Erlent

Skjálfti upp á 7 í Taiwan

Jarðskjálfti upp á sjö á richter skók Norður-Tævan í morgun og skulfu þar hús og mannvirki í hátt í mínútu. Háhýsi sveifluðust til og reyndi fólk að forða sér, enda eru ekki nema tæp fimm ár síaðn að þúsundir fórust í hörðum jarðskjálfta á Tævan. Upptök skjálftans voru undir hafsbotni, í um það bil 110 kílómetra fjarlægð frá eyjunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×