Fleiri fréttir Tölur liggja fyrir upp úr 11 Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar í nýja sveitarfélaginu á Héraði í dag. Ekki er von á fyrstu tölum fyrr en upp úr klukkan ellefu í kvöld. Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum í nýja sameinaða sveitarfélaginu á Héraði fór rólega af stað, en tók þó við sér þegar líða tók á daginn. Ríflega 2100 manns eru á kjörskrá og geta þeir valið á milli fjögurra lista. 16.10.2004 00:01 Auðvelt að klúðra uppeldi hunda Ekki eru allir á eitt sáttir að banna eigi innflutning á Doberman og Rottweiler-hundum, en hundar þessarar tegundar ollu ótta í Seljahverfinu fyrir rúmri viku þegar þeir rifu í sig kött og veltu barnavagni með barni í. 16.10.2004 00:01 Mótmælir einkarétti verslana Bónus og Hagkaup hafa haft einkarétt á því í átta ár að versla með matvörur í Spönginni í Grafarvogi. Nóg er komið af einokunarverslun segir fyrrverandi borgarfulltrúi sem stefnir borginni fyrir hönd íbúa og fyrirtækis í grenndinni. 16.10.2004 00:01 Ólæsi er enn mikið á Íslandi Starfshópur á vegum menntamálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að líklega ættu um fimmtán þúsund Íslendingar á fullorðinsaldri við umtalsverða lestrarörðugleika að stríða. Starfshópurinn lagði til hugmyndir um úrbætur en síðan þá hefur ekkert gerst þó svo að kostnaðurinn við úrlausn vandans sé ekki mikill. 16.10.2004 00:01 Geðheilbrigðisþjónusta í ólestri Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum á Íslandi óviðunandi. Hann segir að stofnanir sem heyri undir ólík ráðuneyti verði að vinna saman og sníða lausnir sem henti þörfum fólks en ekki varpa því út á götu ef það á ekki heima á viðkomandi stofnunum. 16.10.2004 00:01 Umber ástandið í bili Íslensk stjórnvöld voru ekki með puttana í kaupum Landssímans á meirihluta bréfa í Skjá einum, segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segist umbera þetta um tíma þar sem Landssíminn verði seldur. 16.10.2004 00:01 Voru komnir óþægilega nálægt Æfingar rússneska flotans voru óþægilega nærri ströndum landsins, að mati íslenskra stjórnvalda. Því var beðið um upplýsingar frá rússneskum stjórnvöldum. Flotinn hefur lokið æfingum sínum og er farinn. Rússnesk stjórnvöld segjast ekki hafa ætlað að ógna öryggi landsins. Skipin hafa undanfarna daga verið á Þistilfjarðargrunni. 16.10.2004 00:01 Sjálfstæðismenn misnota verkfallið Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sakar Sjálfstæðisflokkinn um að nýta sér kennaraverkfallið til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins. 16.10.2004 00:01 Össur gagnrýnir aðgerðarleysi Sjálfstæðisflokkurinn er að notfæra sér verkfallið til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins að sögn Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar. 16.10.2004 00:01 Var ný sloppinn úr fangelsi Leiðtogi hryðjuverkahópsins sem sprengdi lestarnar í Madríd 11. mars var dæmdur í fjórtán ára fangelsi á Spáni árið 1997 vegna tengsla sinna við alsírskan hryðjuverkahóp en látinn laus úr haldi fyrir tveimur árum þegar dómurinn var styttur. 16.10.2004 00:01 Kirkjur eyðilagðar í Bagdad Kristnir íbúar Íraks eru skelfingu lostnir eftir að sprengjur sprungu við fimm kirkjur í Bagdad í gær. Fjöldi árása hefur verið gerður síðan Ramadan, heilagur mánuður múslíma, hófst á föstudaginn. 16.10.2004 00:01 Kjósendur velji lista Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni á flokkstjórnarfundinum í gær að það væri sérstakt hlutverk hreyfingar jafnaðarmanna að bregðast við því sem hann kallaði "lýðræðislega firringu" eða áhuga- og þátttökuleysi almennings í stjórnmálum. 16.10.2004 00:01 Átján fíkniefnamál á tónleikum Átján ungmenn, flest um og undir tvítugu, voru tekin með fíkniefni fyrir utan Laugardalshöllina áður en tónleikar hljómsveitarinnar Prodigy hófust á föstudagskvöldið. 16.10.2004 00:01 Mikilvægast er að skipta máli Eitt það mikilvægasta fyrir geðsjúkt fólk er að skipta máli í lífinu, hafa hlutverk í samfélaginu og finna að hlustað sé á það, segja fjórir geðsjúkir viðmælendur. Allir eru þeir nú þátttakendur í samfélaginu, án innlagna, með stuðningi Hugarafls. 16.10.2004 00:01 Barist um hvert atkvæði Lokaspretturinn er hafinn í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Þriðju og síðustu kappræður þeirra George Bush og Johns Kerrys fóru fram í gær og þar var tekist á um innanríkismálin. Fylgi frambjóðendanna er hnífjafnt og því barist um hvert atkvæði. 15.10.2004 00:01 Kristján kjörinn formaður Kristján Gunnarsson var fyrir nokkrum mínútum kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins. Fráfarandi formaður sambandsins er svartsýnn við þessi tímamót og óttast að forsendur kjarasamninga séu að bresta. 15.10.2004 00:01 Hundruð bíða eftir meðferð Fleiri hundruð manns bíða eftir meðferð vegna geðsjúkdóma og sumstaðar eru læknar hættir að taka fólk á biðlista, segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Samfylkingunni. Heilbrigðisráðherra vísar því á bug að stór hópur þessa fólks sé á götunni. 15.10.2004 00:01 Tóbaksuppljóstrarinn á Íslandi Maðurinn sem vann sér frægð fyrir að ljóstra upp um tóbaksframleiðendur er staddur hér á landi til að halda fyrirlestur um skaðsemi reykinga. 15.10.2004 00:01 Hlutabréfin í 507 krónur Hlutabréf í KB banka hækkuðu upp í 507 krónur á markaði í gær eftir hlutafjárútboðið í fyrradag og hafa aldrei verið jafn hátt skráð. Lokagengi var 500 krónur og nam hækkun dagsins 1,1%. Gegngi í útboðinu var 480 krónur á hlut þannig að þeir sem keyptu þá fyrir væna fúlgu, hafa ávaxtað pund sitt vel á einum sólarhring. Seldir voru hlutir í bankanum fyrir rúma fimmtíu milljarða króna sem bankinn ætlar að nýta til frekari útrásar til Finnalnds og Bretlands. 15.10.2004 00:01 Enn jafnir Fylgi bandarísku forsetaframbjóðendanna er hnífjafnt samkvæmt nýjustu könnunum. Þeir George Bush og John Kerry háðu þriðju og síðustu kappræður í fyrradag og var þar hart tekist á um innanríkis- og velferðarmál. 15.10.2004 00:01 Harðar árásir í Fallujah Bandaríkjamenn hafa haldið úti hörðum loftárásum og á borgina Fallujah í morgun. Árásirnar vour gerðar í kjölfar sprenginga í Bagdad í gær. Írösk stjórnvöld krefjast þess að fá jórdanska uppreisnarmanninn Abu Mussab al-Zarqawi framseldan. Átta manns féllu og minnst fjórir særðust þegar tvær öflugar sprengingar urðu í miðborg Bagdad í Írak í gærmorgun. 15.10.2004 00:01 Átök framundan Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, sem var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins til næstu tveggja ára á ársfundi sambandsins í gær, segir að framundan séu átök um tilverurétt verkalýðshreyfingarinnar. 15.10.2004 00:01 Skjálfti upp á 7 í Taiwan Jarðskjálfti upp á sjö á richter skók Norður-Tævan í morgun og skulfu þar hús og mannvirki í hátt í mínútu. Háhýsi sveifluðust til og reyndi fólk að forða sér, enda eru ekki nema tæp fimm ár síaðn að þúsundir fórust í hörðum jarðskjálfta á Tævan. Upptök skjálftans voru undir hafsbotni, í um það bil 110 kílómetra fjarlægð frá eyjunni. 15.10.2004 00:01 Norðmenn vilja enn konung Norðmenn láta sér í léttu rúmi liggja í hvaða rekkju Ólafur Noregskonungur var getinn og hver var faðir hans, samkvæmt skoðanakönnun í kjölfar fréttar þess efnis í gær, að konungurinn hafi verið rangfeðraður. Ólafur var dáður og virtur alla sína konungstíð. 15.10.2004 00:01 Lögreglustöðin endurvígð Lögreglustöðin á Akureyri verður endurvígð í dag eftir gagngerar breytingar á húsnæðinu. Þar verður jafnframt opnuð einskonar varabjörgunarmiðstöð fyrir björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð, ef allt færi þar úrskeiðis á hamfaratímum. Þar er hægt að svara neyðarlínunni og þar er varafjarskiptamiðstöð fyrir ríkislögreglustjóra. 15.10.2004 00:01 Varar við afskiptum Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda varaði í ræðu sinni á ársfundi Landssambands smábátaeigenda, við afskiptum sjálfskipaðra afla, sem berjast gegn fiskveiðum með örökstuddum fullyrðingum. Vitnaði hann þar til þess að alþjóðlegt bann vð við trollveiðum væri nú komið til umfjöllunar hjá Sameinuðuþjóðunum 15.10.2004 00:01 Sýknaður af ákæru um landráð Morgan Tsvangiræ leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe var í morgun sýknaður af ákæru um landráð. Hann var fyrir rétti sakaður um að brugga Robert Mugabe forseta launráð og taka völdin í landinu fyrir kosningarnar árið 2002. 15.10.2004 00:01 Andreotti sýknaður Guilíó Andreotti fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu hefur verið formlega hreinsaður af öllum ásökunum um tengsl við mafíuna. Andreotti sem sjö sinnum var forsætisráðherra Ítalíu hefur í mörg árið barist gegn ásökunum um spillingu fyrir dómstólum en í morgun staðfesti æðsti dómstóll landsins tvo sýknudóma undirréttar og er málinu því endanlega lokið. 15.10.2004 00:01 Grömm milli lífs og dauða Nokkur grömm geta skilið á milli lífs og dauða hjá tveimur karlmönnum og einni konu sem eru í haldi lögreglunnar í Singapúr í kjölfar aðgerða gegn kókaínsölu og neyslu í efri stigum þjóðfélagsins. Rannsóknarmenn lögreglunnar hefur nú til skoðunar það kókaín sem var gert upptækt í fórum fólksins. 15.10.2004 00:01 Meðferð á Torfastöðum í lagi Meðferð sem veitt var á Meðferðarheimilinu á Torfastöðum var í viðunandi samræmi við samning heimilisins við ríkið, samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðunar. Hún telur að meðferðarheimilið gæti átt rétt á uppbótargreiðslu frá ríkinu. 15.10.2004 00:01 Kögun kaupir í Opnum Kerfum Kögun hefur keypt 33% hlut í Opnum Kerfum og á þá tæp 69% með þeim 35 prósentum sem fyrirtækið átti fyrir í Opnum kerfum. Kögun ætlar að gera öðrum hluthöfum í Opnum kerfum yfirtökutilboð á næstunni. Seljendur eru Fjárfestingabankinn Straumur, Íslandsbanki og Frosti Bergsson og félög honum tengd, en Frosti stofnaði Opin Kerfi. Í 15.10.2004 00:01 Jafntefli mögulegt? Ef jafn lítill munur verður á milli frambjóðenda til forsetakosninganna í Bandaríkjunum í kosningunum og skoðanakannanir sýna gætu sjónir manna beinst að Colorado fylki. Þar fara samhliða fram aðrar kosningar sem gætu breytt stöðunni til muna, og jafnvel leitt til þess að hvorugur þeirra Bush eða Kerry vinni kosningarnar. 15.10.2004 00:01 Kúgun kvenna hindrar þróunina Kúgun kvenna í Afríku er meiriháttar hindrun á framþróun í álfunni segir James Wolfensohn forseti Alþjóðabankans. Hann gagnrýndi karlmenn í Afríku harðlega á ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Eþóípíu í dag. Wolfensohn sagði menn ekki átta sig á því leynivopni sem Afríkuríki byggju yfir, en það væru konur sem vinna mörg mikilvæg verk. 15.10.2004 00:01 Varar við sjálfskipuðum öflum Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda varar við afskiptum sjálfskipaðra afla, sem berjast gegn fiskveiðum með órökstuddum fullyrðingum. 15.10.2004 00:01 Bólusetning við malaríusmiti Vísindamenn telja sig í fyrsta sinn geta bjargað börnum frá malaríusmiti eða dauða með bólusetningu. Þótt enn sé langt í að menn telji baráttunni gegn þessum skæða sjúkdómi lokið, segja sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar skrefið stórt. 15.10.2004 00:01 Íslenskt félag með 3200 starfsmenn Verið er stofna íslenskt eignarhaldsfélag, sem hefur yfir 60 flugvélar á sínum snærum í öllum heimsálfum og 3200 starfsmenn. Félagið heitir Avion group og er stofnað um Rekstur Atlanta í Bretlandi, breska félagið EXEL airways, Íslandsflug og Atlanta á Íslandi. Félagið tekur formlega til starfa um áramótin og verður Magnús Þorsteinsson stjórnarformaður þess. 15.10.2004 00:01 Nóg komið af bullinu Stjórn Foreldrafélagsins í Grandaskóla hvetur foreldra til að senda borgarfulltrúum Reykjavíkur bréf í dag þar sem þeim er sagt að axla ábyrgð sína í verkfallinu. Stjórnarmaður félagsins segir að borgarfulltrúum beri skylda til að bregðast við óskum foreldra og hann segir nóg komið af þessu bulli. 15.10.2004 00:01 Shröder hittir Gaddafi Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands fundar nú með Gaddafi lýbíuleiðtoga í Tripoli. Fundurinn er sögulegur, því að þetta er í fyrsta sinn sem kanslari Þýskalands hittir leiðtoga Lýbíu. Fundurinn er líka táknrænn fyrir batnandi samskipti Evrópuríkja og Lýbíu, en eins og fram hefur komið aflétti Evrópusambandið í síðustu viku viðskiptahömlum á Lýbíu 15.10.2004 00:01 Deilt um fordæmi fyrir sektum Olíufélögin höfnuðu tilboði Samkeppnisstofnunar í janúar um að greiða sektir á bilinu 300 til 480 milljónir því þau töldu víst að dómstólar lækki sektina umtalsvert. Það sé í samræmi við fordæmi í dómum á Norðurlöndunum. Samkeppnisráð lítur hins vegar til EES-reglna um sektir. 15.10.2004 00:01 Aukin samvinna Rússa og Kínverja Gömlu Sósíalistastórveldin Rússland og Kína ætla að bindast tryggari böndum á nýjan leik. Vladimir Pútín, forseti Rússlands heimsækir Kína þessa dagana og leggur á ráðin með starfsbróður sínum í austri, Hu Jintao, um það hvernig auka megi samskipti og viðskipti á milli stórveldanna tveggja. 15.10.2004 00:01 Skatttekjur aukast um tíund Skatttekjur ríkisins fyrstu átta mánuði ársins voru 170 milljarðar sem er um tólf prósentum meira en á sama tímabili í fyrra. Innheimtir skattar á tekjur og hagnað einstaklinga og lögaðila námu 53,4 milljörðum króna og hækkuðu um 10,4% frá sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í Vefriti fjármálaráðuneytisins. 15.10.2004 00:01 Gjöld til félagsmála hækka Gjöld ríkissjóðs vegna félagsmála hækkuðu um 11,5 milljarða á milli ára og mest allra málaflokka, en um tveir þriðju hlutar allra útgjalda ríkisins fara til félagsmála. 15.10.2004 00:01 Samskráning heimiluð Geir H. Haarde fjármálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær um breytingu á lögum um virðisaukaskatt sem heimilar skattstjóra að samskrá tvö eða fleiri skráningarskyld hlutafélög og einkahlutafélög á virðisaukaskattsskrá. 15.10.2004 00:01 Bullandi verðstríð í bensíni Verðstríð er skollið á á eldsneytismarkaðnum. Í gær og fyrradag breyttist enn verð hjá olíufélögunum, sem lækkuðu fullt þjónustuverð um 2 krónur á lítrann, auk annarra verðbreytinga til lækkunar. 15.10.2004 00:01 Deilan mjög snúin "Kennarar tóku ákvörðun um að fara í verkfallið, það ákváðu ekki sveitarfélögin, og kennarar ákveða hvenær því lýkur," segir Birgir Björn Sigurjónsson, formaður Launanefndar sveitarfélaganna. 15.10.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Tölur liggja fyrir upp úr 11 Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar í nýja sveitarfélaginu á Héraði í dag. Ekki er von á fyrstu tölum fyrr en upp úr klukkan ellefu í kvöld. Kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum í nýja sameinaða sveitarfélaginu á Héraði fór rólega af stað, en tók þó við sér þegar líða tók á daginn. Ríflega 2100 manns eru á kjörskrá og geta þeir valið á milli fjögurra lista. 16.10.2004 00:01
Auðvelt að klúðra uppeldi hunda Ekki eru allir á eitt sáttir að banna eigi innflutning á Doberman og Rottweiler-hundum, en hundar þessarar tegundar ollu ótta í Seljahverfinu fyrir rúmri viku þegar þeir rifu í sig kött og veltu barnavagni með barni í. 16.10.2004 00:01
Mótmælir einkarétti verslana Bónus og Hagkaup hafa haft einkarétt á því í átta ár að versla með matvörur í Spönginni í Grafarvogi. Nóg er komið af einokunarverslun segir fyrrverandi borgarfulltrúi sem stefnir borginni fyrir hönd íbúa og fyrirtækis í grenndinni. 16.10.2004 00:01
Ólæsi er enn mikið á Íslandi Starfshópur á vegum menntamálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu fyrir tveimur árum að líklega ættu um fimmtán þúsund Íslendingar á fullorðinsaldri við umtalsverða lestrarörðugleika að stríða. Starfshópurinn lagði til hugmyndir um úrbætur en síðan þá hefur ekkert gerst þó svo að kostnaðurinn við úrlausn vandans sé ekki mikill. 16.10.2004 00:01
Geðheilbrigðisþjónusta í ólestri Sveinn Magnússon framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum á Íslandi óviðunandi. Hann segir að stofnanir sem heyri undir ólík ráðuneyti verði að vinna saman og sníða lausnir sem henti þörfum fólks en ekki varpa því út á götu ef það á ekki heima á viðkomandi stofnunum. 16.10.2004 00:01
Umber ástandið í bili Íslensk stjórnvöld voru ekki með puttana í kaupum Landssímans á meirihluta bréfa í Skjá einum, segir Geir H. Haarde fjármálaráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segist umbera þetta um tíma þar sem Landssíminn verði seldur. 16.10.2004 00:01
Voru komnir óþægilega nálægt Æfingar rússneska flotans voru óþægilega nærri ströndum landsins, að mati íslenskra stjórnvalda. Því var beðið um upplýsingar frá rússneskum stjórnvöldum. Flotinn hefur lokið æfingum sínum og er farinn. Rússnesk stjórnvöld segjast ekki hafa ætlað að ógna öryggi landsins. Skipin hafa undanfarna daga verið á Þistilfjarðargrunni. 16.10.2004 00:01
Sjálfstæðismenn misnota verkfallið Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sakar Sjálfstæðisflokkinn um að nýta sér kennaraverkfallið til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins. 16.10.2004 00:01
Össur gagnrýnir aðgerðarleysi Sjálfstæðisflokkurinn er að notfæra sér verkfallið til að ýta undir hugmyndir um einkavæðingu skólakerfisins að sögn Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar. 16.10.2004 00:01
Var ný sloppinn úr fangelsi Leiðtogi hryðjuverkahópsins sem sprengdi lestarnar í Madríd 11. mars var dæmdur í fjórtán ára fangelsi á Spáni árið 1997 vegna tengsla sinna við alsírskan hryðjuverkahóp en látinn laus úr haldi fyrir tveimur árum þegar dómurinn var styttur. 16.10.2004 00:01
Kirkjur eyðilagðar í Bagdad Kristnir íbúar Íraks eru skelfingu lostnir eftir að sprengjur sprungu við fimm kirkjur í Bagdad í gær. Fjöldi árása hefur verið gerður síðan Ramadan, heilagur mánuður múslíma, hófst á föstudaginn. 16.10.2004 00:01
Kjósendur velji lista Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði í ræðu sinni á flokkstjórnarfundinum í gær að það væri sérstakt hlutverk hreyfingar jafnaðarmanna að bregðast við því sem hann kallaði "lýðræðislega firringu" eða áhuga- og þátttökuleysi almennings í stjórnmálum. 16.10.2004 00:01
Átján fíkniefnamál á tónleikum Átján ungmenn, flest um og undir tvítugu, voru tekin með fíkniefni fyrir utan Laugardalshöllina áður en tónleikar hljómsveitarinnar Prodigy hófust á föstudagskvöldið. 16.10.2004 00:01
Mikilvægast er að skipta máli Eitt það mikilvægasta fyrir geðsjúkt fólk er að skipta máli í lífinu, hafa hlutverk í samfélaginu og finna að hlustað sé á það, segja fjórir geðsjúkir viðmælendur. Allir eru þeir nú þátttakendur í samfélaginu, án innlagna, með stuðningi Hugarafls. 16.10.2004 00:01
Barist um hvert atkvæði Lokaspretturinn er hafinn í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Þriðju og síðustu kappræður þeirra George Bush og Johns Kerrys fóru fram í gær og þar var tekist á um innanríkismálin. Fylgi frambjóðendanna er hnífjafnt og því barist um hvert atkvæði. 15.10.2004 00:01
Kristján kjörinn formaður Kristján Gunnarsson var fyrir nokkrum mínútum kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins. Fráfarandi formaður sambandsins er svartsýnn við þessi tímamót og óttast að forsendur kjarasamninga séu að bresta. 15.10.2004 00:01
Hundruð bíða eftir meðferð Fleiri hundruð manns bíða eftir meðferð vegna geðsjúkdóma og sumstaðar eru læknar hættir að taka fólk á biðlista, segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Samfylkingunni. Heilbrigðisráðherra vísar því á bug að stór hópur þessa fólks sé á götunni. 15.10.2004 00:01
Tóbaksuppljóstrarinn á Íslandi Maðurinn sem vann sér frægð fyrir að ljóstra upp um tóbaksframleiðendur er staddur hér á landi til að halda fyrirlestur um skaðsemi reykinga. 15.10.2004 00:01
Hlutabréfin í 507 krónur Hlutabréf í KB banka hækkuðu upp í 507 krónur á markaði í gær eftir hlutafjárútboðið í fyrradag og hafa aldrei verið jafn hátt skráð. Lokagengi var 500 krónur og nam hækkun dagsins 1,1%. Gegngi í útboðinu var 480 krónur á hlut þannig að þeir sem keyptu þá fyrir væna fúlgu, hafa ávaxtað pund sitt vel á einum sólarhring. Seldir voru hlutir í bankanum fyrir rúma fimmtíu milljarða króna sem bankinn ætlar að nýta til frekari útrásar til Finnalnds og Bretlands. 15.10.2004 00:01
Enn jafnir Fylgi bandarísku forsetaframbjóðendanna er hnífjafnt samkvæmt nýjustu könnunum. Þeir George Bush og John Kerry háðu þriðju og síðustu kappræður í fyrradag og var þar hart tekist á um innanríkis- og velferðarmál. 15.10.2004 00:01
Harðar árásir í Fallujah Bandaríkjamenn hafa haldið úti hörðum loftárásum og á borgina Fallujah í morgun. Árásirnar vour gerðar í kjölfar sprenginga í Bagdad í gær. Írösk stjórnvöld krefjast þess að fá jórdanska uppreisnarmanninn Abu Mussab al-Zarqawi framseldan. Átta manns féllu og minnst fjórir særðust þegar tvær öflugar sprengingar urðu í miðborg Bagdad í Írak í gærmorgun. 15.10.2004 00:01
Átök framundan Kristján Gunnarsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, sem var kjörinn formaður Starfsgreinasambandsins til næstu tveggja ára á ársfundi sambandsins í gær, segir að framundan séu átök um tilverurétt verkalýðshreyfingarinnar. 15.10.2004 00:01
Skjálfti upp á 7 í Taiwan Jarðskjálfti upp á sjö á richter skók Norður-Tævan í morgun og skulfu þar hús og mannvirki í hátt í mínútu. Háhýsi sveifluðust til og reyndi fólk að forða sér, enda eru ekki nema tæp fimm ár síaðn að þúsundir fórust í hörðum jarðskjálfta á Tævan. Upptök skjálftans voru undir hafsbotni, í um það bil 110 kílómetra fjarlægð frá eyjunni. 15.10.2004 00:01
Norðmenn vilja enn konung Norðmenn láta sér í léttu rúmi liggja í hvaða rekkju Ólafur Noregskonungur var getinn og hver var faðir hans, samkvæmt skoðanakönnun í kjölfar fréttar þess efnis í gær, að konungurinn hafi verið rangfeðraður. Ólafur var dáður og virtur alla sína konungstíð. 15.10.2004 00:01
Lögreglustöðin endurvígð Lögreglustöðin á Akureyri verður endurvígð í dag eftir gagngerar breytingar á húsnæðinu. Þar verður jafnframt opnuð einskonar varabjörgunarmiðstöð fyrir björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð, ef allt færi þar úrskeiðis á hamfaratímum. Þar er hægt að svara neyðarlínunni og þar er varafjarskiptamiðstöð fyrir ríkislögreglustjóra. 15.10.2004 00:01
Varar við afskiptum Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda varaði í ræðu sinni á ársfundi Landssambands smábátaeigenda, við afskiptum sjálfskipaðra afla, sem berjast gegn fiskveiðum með örökstuddum fullyrðingum. Vitnaði hann þar til þess að alþjóðlegt bann vð við trollveiðum væri nú komið til umfjöllunar hjá Sameinuðuþjóðunum 15.10.2004 00:01
Sýknaður af ákæru um landráð Morgan Tsvangiræ leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe var í morgun sýknaður af ákæru um landráð. Hann var fyrir rétti sakaður um að brugga Robert Mugabe forseta launráð og taka völdin í landinu fyrir kosningarnar árið 2002. 15.10.2004 00:01
Andreotti sýknaður Guilíó Andreotti fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu hefur verið formlega hreinsaður af öllum ásökunum um tengsl við mafíuna. Andreotti sem sjö sinnum var forsætisráðherra Ítalíu hefur í mörg árið barist gegn ásökunum um spillingu fyrir dómstólum en í morgun staðfesti æðsti dómstóll landsins tvo sýknudóma undirréttar og er málinu því endanlega lokið. 15.10.2004 00:01
Grömm milli lífs og dauða Nokkur grömm geta skilið á milli lífs og dauða hjá tveimur karlmönnum og einni konu sem eru í haldi lögreglunnar í Singapúr í kjölfar aðgerða gegn kókaínsölu og neyslu í efri stigum þjóðfélagsins. Rannsóknarmenn lögreglunnar hefur nú til skoðunar það kókaín sem var gert upptækt í fórum fólksins. 15.10.2004 00:01
Meðferð á Torfastöðum í lagi Meðferð sem veitt var á Meðferðarheimilinu á Torfastöðum var í viðunandi samræmi við samning heimilisins við ríkið, samkvæmt úttekt Ríkisendurskoðunar. Hún telur að meðferðarheimilið gæti átt rétt á uppbótargreiðslu frá ríkinu. 15.10.2004 00:01
Kögun kaupir í Opnum Kerfum Kögun hefur keypt 33% hlut í Opnum Kerfum og á þá tæp 69% með þeim 35 prósentum sem fyrirtækið átti fyrir í Opnum kerfum. Kögun ætlar að gera öðrum hluthöfum í Opnum kerfum yfirtökutilboð á næstunni. Seljendur eru Fjárfestingabankinn Straumur, Íslandsbanki og Frosti Bergsson og félög honum tengd, en Frosti stofnaði Opin Kerfi. Í 15.10.2004 00:01
Jafntefli mögulegt? Ef jafn lítill munur verður á milli frambjóðenda til forsetakosninganna í Bandaríkjunum í kosningunum og skoðanakannanir sýna gætu sjónir manna beinst að Colorado fylki. Þar fara samhliða fram aðrar kosningar sem gætu breytt stöðunni til muna, og jafnvel leitt til þess að hvorugur þeirra Bush eða Kerry vinni kosningarnar. 15.10.2004 00:01
Kúgun kvenna hindrar þróunina Kúgun kvenna í Afríku er meiriháttar hindrun á framþróun í álfunni segir James Wolfensohn forseti Alþjóðabankans. Hann gagnrýndi karlmenn í Afríku harðlega á ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Eþóípíu í dag. Wolfensohn sagði menn ekki átta sig á því leynivopni sem Afríkuríki byggju yfir, en það væru konur sem vinna mörg mikilvæg verk. 15.10.2004 00:01
Varar við sjálfskipuðum öflum Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda varar við afskiptum sjálfskipaðra afla, sem berjast gegn fiskveiðum með órökstuddum fullyrðingum. 15.10.2004 00:01
Bólusetning við malaríusmiti Vísindamenn telja sig í fyrsta sinn geta bjargað börnum frá malaríusmiti eða dauða með bólusetningu. Þótt enn sé langt í að menn telji baráttunni gegn þessum skæða sjúkdómi lokið, segja sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar skrefið stórt. 15.10.2004 00:01
Íslenskt félag með 3200 starfsmenn Verið er stofna íslenskt eignarhaldsfélag, sem hefur yfir 60 flugvélar á sínum snærum í öllum heimsálfum og 3200 starfsmenn. Félagið heitir Avion group og er stofnað um Rekstur Atlanta í Bretlandi, breska félagið EXEL airways, Íslandsflug og Atlanta á Íslandi. Félagið tekur formlega til starfa um áramótin og verður Magnús Þorsteinsson stjórnarformaður þess. 15.10.2004 00:01
Nóg komið af bullinu Stjórn Foreldrafélagsins í Grandaskóla hvetur foreldra til að senda borgarfulltrúum Reykjavíkur bréf í dag þar sem þeim er sagt að axla ábyrgð sína í verkfallinu. Stjórnarmaður félagsins segir að borgarfulltrúum beri skylda til að bregðast við óskum foreldra og hann segir nóg komið af þessu bulli. 15.10.2004 00:01
Shröder hittir Gaddafi Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands fundar nú með Gaddafi lýbíuleiðtoga í Tripoli. Fundurinn er sögulegur, því að þetta er í fyrsta sinn sem kanslari Þýskalands hittir leiðtoga Lýbíu. Fundurinn er líka táknrænn fyrir batnandi samskipti Evrópuríkja og Lýbíu, en eins og fram hefur komið aflétti Evrópusambandið í síðustu viku viðskiptahömlum á Lýbíu 15.10.2004 00:01
Deilt um fordæmi fyrir sektum Olíufélögin höfnuðu tilboði Samkeppnisstofnunar í janúar um að greiða sektir á bilinu 300 til 480 milljónir því þau töldu víst að dómstólar lækki sektina umtalsvert. Það sé í samræmi við fordæmi í dómum á Norðurlöndunum. Samkeppnisráð lítur hins vegar til EES-reglna um sektir. 15.10.2004 00:01
Aukin samvinna Rússa og Kínverja Gömlu Sósíalistastórveldin Rússland og Kína ætla að bindast tryggari böndum á nýjan leik. Vladimir Pútín, forseti Rússlands heimsækir Kína þessa dagana og leggur á ráðin með starfsbróður sínum í austri, Hu Jintao, um það hvernig auka megi samskipti og viðskipti á milli stórveldanna tveggja. 15.10.2004 00:01
Skatttekjur aukast um tíund Skatttekjur ríkisins fyrstu átta mánuði ársins voru 170 milljarðar sem er um tólf prósentum meira en á sama tímabili í fyrra. Innheimtir skattar á tekjur og hagnað einstaklinga og lögaðila námu 53,4 milljörðum króna og hækkuðu um 10,4% frá sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í Vefriti fjármálaráðuneytisins. 15.10.2004 00:01
Gjöld til félagsmála hækka Gjöld ríkissjóðs vegna félagsmála hækkuðu um 11,5 milljarða á milli ára og mest allra málaflokka, en um tveir þriðju hlutar allra útgjalda ríkisins fara til félagsmála. 15.10.2004 00:01
Samskráning heimiluð Geir H. Haarde fjármálaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær um breytingu á lögum um virðisaukaskatt sem heimilar skattstjóra að samskrá tvö eða fleiri skráningarskyld hlutafélög og einkahlutafélög á virðisaukaskattsskrá. 15.10.2004 00:01
Bullandi verðstríð í bensíni Verðstríð er skollið á á eldsneytismarkaðnum. Í gær og fyrradag breyttist enn verð hjá olíufélögunum, sem lækkuðu fullt þjónustuverð um 2 krónur á lítrann, auk annarra verðbreytinga til lækkunar. 15.10.2004 00:01
Deilan mjög snúin "Kennarar tóku ákvörðun um að fara í verkfallið, það ákváðu ekki sveitarfélögin, og kennarar ákveða hvenær því lýkur," segir Birgir Björn Sigurjónsson, formaður Launanefndar sveitarfélaganna. 15.10.2004 00:01
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent