Fleiri fréttir

Vill aðhald í ríkisfjármálum

Starfsgreinasambandið óttast að ríkisvaldið ætli ekki að axla þá ábyrgð í ríkisfjármálum, sem sé nauðsynleg á næstunni vegna aukinnar verðbólgu. Sambandið segir að ríkisvaldið verði að beita skynsamri og ábyrgri hagstjórn á næstu misserum, þannig að koma megi í veg fyrir að Seðlabankinn hækki vexti um of og þrengi þar með að heimilunum og fyrirtækjunum í landinu.

Vildi frægð og frama

Morðingi bítilsins Johns Lennon segist hafa ráðið honum bana til þess að stela frægð hans. Mark Chapman segist hafa orðið merkilegri meðaljón eftir morðið heldur en fyrir það og það hafi verið hans eina hvatning fyrir aðgerðinni.

Eiga að hætta eggjainnflutningi

Bretar eiga að hætta að flytja inn egg frá Spáni að mati eggjaframleiðenda og heilbrigðisyfirvalda í landinu. Á síðastliðnum 2 árum hafa komið upp 6 þúsund salmonellutilvik í Bretlandi og er stór hluti þeirra rakinn beint til átu á spænskum eggjum.

Boða byltingu í meðferð geðsjúkra

Hópur geðsjúkra í Hugarafli boðar byltingu í meðferð geðsjúkra, eftir að hafa unnið verkefni á geðdeildum Landspítala. Sviðsstjóri á geðsviði leggur til að gengið verði í lagfæringar á atriðum sem bent er á í niðurstöðum verkefnisins. </font /></b />

Actavis mótmælir ásökunum

Actavis hefur vísað á bug fullyrðingum Starfsgreinasambands Íslands þess efnis að félagið kúgi starfsmenn sína í Búlgaríu og brjóti á þeim. Í tilkynningu frá Actavis segir að á síðasta ári hafi fyrirtækið þurft að segja upp starfsmönnum í Búlgaríu, en ekki hafi verið hafðar uppi neinar hótanir, eins og formaður Starfsgreinasambandsins lýsti yfir í fréttum Stöðvar 2 í gær.

Sóbakssamningurinn fyrir Félagsdóm

Framkvæmdastjórn Sjómannasambands Íslands ákvað í dag að fara með Sólbakssamninginn svokallaða fyrir Félagsdóm til að freista þess að fá ákvæði hans sem brjóta í bága við gildandi kjarasamning milli SSÍ og LÍÚ dæmd ógild.

Bara hluti framkvæmda stöðvaður

Byggingarfulltrúinn í Reykjavík gerði í dag framkvæmdaraðilum nýs hótels sem rísa á í gamla Eimskipahúsinu skylt að stöðva framkvæmdir við endurnýjun innveggja í húsinu. Að öðru leyti hafnaði Byggingarfulltrúinn kröfum nágranna hússins um stöðvun framkvæmda. töluvert er síðan byrjað var að bóka inn á hótelið og er gert ráð fyrir að það opni í mars á næsta ári.

Pólverjar fara brátt heim

Pólverjar ætla að fækka í herliði sínu í Írak frá og með byrjun næsta árs, að sögn Marek Belka, forsætisráðherra Póllands. Belka segir Pólverja ekki ætla að vera klukkutímanum lengur en nauðsynlega þurfi í Írak, enda sína nýlegar kannanir að 70% landsmanna séu á móti veru herliðsins pólska í Írak.

Guðjón nýr framkvæmdastjóri

Guðjón Guðmundsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða og tekur hann við framkvæmdastjórastarfinu af Sigurði Hafstein 1. nóvember Þetta kom fram á aðalfundi Sambands íslenskra sparisjóða í dag, föstudaginn 15. október.

Of lágar greiðslur til Torfastaða

Félagsmálaráðuneytið telur hvorki raunhæft né ráðlegt að mæla með því að Barnaverndarstofa og meðferðarheimilið á Torfastöðum geri nýjan samning um áframhaldandi rekstur. Þetta kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar fyrir Félagsmálaráðuneytið sem birt var í gær.

Brot olíufélaganna sögð fyrnd

Olíufélögin halda því fram að meint brot á samkeppnislögum á rúmlega sjö ára tímabili af níu sem Samkeppnisstofnun rannsakar séu fyrnd. Dómur hæstaréttar í grænmetismálinu svokallaða er sagður styðja staðhæfingu olíufélaganna. </font /></b />

Ánægja með sýknuna

Sýknudómur yfir Morgan Tsvangirai leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Zimbabwe hefur endurnýjað trú manna á lýðræðið þar í landi. Robert Mugabe hefur farið með völd í landinu síðasta aldarfjórðung og voru réttarhöldin yfir helsta andstæðingi hans talin enn eitt dæmið um einræðistilburði hans.

Átök skyggja á föstumánuð

Föstumánuður múslima hófst í dag en skugga ber á vegna átaka. Þetta er mikill helgimánuður, tími pílagrímaferða, bæna og hugleiðinga og múslimar fá sér hvorki vott né þurrt frá sólarupprás til sólarlags. Í Írak halda átök hins vegar áfram, meðal annars í Fallujah þar sem bandarískar herþotur gerðu loftárásir í nótt.

Eldurinn í Mexikó gýs

Eldfjallið Eldur í Mexikó ber nafn með rentu, í það minnsta þessa dagana. Það hefur gosið reglulega frá því í lok september og eru gosin afar tilkomumikil. Vægir skjálftar hafa fylgt eldsumbrotunum en sérfræðingar telja byggð í nágrenni eldfjallsins í lítilli sem engri hættu.

Skilur ekki ráðningu þessa manns

Stúlkan sem sakaði föður sinn um kynferðisofbeldi í prófessorsmálinu svokallaða hvetur fórnarlömb í slíkum málum til að kæra þau ekki á meðan Jón Steinar Gunnlaugsson situr í Hæstarétti.

Setur Nader strik í reikninginn

Neytendafrömuðurinn og sjálfstæði forsetaframbjóðandinn Ralph Nader gæti eyðilagt vonir Johns Kerry um að komast í Hvíta húsið. Ef kosningaúrslit verða í átt við niðurstöður skoðanakannana má búast við spennandi kosninganótt og þá skiptir allt máli.

Sagðist vera systir sín

Tæplega þrítug kona var dæmd, í Héraðsdómi Reykjavíkur, í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aka ölvuð og þykjast vera systir sín þegar lögreglan stöðvaði hana.

Hélt hnífi að hálsi konu

Rétt rúmlega tvítugur maður hefur verið ákærður af Ríkissaksóknara fyrir vopnað rán, ásamt óþekktum samverkamanni, í myndbandaleigu í mars 2002. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Ákærðir fyrir hasssmygl

22 ára maður er ákærður af Ríkissaksóknara fyrir innflutning á samtals fimmtán kílóum af hassi í þremur skipaferðum frá Danmörku frá júní í fyrra þar til í janúar á þessu ári. Þrír menn eru ákærðir fyrir að hafa staðið að innflutningnum að hluta með manninum. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Geðsjúkum fanga vísað á brott

Geðsjúkum kvenfanga var vísað frá geðdeild Landspítala eftir klukkustundardvöl þar, þrátt fyrir tvær alvarlegar sjálfsvígstilraunir. Landlæknir rannsakar málið. Sex til átta fangar í íslenskum fangelsum eru í raun ófærir um að afplána refsingu sína þar inni.

Bræður sjá um sig sjálfir

Jónas Þórir Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar, er nýkominn frá Úganda þar sem hann fylgdist með og mat árangur hjálparstarfsins. Hann hitti bræðurna Muwango, sextán ára, og Peter, fjórtán ára, sem fengið hafa hjálp til sjálfshjálpar.

Haldið sofandi

Maður slasaðist alvarlega eftir að hafa ekið út af með þeim afleiðingum að bíll hans valt á Biskupstungnavegi í Þrastarskógi, rétt ofan við Þrastarlund, um hálf sjöleytið í gærmorgun.

Nýr flugrisi tekur til starfa

Nýr risi á alþjóðlegum flugmarkaði, Avion Group, tekur til starfa hér á landi um áramótin. Félagið mun eiga 63 breiðþotur. Áætluð heildarvelta er 72 milljarðar króna, sem er tvöfalt meira en velta Flugleiða, og er stefnt að skráningu félagsins í Kauphöll Íslands.

Jafnræðis ekki gætt

Fulltrúi launanefndar sveitarfélaga í undanþágunefnd vegna verkfalls grunnskólakennara, sakar fulltrúa kennara í nefndinni um að gæta ekki jafnræðis við afgreiðslu á undanþágum vegna fatlaðra barna. Digranesskóla var veitt undanþága í dag vegna sérdeildar fyrir einhverfa.

Barðist við samvisku sína og vann

"Ég reykti í átján mánuði. Ég er rétt rúmlega sextíu og tveggja ára og byrjaði að reykja þegar ég vann í tóbaksiðnaðinum," segir Jeffrey Wigand, prófessor og lífefnafræðingur. Hann berst nú geng fyrrum vinnuveitendum sínum og vill banna reykingar á veitingastöðum.

Skilur ekki doðann í fólki

Þjóðfélagið hefði farið á annan endann eftir nokkurra daga mjólkurskort segir Andri Snær Magnason, faðir grunnskóladrengs í Reykjavík. Hann skilur ekki hvers vegna fjögurra vikna verkfall grunnskólakennara veldur ekki meira uppnámi en raun ber vitni. Að hans mati hafa grunnskólabörn nú liðið andlegan næringarskort í mánuð.

26. dagur verkfalls

Ákveðið hefur verið að kennarar í sérdeild Digranesskóla fái full laun svo vandi fjölskyldna fatlaðra barna við skólann leysist.

Fá 14 milljónir í bætur

Félagsmálaráðherra ætlar að beita sér fyrir því að hjónin á Torfastöðum fái allt að því fjórtán milljónir króna í bætur þar sem meðferðarheimili þeirra hafi augljóslega fengið minna greitt frá ríkinu en önnur sambærileg heimili. Hann segir skarð fyrir skildi að samningi heimilisins við Barnaverndarstofu hafi verið sagt upp.

Góða skapið læknar

Það getur haft góð áhrif á heilsuna að vera í góðu skapi. Læknar og vísindamenn rannsaka nú í æ ríkari mæli tengsl skapferlis og líkamlegrar heilsu.

400 manna hverfi að rísa

Framkvæmdir við nýtt fjögur hundruð manna hverfi á Egilsstöðum hefjast um mánaðamótin. Fyrstu íbúðirnar verða tilbúnar næsta vor. Votihvammur, hverfið nýja er í nágranni Eyvindarár norðan núverandi byggðar á Egilsstöðum. Í hádeginu í dag voru undirritaðir samningar á milli Austur - Héraðs og Íslenskra aðalverktaka um byggingu þess.

Nýr línuhraðall tekinn í notkun

Nýr línuhraðall var tekinn í notkun á geislameðferðardeild krabbameinslækninga á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í dag. Tækið kostar hundrað og sjötíu milljónir króna og bætir árangur við geislameðferð til muna.Um það bil fjörtíu leggjast í þennan línuhraðall á degi hverjum. Á síðasta ári fóru 450 sjúklingar rúmlega níu þúsund heimsóknir í forvera þessa tækis.

Fjölmiðlanefnd láti RÚV eiga sig

Ekki á að leita þverpólitískrar sáttar um breytingar á RÚV. Nýja fjölmiðlanefnd Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur á að skoða stöðu RÚV í samhengi við aðra miðla en ekki gera tillögur um breytingar þar sem það sé verkefni stjórnarflokkanna einna. Nefndin á að gera tillögur um lagabreytingar á öðrum sviðum og er stefnt að sátt. Nánar í DV í dag.

Áræði og metnaður í alþjóðamálum

Á næstu fjórum árum munu íslensk stjórnvöld safna atkvæðum meðal aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna vegna framboðs Íslands til setu í Öryggisráðinu. Verkefnið er í senn umfangsmikið og metnaðarfullt en óvíst er hvort markmiðið náist. Ávinningur Íslands af setu í ráðinu yrði mikill.</font /></b />

Væntir svara um ferðalög geðlækna

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir boðsferðir lækna með lyfjafyrirtækjum vera varasamar, en hann telur læknum treystandi til að rugla ekki saman sölumennsku og þekkingaröflun. Hann segir eðlilegt að Jóhannes M. Gunnarsson, forstjóri Landspítalans, svari því nú í kjölfar umræðu hver staða þessar mála sé innan spítalans. Nánar í DV í dag.

Eftirlit með Rússaskipum stórhert

Landhelgisgæslan stóreykur eftirlit með rússnesku herskipunum. Háttsettur rússneskur herforningi segir "no comment" um hugsanlega bilun í Pétri Mikla. Rússneski hernaðarsérfæðingurinn Pavel Felgenhauer segir: "Guð hjálpi öllum ef eitthvað vesen er komið þarna upp." Ögmundur Jónasson segir skipin ógna öryggi okkar. Sjá DV í dag.

Kerry og brjálaður klikkhaus

  Vika er langur tími í pólítik. En ef smellt er á flipann "samþykkt lagafrumvörp" á 31. löggjafarþingi Íslendinga á Althingi.is kemur í ljós að eftir tveggja vikna löggjafarstarf liggur ekkert eftir Alþingi.

Einn enn handtekinn

Maður á fimmtugsaldri var handtekinn á fimmtudagsmorgun og úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær. Handtakan var í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnasmygli hingað til lands þar sem fíkniefnum var smyglað í tveimur sendingum með Dettifossi auk þess sem um tvö þúsund e-töflum var smyglað til landsins í pósti.

70 þúsund látin í Darfur

Í það minnsta 70 þúsund manns hafa látist í flóttamannabúðum í Darfur frá því í mars og dánartíðnin fer ekki minnkandi nema umheimurinn leggi fram meira fé og meiri hjálp í að takast á við vandann, sagði David Nabarro, aðgerðastjóri Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar á svæðinu.

Fylgdu hrefnu að flæmska hattinum

Fjögur af sjö staðsetningamerkjum sem náðist að festa í bak hrefna, í vísindarannsóknum Hafrannsóknastofnunarinnar á vetursetu skíðishvala, hafa gefið frá sér upplýsingar.

Blindir fóru í kröfugöngu

"Danmörk getur kannski stært sig af því að bjóða upp á eitt besta velferðarkerfi í heimi en það nær ekki til blindra," sagði Jens Bromann, formaður landssambands blindra í Danmörku, þegar um 500 blindir einstaklingar fóru í mótmælagöngu í Kaupmannahöfn.

Þrengja hringinn um ræningjana

Norska lögreglan telur hringinn vera að þrengjast um þjófana sem stálu málverkum Edvards Munch í ágúst, að því er fram kemur í Verdens Gang og Dagbladet. Þar segir að lögreglan hafi rakið ferðir bíls ræningjanna næstu daga fyrir ránið og komist að því að hann hafði farið um hendur margra þekktra glæpamanna.

Hundinum bjargað frá aftöku

Eftir þriggja ára stapp og fjárútlát upp á hálfa áttundu milljón króna tókst skosku hjónunum Bryan og Carol Lamont að bjarga lífi hundsins síns, Dino.

Prinsessa auglýsir eftir skilnaði

Margréti prinsessu í Hollandi hefur gengið illa að hafa uppi á eiginmanni sínum og kom það ljóslega fram í hollensku dagblaði síðasta föstudag þegar hún birti auglýsingu sem beint var til hans. Hún vildi þó ekki fá hann aftur heim heldur tilkynnti hún að hún vildi skilnað og að hann hefði frest fram í janúar til að andmæla skilnaðinum.

Eldur í Þjóðleikhúsinu

Eldur kom upp í Þjóðleikhúsinu fyrir stundu. Allt tiltækt slökkvilið er á staðnum og hafa slökkviliðsmenn náð tökum á eldinum. Verið er að reykræsta húsið.

Hvöttu til friðsamlegrar andstöðu

Klerkar í Falluja hvöttu landsmenn í gær til friðsamlegrar andstöðu gegn Bandaríkjamönnum um allt Írak ef þeir reyndu að brjóta andspyrnu gegn þeim á bak aftur. Yfirlýsing klerkanna var lesin upp í moskum víða í Írak.

Sjá næstu 50 fréttir