytis Írans segir að Bandaríkjamenn ættu að reyna að læra af sögunni og átta sig á því í eitt skipti fyrir öll að hótanir og fordómar í garð Íran skili engu. George Bush hefur skilgreint Íran sem eitt af hinum illu öxulveldum og líklegt er að John Kerry myndi ekki slaka á klónni gagnvart Írönum ef hann yrði forseti. Það kemur því kannski ekki mikið á óvart að stjórnvöld í Íran segjast hvorugan frambjóðandann styðja, enda hafi báðir frambjóðendurnir verið landinu erfiðir í gegnum tíðina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×